Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008

Kraftaverk salernispappírs

Þetta er fyrir ykkur stelpur. 

 

  
Hrein og fersk  eftir sturtu, stóð ég fyrir framan spegilinn, ég virti fyrir mér brjóstin á mér og að vanda kvartaði ég yfir því hvað þau eru smá! Í stað venjulega svarsins um að brjóstin á mér væru  ekkert smá, breytti maðurinn minn út af venjunni og kom með  tillögu.
"Viljir þú að brjóstin stækki, skaltu á hverjum degi nudda  salernispappír á milli þeirra í nokkrar sekúndur."
Þar sem að ég  vildi reyna hvað sem væri, sótti ég mér blað af salernispappír og stóð síðan  framan við spegilinn, nuddandi því á milli brjóstanna  minna.
"Hvað þarf ég að gera þetta oft"  Spurði  ég.
"Þau munu vaxa þeim mun meira sem þú gerir þetta oftar,"  svaraði kallinn minn.
Ég hætti.
"Trúirðu því virkilega  að mér nægi að nudda klósettpappír á milli brjóstanna daglega til þess að fá  þau til að stækka?"
Án þess að líta upp svaraði  hann,
"Hann virkaði á rassinn á þér, ekki satt?"


Hann lifir enn og með mikilli sjúkrameðferð getur verið að hann gangi á ný,
jafnvel þótt hann muni áfram fá sína næringu um strá.


Heimski,  heimski karl.


Þvílík meðvirkni

Og hvar fór hann á klóið?

Ef hann vildi endilega fá hana af klósettinu, hvers vegna færði hann henni mat á klóið?

Ætli "það" hafi ekki verið orðið ansi skítugt?

Er nokkuð 1.apríl??????


mbl.is Greri föst við klósettsetuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýji starfsmaðurinn.

.

Ungur maður var ráðin í byggingardeild BYKO í Garðabæ.   það var regla hjá þeim í byggingardeildinni að gera at í nýjum starfsmönnum,  senda þá einhverja vitleysu eða panta út í hött.   Svo var það seinni part fyrstu vikunnar sem hann var í starfinu að það er hringt og hann svarar.   Á línunni er byggingardeildin úr Reykjavík.

 

Heyrðu vinur við erum í vandræðum , það er stór kúnni hjá okkur sem var að panta 200 kvistagöt og þau eru uppseld hjá okkur , viltu drífa þig niður á lagerinn og finna fyrir mig 200 stykki af kvistagötum og senda það í snatri til okkar.

 

Strákurinn sem var skýr og fljótur að hugsa, svaraði að bragði;  því miður,  þau eru uppseld hjá okkur líka.

 

Ha ! Hvernig stendur á því ??? Áttu virkilega engin kvistagöt til strákur !!!

 

Nei því miður ég er nýbúin að selja öll sem við áttum til .

 

Hvað ertu að segja! og hver keypti þau ??

 

Nú það kom hingað smiður sem vantaði þau í rassgöt á rugguhestum .

 

Það þarf ekki að taka fram að það var ekki reynt að gera at í þessum dreng aftur.


Ekki skrítið

Það voru alveg fullt af lögum sem voru virkilega góð í keppninni, lög sem ekki komust áfram, svo það er ekkert skrítið að platan skuli seljast vel.
mbl.is Evróvisjónáhugi sem aldrei fyrr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æi... gat skeð

Til hvers í ósköpunum að vera að drekka vín með barn á brjósti. Er ekki hægt að bíða með það í nokkra mánuði að fá sér vín? þarf alltaf að vera að troða því allstaðar inn??
mbl.is Í lagi að drekka vín með barn á brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfhreinsibúnaður

Eitthvað svipað og sjálfslökkvibúnaðurinn sem ég lét í sjónvarpið. Vildi óska að tölvan hefði svona sjálfhreinsibúnað. Þegar allt of mikið af rusli og dánlóti er búið að safnast saman í einni  tölvu gefst hún upp...  ég hef ekki komist á netið í nokkra daga. Devil Fjölskyldan í rusli.Crying "þeir" hljóta að fara að finna upp eitthvað sem fer bara í gang í tölvunni þegar ruslið er orðið of mikið. Þessir "þeir" Cooleru nú svo hrikalega klárir að það 1/2 væri nóg. Ég er nefnilega ekki eins klár í tölvuhreinsun og "þeir" ég þarf alltaf aðstoð ef tölvan er eitthvað með leiðindi.

Ég er nú samt svo heppin að ég er með rauða neyðarlínu í símann hjá einum svona "þeir" kalli. Hann kom bara alveg á handahlaupum þegar kallið kom og reddaði þessu á nóinu.

En ég er komin með leyniplan... Ég ætla að senda strákana mína í tölvugúrúaskóla svo þeir geti aðstoðað mömmu gömlu í ellinni að flikka upp á tölvugreyið, eða bara "láta" þá finna upp svona sjálfhreinsibúnað...Wink

 


og ekki var það ég

Maður vinnur víst ekkert ef maður spilar ekki meðBlush
mbl.is Fær 21 milljón í vinning
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Meiri snjó meiri snjó meiri snjó

Jæja, nú eru menn sko að tala! hef ekki séð svona mikinn snjó bara síðan ég var smá krakki. Maður einhvarnvegin lyftist allur upp og gleðst í gamla barnshjartanu að fá allan þennan snjó. Þá er bara að vona að fólk hafi vit á því að vera bara heima við, vera ekkert að æða út í fannfergið og festa bíla og annað.
mbl.is Enn ófært um Reynisfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Æ læk jú :)

http://www.scrolllock.nl/home.cfm 

Smá gleðigjafi inní nýja viku. Klikkaðu á linkinn og brostu


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband