Bissí Maímánuður

Byrjaði á 1. maí kaffinu hjá BSRB.

Síðan hafa verið langar kóræfingar til að vera nú klárar á  tónleikunum.

Hrikalega mikið að gera í vinnunni  því meirihlutinn af starfsfólkinu er í prófum.

Svo voru tónleikar á miðvikudaginn, Svakalega vel heppnaðir, eiginmaðurinn átti afmæli þann dag og við máttum ekkert vera að því að halda afmælisveislu.

Á fimmtudaginn fórum við út að borða með saumó, köllunum að sjálfsögðu boðið með, á hreint alveg sérstakan stað, Hlið á Alftanesinu hjá honum Boga bloggvini mínum. Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum og svo mikil hlýja að leitun er að öðru eins. Við vorum 11 saman og áttum staðinn útaf fyrir okkur þessa kvöldstund. Maturinn á heimsmælikvarða og þjónustan og gestrisnin til fyrirmyndar. Útsýni til allra átta og bara gleði.

Pabbi kallinn átti svo afmæli í gær, 84 ára öðlingurinn bauð allri fjölskyldunni í mat, lambalæri, kartöflur og dósamatur eins og hann kallar það, sumsé opnar nokkrar dósir af baunum, rauðkáli og fleira til meðlætis.

Svo voru seinni tónleikarnir núna í dag kl. 17 og partý fyrir kórkonur á eftir.

Alveg brilljant 


Líf mitt og yndi

Þessi kór er alveg líf mitt og yndi.

Kíktu í kvöld í Grensáskirkju kl. 20 þá erum við með tónleika

Nú, ef þú kemst ekki í kvöld, þá bara á laugardaginn kl.17

Við syngjum djass og dægurlög

Bara flott....

Sí jú ðer 


Ótrúlega flott 1. maí kaffi hjá BSRB

og að sjálfsögðu vorum það við sem sáum um að baka og uppfarta alla sem komu að fá sér í svangin. "Við" erum Kvennakór Reykjavíkur og erum orðnar þekktar fyrir flotta 1. maí kaffið okkar. Fólk kemur meira að segja og spyr hvort þetta sé ekki örugglega kaffið sem Kvennakór Reykjavíkur sér um.Wink

Hellt var uppá tugi lítra af kaffi, hundruðir diska og bolla voru vaskaðir upp og ótrúlegu magni af meðlæti var sporðrennt.

Allir fóru glaðir og saddir út úr húsi.

 


Strumpur ertu

You have a JOKEY SMURF personality!

 Jokey Smurf


What Smurf am I?You are Jokey Smurf. You are an exciting and entertaining person. You like to have a good time and a good laugh too! You are a prankster at heart. Some may accuse you of not taking things seriously, but you realize that a good sense of humor will get you through even the hardest of times. You are fun to be around and you are definitely the life of the party!

OHHHH... ég er svooo skemmtileg 

 


Nú styttist í Noregsferðina

Allt í einu er komið að því.

Ég er búin að hlakka til þessarar ferðar í ótrúlega langan tíma og svo er þetta bara alveg að bresta á.

Ferðin hefst út úr Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. Fyrra flug dagsins er á hádegi og fljúgum við til Osló, þaðan tökum við innanlandsflug til Þrándheims og verðum komnar á áfangastað seinnipart dags.

Aldrei komið þangað og hlakka mikið til.

 Fór inn á veðurspána og hún er nú ekkert sérlega góð. Rigning og ca 3°hiti, betri vikuspá hér á fróni.

Það er ótrúlega mikið í gangi á svona norrænu kvennakóramóti. Allskonar grúppur og skemmtun fyrir glaða söngfugla.

Svo munum við syngja í Niðarós dómkirkjunni, voða spennandi, að ég tali nú ekki um sundlaugina, en það er nú kapítuli út af fyrir sig sem ég á örugglega eftir að segja frá síðar...

Jæja, best að fara að pakka til að sjá hvort ég þurfi nú eitthvað stærri tösku, en við hafnarfjarðardívurnar stefnum á litlar töskur svo við getum verið samferða í bíl út á flugvöll.

Það var stemming um það að prjóna lopavesti og ég held barasta að allar kórkonur hafi prjónað sér vesti, í hinum ýmsu regnbogans litum. Það verður svona óformlegur kórklæðnaður.

Líklega koma inn ansi margar myndir eftir þessa ferð.

Farin að pakka... 

 


Get margt sagt um þessa frétt og söfnuði eins og þennan EN......

Sá sem skrifar fréttina er greinilega varla útskrifaður úr grunnskóla eða hvað???

Hvernig beygir þú orðið söfnuður?

Söfnuður

Söfnuð

Söfnuði

SAFNAÐAR

 Það fer hræðilega í taugarnar á mér þegar fréttaflutningur er skrifaður  með ótrúlega skrítinni fallbeygingu.

Þetta er ekki einu sinni fyndið 

 


mbl.is 52 stúlkur fluttar af búgarði sértrúarsöfnuðar í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sparnaðarráð

Hmmm....

Hvað er hægt að gera til að spara?Crying

Uppi á vegg hjá einum bankastjóra stóð spakmæli rammað inn. "Sparaðu aurinn þá kemur krónan"

Mér þótti þetta sniðugt þá, og hef hugsað mér að taka mér þetta til fyrirmyndar.

Hvar er þá að byrja...

Jú, eins og mamma gerði, þá fóðraði hún ruslafötuna undir vaskinum, með dagblöðum. Þar sparast 15 kr. á dag þar sem hefði verið venjulegur innkaupapoki 15x30=450 kr. á mánuði eða 5400 á ári. OK ágætt það

Hafa oftar grjónagraut og sleppa slátrinu því það er eins og allir vita alveg rándýrt, NEMA... maður geri það sjálfur í eldhúsinu heima. og hafa pasta, ekki má gleyma því. Drekka vatn og EKKERT annað, vona bara að borðbænin breyti því í eitthvað annað, t.d. mjólk sem er orðin munaðarvaraFrown

SOKKAR. Það liggur við að allir sokkar á heimilinu séu einnota, Þá er að taka upp nál og tvinna og kenna öllum að stoppa í sokkana sína.

Göt á hnjám. hvernig væri að fara að stytta buxurnar sem börnin ganga í og ganga oftast á, taka styttinguna og sauma yfir hnégötin, þá duga buxurnar lengur.

Láta börnin ganga, hætta þessu skutli endalaust og núna er strætó bara orðinn munaður. Taka strætóinn af þeim og láta þau ganga, þá þurfa þau ekki að vera í íþróttum og þar sparast líka nokkrir þúsundkallar...

Þá er líka það klassíska að sauma upp úr gömlum flíkum.Kissing

Hætta að fara í bíó þessi 2 skipti á ári að ég tali nú ekki um leikhúsin, þau eru bara ekki lengur inni í myndinni.

Leggja sjónvarpinu og láta innsigla snúrunaGetLost 

Spara rafmagnið hafa allstaðar slökkt alveg fram í kola myrkur, og í sumar þarf ekkert að hafa ljós. Að ég tali nú ekki um hitann. Láta hitann frá pottunum duga og hætta að lofta svona mikið út til að hita upp allt umhverfið... bara klæða sig betur inni.

Dælan í fiskabúrinu fær að fjúka og naggrísinn hann Jón Bjarni fær ekki svona mikið að éta, bara ónýta kálið sem mannfólkið vildi ekki.

Allar skemmtanir og mannfagnaðir eru úr sögunniSleeping

Eina við þetta allt saman að lífið verður ósköp flatt og eina skemmtunin kemur út í meiri kostnaði 9 mánuðum síðar...LoLLoLLoL

Hev a næs dei 

 


Hér flautar allt og syngur

Þungar drunur úr flautum stórra bíla. Sé það ekki með eigin augum en mér heyrist eitthvað vera í gangi hér í Hafnarfirðinum.

Efast um að einhver pirraður flauti svona mikið. kanski sé ég það í fréttunum í kvöld 

Vonandi eru Vörubílstjórarnir komnir í fjörðinn að mótmæla þessari hækkun á bensíni.

Nú er bara næst á dagskrá að fara að selja bílinn og taka strætó. Prjóna sér bleika ullarsokka (eins og Sollu sokka) og arka af stað

 

 


Ein elti eða einn elti

Jibbbííííí ég vann í lottóinu. Tounge Einhver gamall miði sem ég átti eftir að tékka á rúmar 2.600 kr. Spreðaði strax þúsundkalli í nýjan miða í þeirri von að einn vinningur elti annan. Svona ný gerð af eineltiWhistling

Styð þá algjörlega

Bara láta í sér heyra. Kanski tek ég  bara þátt í þessu ef þeir stoppa svona umferð á morgun.

Verra með konuna sem var að skutla handleggsbrotnu dótturinni á slysó.


mbl.is Áframhaldandi „umferðarskærur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband