Bissí Maímánuður

Byrjaði á 1. maí kaffinu hjá BSRB.

Síðan hafa verið langar kóræfingar til að vera nú klárar á  tónleikunum.

Hrikalega mikið að gera í vinnunni  því meirihlutinn af starfsfólkinu er í prófum.

Svo voru tónleikar á miðvikudaginn, Svakalega vel heppnaðir, eiginmaðurinn átti afmæli þann dag og við máttum ekkert vera að því að halda afmælisveislu.

Á fimmtudaginn fórum við út að borða með saumó, köllunum að sjálfsögðu boðið með, á hreint alveg sérstakan stað, Hlið á Alftanesinu hjá honum Boga bloggvini mínum. Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum og svo mikil hlýja að leitun er að öðru eins. Við vorum 11 saman og áttum staðinn útaf fyrir okkur þessa kvöldstund. Maturinn á heimsmælikvarða og þjónustan og gestrisnin til fyrirmyndar. Útsýni til allra átta og bara gleði.

Pabbi kallinn átti svo afmæli í gær, 84 ára öðlingurinn bauð allri fjölskyldunni í mat, lambalæri, kartöflur og dósamatur eins og hann kallar það, sumsé opnar nokkrar dósir af baunum, rauðkáli og fleira til meðlætis.

Svo voru seinni tónleikarnir núna í dag kl. 17 og partý fyrir kórkonur á eftir.

Alveg brilljant 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir


Christian Glitter by www.christianglitter.com

Sæl og blessuð.

Til hamingju með bóndann og pabba þinn. Ég sé að það hefur verið nóg að gera. Gangi þér vel.

Guð blessi þig og þína.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 18.5.2008 kl. 01:48

2 Smámynd: Linda

Gangi þér bara rosalega vel í sumar og hafðu það sem allra best.

kv

Linda, 18.5.2008 kl. 22:53

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm þetta er svona hjá mínum manni, hann er á Patró og Bíldudal að syngja í kvöld, fóru með rútu kl. 12 á hádegi og koma núna um miðnættið.  Þetta er gefandi en um leið missandi fyrir þá sem heima sitja.  Knús á þig elsku Svala mín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.5.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Tiger

Til hamingju með karlana þína mín kæra. Alltaf nóg að gera í söng og kórastússi.  Knús í nýja viku ..

Tiger, 19.5.2008 kl. 03:45

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Til hamingju með kallana þína um að gera að hugsa vel um þessar elskur. Veitingastaðurinn hjá honum Boga er algjört æði

Guðrún Sæmundsdóttir, 19.5.2008 kl. 17:09

6 Smámynd: Árný Albertsdóttir

Takk fyrir síðast elskulega söngsystir. Alveg vorum við að slá í gegn einu sinni enn.  Skilaðu kveðju til pabba þíns, aldeilis ekki að sjá á honum að árin séu orðin 84.

Ef ég sé þig ekki í sumar þá segi ég bara gleðilegt sumar og sjáumst í næstu söngtörn.

Kv. Árný

Árný Albertsdóttir, 19.5.2008 kl. 20:39

7 Smámynd: Garún

Til hamingju með bóndann og pabbann!!!

Garún, 20.5.2008 kl. 13:07

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Til hamingju með karlana þína.

Takk fyrir góða kveðju.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.5.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband