Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Hlíðin með sprænum og fjöllum

Jæja, þá er maður bara að fara að leggja íann!

Ég verð í eina viku í Hlíðinni að kokka ofaní tæplega 100 stúlkukindur og starfsfólk. 

Skil heimilið eftir í rjúkandi rúst, börnin mín hágrátandi og maðurinn nagar neglurnar í kvíðakasti. Ekkert búin að elda ofaní frystikistuna...

..... Eða ekki. Þeir eru vanir kallarnir að mamman stingi þá af í eina viku og eldi ofaní algjörlega ókunnug börn á meðan þeir éta það sem úti frýs.

En þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt, ein vika, dýrðarinnar dásemd. Og vonandi helst veðrið bara áfram svona fínt eins og það hefur verið undanfarið.

Sí jú leiter gæs 


Eða var þetta bara rolla??

Eða kanski hestur. Kanski var þetta bara hrútur sem hefur gengið veturinn á fjöllum og hefur ekki verið rúður (að ría) í að verða 2 ár og var svo stór og hrikalegur að þetta hefði alveg eins getað verið ísbjörn eða bara eitthvað fjallaskrímsliWink
mbl.is Hálendisbjörn er hugsanlegur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleðilega hátíð

Byrjaði daginn á því að fara með Valnum mínum og Kristrúnu systur í sund í breiðholtslauginni. Uppskárum sól og blíðu og líka smá roða í skinn. Fengum svo rúnstykki og snúð hjá Kristrúnu eftir allt svamlið,

Víðistaðatún var síðan heimsótt og þar var nú alveg yndislegt veður, fullt af fólki  og gleði og gaman.

Að sjálfsögðu var skundað í vöfflukaffi til Ingibjargar systur þar sem maður kemur aldrei að tómum kofanum hvað veitingar varðar, og við vorum greinilega svo þaulsetin að okkur var svo boðið í kvöldmat.

Held barasta að ég hafi ekki étið svona mikið í langan tíma.

Góður dagur að kveldi kominn og þjóðin verið sjálfstæð síðan 1944 sumsé í 64 ár. Ekki er það nú langur tími. 


Nú er sko sumarið komið

Ég orðin bullandi lasin með heljarinnar hausverk og ofnæmi fyrir sumargróðrinumCrying. En hvað um það. ég bara er búin að gleyma að taka inn ofnæmistöflur svo ég fer bara að taka þær og þá verður allt í gúddí.... vonandi.

Valurinn minn ákvað að gerast kartöflubóndi í sumar. Hann fær ekkert smá flotta aðstoð því afi kartafla er kominn á aldur og fær að vera með krökkunum í skólagörðunum. Svo verður Hekla frænka líka með þeim. í síðustu viku fóru þau og undirbjuggu garðinn voða vel og settu niður kartöflurnar, og í dag var allt kálmetið sett niður og minn maður alveg í skýjunum.

Afi er sko ekki kallaður Afi kartafla að ástæðulausu. Hann er búinn að vera með puttana í moldinni síðan pabbi hans var með puttana í moldini, eða einhver 80 ár og þú færð ekki betri kartöflur og grænmeti en hjá afa kartöflu.

Í fyrrasumar ákvað afi að það væri síðasta sumarið sitt í garðinum, enda orðinn 84 ára. Hann hefur helst haft 2 garða og dundar við þetta allt sumarið. Við höfum síðan alltaf hjálpast öll að, sytkynin og makar okkar og börnin okkar að taka upp. Endað svo í kjötsúpu síðasta upptökudaginn. Engin smá uppskeruhátíð.

En í fyrra var hann ósköp þreyttur. Við systkinin vorum farin svona hálft í hvoru að hafa áhyggjur af því að hann hefði ekkert við að vera í sumar, svo þetta kom alveg upp í hendurnar á okkur að hann skellti sér í skólagarðana með tveimur yngstu afabörnunum. Hann passar ungviðið og þau líta eftir afa sínum og allir græðaWink

Þegar kartöflurnar eru komnar í mold, þá er sko sumarið komiðCool


Matti minn til sölu??

Jæja, ætli ég fari ekki bara að setja Matta minn á sölu. Matti er kolsvart gæðablóð (orðinn soldið mattur vegna bónleysis) með skemmtilega sjálfstæðan vilja. Hann er löglegur innflitjandi frá USA mældur í mílum. Hefur þann leiða vana að læsasér svona í tíma og ótíma, aðallega þegar frost er úti. Annars er hann hinn mesti ljúflingur, eins og hugur manns.

Held að ég sé algjörlega að fara að vilja stjórnvalda landsins ef ég set hann á sölu, það sparar yfirvaldinu malbikun og slíkt ef færri Mattar eru á götunni svona dags daglega og Gulu Jálkarnir fara að fyllast af fólki í upphafi og lok dags. Mér hryllir nú samt eiginlega við þeirri hugsun þar sem Gulu Jálkarnir gera í því að eyðileggja mjaðmir og hné mannabeinanna sem innanborðs eru, allt til að halda áætlun.

 Annars gæti ég líka tekið fram rauðu eldinguna, sett á mig hjálm og notað mig sjálfa sem afl til að knýja áfram. Eina hættan við það er að ég gæti grennst og fengið ansi góða aftanívöðva.

Hmmm.... komin með valkvíða 


mbl.is Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband