Bloggfærslur mánaðarins, september 2007

Spennandi sund....

....og ekkert smá spennandi. Yfirleitt er nú ekkert rosalega "spennandi" að fara í sund, bara gaman, sérstaklega ef það er gott veður. En í kvöld verður Laugardalslaugin með spennandi sýningu OFANÍ sundlauginni. Og það er að sjálfsögðu myndin Ókindin sem sýnd verður, og maður verður að vera í kafi til að heyra Wink . Hehe gaman að þessu framtaki

Æfinga og tilraunaskóli Kennaraháskóla Íslands

....eða bara Háteigsskóli eins og hann heitir núna.

Þetta var minn grunnskóli og var alveg ágætur. Í dag var ég að fá bréf innum lúguna til að minna mig á að það eru 10 ár síðan við hittumst síðast og aldarfjórðungur síðan grunnskólagöngunni lauk. ALDARFJÓRÐUNGUR!! Hrikalega er maður orðinn gamall. En við ætlum að hittast upp úr mánaðarmótum og vonandi komast sem flestir.

Hef ekki verið í neinu sambandi við krakkana síðan ég veit ekki hvenær. Hitti eina bekkjarsystur fyrir ári síðan, hún þekkti mig en ég þekkti hana ekki. Hitti svo einn bekkjarbróður núna í haust og ég þekkti hann en hann þekkti mig ekki. Jamm... svona breytast mennirnir með árunum.

En ég hlakka ótrúlega mikið tilWink 

  


Var að koma

Ég var að koma frá Köben, eða reyndar kom ég heim síðasta sunnudag en vikan er búin að vera svo fljót að líða og allt í einu er kominn föstudagur. Fórum með vinnunni hjá kallinum og nutum þess að rölta og vera með góðu fólki, borða góðan mat og versla. Kíktum á Kristjaníu og það var spes upplifun. Hef ekki kíkt þangað áður en skilst að það sé ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig það var. Annars er alltaf gott að skipta um umhverfi í smá stund og njóta.   

Til hamingju Anna

Ég óska Önnu til hamingju með nýja starfið. Mér finnst ég pínu eiga í henni því hún var myndlistakennarinn minn í denn og einn af bestu kennurunum.
mbl.is Valnefnd valdi Önnu Sigríði Pálsdóttur í starf Dómkirkjuprests
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er alveg ágætt hjá löggunni

Þegar fólk er hætt að þora niður í bæ til að fá sér enn öllara eða tvo vegna hættu á að vera laminn eða limlestur með flöskum og glösum, útmiginn af annarra manna hlandi eða bara ælt yfir mann (veit ég er gunga Blush ) þá er bara alveg kominn tími til að hrista upp í liðinu sem veður yfir allt og alla á skítugum skónum. Og eru ekki þessir götumígandi glasabrjótar þeir sömu og trompast alveg ef hundur mígur utaní staur? Veit ekki hvort hlandið er ógeðslegra, mannahland eða hundahland. Legg þetta alveg að jöfnu.  
mbl.is Um 120 útköll hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband