Hlíðin með sprænum og fjöllum

Jæja, þá er maður bara að fara að leggja íann!

Ég verð í eina viku í Hlíðinni að kokka ofaní tæplega 100 stúlkukindur og starfsfólk. 

Skil heimilið eftir í rjúkandi rúst, börnin mín hágrátandi og maðurinn nagar neglurnar í kvíðakasti. Ekkert búin að elda ofaní frystikistuna...

..... Eða ekki. Þeir eru vanir kallarnir að mamman stingi þá af í eina viku og eldi ofaní algjörlega ókunnug börn á meðan þeir éta það sem úti frýs.

En þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt, ein vika, dýrðarinnar dásemd. Og vonandi helst veðrið bara áfram svona fínt eins og það hefur verið undanfarið.

Sí jú leiter gæs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Hvar er þetta stúlknaheimili? Mikið vildi ég fá eitthvað af þessu góða veðri sem þú talar um. Hér er svalt og þegar ég kom frá Reykjavík og leit út um gluggann daginn eftir var grátt í fjöllunum alveg niður að sveitabæjunum hér hinumegin við fjörðinn. Ennþá er nýfallinn snjór efst í fjöllunum. Ekki beint upplífgandi og það er að koma júlí.

Vona að þú eigir góða viku með stelpunum.

Guð veri með ykkur

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 22:22

2 Smámynd: Tiger

Æi, jamm  - það er yndislegt að komast svona "burt" úr norminu af og til. Jafnvel þó það sé í vinnu - þá er tilbreytingin alltaf góð. Vona að þú njótir þín bara þrátt fyrir heilmikla vinnu. Eigðu ljúfa helgi framundan ...

Tiger, 27.6.2008 kl. 02:50

3 Smámynd: www.zordis.com

Njóttu tímans því það verður dásemd að koma heim á ný!  Er ekki bara burger king og hrói höttur tilvalið fyrir eldabuskann á heimlinu í fjarverunni.

Góða helgi.

www.zordis.com, 27.6.2008 kl. 08:31

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Svala mín!

Eigðu góðan tíma í Vindáshlíðinni!

Blessun og friður þér til handa.

 Kveðja Dóra. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 28.6.2008 kl. 15:20

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Þetta verður frábært fyrir þig Svala! Ég vildi að ég gæti unnið á sumarbúðunum en því miður leyfir heilsan það ekki. En njóttu vel

Guðrún Sæmundsdóttir, 3.7.2008 kl. 19:36

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Frábært framtak hjá þér Svala mín og örugglega gefandi.  Knús á þig

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.7.2008 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband