Hún Dóra Lára vinkona mín er farin að setja ýmsar auðveldar og skemmtilegar uppskriftir á bloggið sitt og er ég að hugsa um að herma eftir henni.
Hér kemur uppskrift frá konu sem við þekktum báðar, en það er hún Rúna Ráð (ráðskona í Kaldárseli í tugi ára)
Rúnu Flatkökur:
8 bollar hveiti Blanda öllum þurrefnum saman
3 tsk. salt Síðan sjóðandi vatninu
2 tsk. sódaduft Hnoða allt vel saman, ekki mjög lengi samt
6 bollar sjóðandi vatn Sett í rúllur/lengjur
4 tsk. lyfitduft skorið í litla bita sem eru síðan flattir út mjög þunnt
og steikt á eldavélahellu. Pikkað með gaffli meðan steikt er.
Ef þú ert ekki með eldavélahellu eins og gömlu góðu eldavélarnar, þá notar þú pönnukökupönnu.
Matur og drykkur | 24.10.2008 | 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er að prjóna þessa líka svakalega flottu peysu. Hún verður hálfgerð jakkapeysa. Ég nefnilega keypti þykkara garn í hana en átti að vera. Það er bara fínt því ég er svo mikil kuldaskræfa. Ég er búin með búkinn og er hálfnuð með aðra ermina. Voða dugleg, gatamunstur og allt. Er með norskt uppskriftablað sem ég skil ekki alveg og er búin að rekja upp ansi oft til að fá rétt munstur En í morgun vaknaði ég með svo hræðilega verki í fingrunum og lófum að ég ætlaði ekki að geta hreyft þá. Gat ekki einu sinni opnað glas með verkjapillum. Ekki það að ég sé alltaf étandi verkjapillur. En þetta leið hjá og ég tók bara lýsi til að smyrja liðina. Held að þetta sé nú bara útaf því að ég prjóna svo hrikalega fast.
Talandi um pillur og verki. Ég afrekaði það fyrir nokkru síðan, á mánudegi, þann 29.09.´08 að hrasa í tröppum í vinnunni, sko frammi í sameigninni.... Á leiðinni upp tröppurnar.... Geri aðrir betur. Sköflungurinn á vinstri, ætlaði hreinlega að éta tröppuna. Að sjálfsögðu spratt ég á fætur eins og ekkert hafi í skorist og arkaði inn í mína vinnu, settist þar niður og þar ætlaði hreinlega að líða yfir mig af sársauka og flögurleika. Ólöf mín náði í kælipoka og ég kældi niður báttið. Þar sem verkurinn var ekkert á leiðinni burt og hola inní sköflunginn sem skelfdi mig voðalega, ákvað ég að hringja í lækni sem er hinumegin í húsinu, fékk tíma strax og staulaðist í gegnum Kringluna, enda á milli, til að láta líta á þetta. Jú, sagði dokksi, frekar slæmt og greinilega illa marin en þó ekki brotin. Þetta byrjar að skána eftir svona 2 vikur. Áiiii hugsaði ég bara... Læknirinn lét mig fá lyfseðil fyrir verkjalyfjum og ég fór svo fljótlega heim því ekki gat ég verið svona. Þegar heim kom tók ég verkjalyfið og viti meðnn, nú skil ég hvers vegna verkjapillusjúklingar verða háðir þessu. Alltí einu var rúmið mitt orðið að rósrauðu skýi og ég sökk ofaní skýið og sveif um. Ég varð eiginlega bara alveg skíthrædd, svona eftirá, og ég fékk ekki eitt glas af þessu, heldur þrjú, og þetta var bara ein pilla!!!
Jæja, ekki nóg með þetta, heldur næsta miðvikudag, sumsé tveimur dögum seinna, hrasa ég aftur, í sama stiga og aftur á leiðinni upp..... Toppaðu það... og núna var það hægri sköflungurinn sem ætlaði að éta tröppuna. Ekki eins gráðugur samt eins og vinstri sköflungurinn og skaðinn mun minni, og engin hola inn í löppina eins og í fyrra skiptið.
Ég er byrjuð að jafna mig, en það er alveg á hreinu að sköflungarnir fá ekki að sjá sólarljósið á næstunni þar sem þetta er ekki frínileg sjón. Fólk gæti bara orðið hrætt að sjá þetta allt blátt og grænt og gult og kramið, já bara frekar svona ljótt.
P.S. Þið fáið ekki mynd....
Dægurmál | 21.10.2008 | 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mín bara mætt í tölvuna og nú getur maður bara farið að láta í sér heyra
Tölvan var straujuð (um leið og dúkarnir og gardínurnar) svo allt mitt hafurtask, í eftirlætis netsíðum og póstföng og netföng og allt slíkt þurkaðist út. Er ekki búin að setja póstinn inn aftur, geri það við tækifæri.
Reyndar var hann Snæi vinur minn, sá snillingur, algjör hetja að bjarga myndum og allskonar skjölum sem voru í tölvunni. Það væri sumsé best að fara að setja allt verðmætt í tölvunni á disk og pappír áður en tölvan floppar aftur
Dægurmál | 15.10.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Fyrsti dagur eftir sumarfrí og allt alveg klikkað að gera í vinnunni, varla tími fyrir pissupásu einu sinni.
En í byrjun sumarfrís tók ég eina viku í sumarbúðunum Vindáshlíð sem ráðskona og það var algjört æði. Mórallinn frábær og vinna 24/7. nóg að gera og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Börn eru frábær, það verður ekki frá þeim tekið. Sama hvort þau eru grínarar eða grenjuskjóður, þau hafa alltaf sína ástæðu fyrir tilfinningum sínum þó við fullorðna fólkið skiljum oft ekki hvað gengur á í hausnum á þeim og þá er bara að vera góður og brosa og hlæja eða hugga og hughreista
Svo var kominn tími á að sinna fjölskyldunni. Við ætluðum að fara tjaldvagnaútileguferð eitthvað um landið og vera bara þar sem sólin væri. Svo bara kom á daginn að sólin var hér fyrir sunnan og þá vorum við ekkert að æða út í rigninguna og rokið með vagn í eftirdragi. Fórum bara í dagsferðir út frá Hafnarfirðinum okkar. Sváfum í okkar eigin rúmum og höfðum það bara fínt. Komumst að því að við höfum ekki farið á Þingvelli síðan strákarnir okkar voru pínu litlir. Þeim fannst staðurinn alveg geggjað flottur. Almannagjáin og allt það, og þeir lásu allar útskýringar og upplýsingar um sögu staðarins.
En nú er hverstagsleikinn tekinn við og það er líka gott útaf fyrir sig. Strákarnir enn í fríi frá skólanum og Andri rosa duglegur að vinn bæði í Bónus og Ævintýralandi. Valur alltaf í kartöflugarðinum með afa og Heklu frænku.
Jæja, þá er þetta gott að sinni.
Tsjá
Dægurmál | 14.7.2008 | 21:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Jæja, þá er maður bara að fara að leggja íann!
Ég verð í eina viku í Hlíðinni að kokka ofaní tæplega 100 stúlkukindur og starfsfólk.
Skil heimilið eftir í rjúkandi rúst, börnin mín hágrátandi og maðurinn nagar neglurnar í kvíðakasti. Ekkert búin að elda ofaní frystikistuna...
..... Eða ekki. Þeir eru vanir kallarnir að mamman stingi þá af í eina viku og eldi ofaní algjörlega ókunnug börn á meðan þeir éta það sem úti frýs.
En þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt, ein vika, dýrðarinnar dásemd. Og vonandi helst veðrið bara áfram svona fínt eins og það hefur verið undanfarið.
Sí jú leiter gæs
Dægurmál | 26.6.2008 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hálendisbjörn er hugsanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 20.6.2008 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Byrjaði daginn á því að fara með Valnum mínum og Kristrúnu systur í sund í breiðholtslauginni. Uppskárum sól og blíðu og líka smá roða í skinn. Fengum svo rúnstykki og snúð hjá Kristrúnu eftir allt svamlið,
Víðistaðatún var síðan heimsótt og þar var nú alveg yndislegt veður, fullt af fólki og gleði og gaman.
Að sjálfsögðu var skundað í vöfflukaffi til Ingibjargar systur þar sem maður kemur aldrei að tómum kofanum hvað veitingar varðar, og við vorum greinilega svo þaulsetin að okkur var svo boðið í kvöldmat.
Held barasta að ég hafi ekki étið svona mikið í langan tíma.
Góður dagur að kveldi kominn og þjóðin verið sjálfstæð síðan 1944 sumsé í 64 ár. Ekki er það nú langur tími.
Dægurmál | 17.6.2008 | 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég orðin bullandi lasin með heljarinnar hausverk og ofnæmi fyrir sumargróðrinum. En hvað um það. ég bara er búin að gleyma að taka inn ofnæmistöflur svo ég fer bara að taka þær og þá verður allt í gúddí.... vonandi.
Valurinn minn ákvað að gerast kartöflubóndi í sumar. Hann fær ekkert smá flotta aðstoð því afi kartafla er kominn á aldur og fær að vera með krökkunum í skólagörðunum. Svo verður Hekla frænka líka með þeim. í síðustu viku fóru þau og undirbjuggu garðinn voða vel og settu niður kartöflurnar, og í dag var allt kálmetið sett niður og minn maður alveg í skýjunum.
Afi er sko ekki kallaður Afi kartafla að ástæðulausu. Hann er búinn að vera með puttana í moldinni síðan pabbi hans var með puttana í moldini, eða einhver 80 ár og þú færð ekki betri kartöflur og grænmeti en hjá afa kartöflu.
Í fyrrasumar ákvað afi að það væri síðasta sumarið sitt í garðinum, enda orðinn 84 ára. Hann hefur helst haft 2 garða og dundar við þetta allt sumarið. Við höfum síðan alltaf hjálpast öll að, sytkynin og makar okkar og börnin okkar að taka upp. Endað svo í kjötsúpu síðasta upptökudaginn. Engin smá uppskeruhátíð.
En í fyrra var hann ósköp þreyttur. Við systkinin vorum farin svona hálft í hvoru að hafa áhyggjur af því að hann hefði ekkert við að vera í sumar, svo þetta kom alveg upp í hendurnar á okkur að hann skellti sér í skólagarðana með tveimur yngstu afabörnunum. Hann passar ungviðið og þau líta eftir afa sínum og allir græða
Þegar kartöflurnar eru komnar í mold, þá er sko sumarið komið
Dægurmál | 9.6.2008 | 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja, ætli ég fari ekki bara að setja Matta minn á sölu. Matti er kolsvart gæðablóð (orðinn soldið mattur vegna bónleysis) með skemmtilega sjálfstæðan vilja. Hann er löglegur innflitjandi frá USA mældur í mílum. Hefur þann leiða vana að læsasér svona í tíma og ótíma, aðallega þegar frost er úti. Annars er hann hinn mesti ljúflingur, eins og hugur manns.
Held að ég sé algjörlega að fara að vilja stjórnvalda landsins ef ég set hann á sölu, það sparar yfirvaldinu malbikun og slíkt ef færri Mattar eru á götunni svona dags daglega og Gulu Jálkarnir fara að fyllast af fólki í upphafi og lok dags. Mér hryllir nú samt eiginlega við þeirri hugsun þar sem Gulu Jálkarnir gera í því að eyðileggja mjaðmir og hné mannabeinanna sem innanborðs eru, allt til að halda áætlun.
Annars gæti ég líka tekið fram rauðu eldinguna, sett á mig hjálm og notað mig sjálfa sem afl til að knýja áfram. Eina hættan við það er að ég gæti grennst og fengið ansi góða aftanívöðva.
Hmmm.... komin með valkvíða
Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 9.6.2008 | 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.5.2008 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar