Nýji starfsmaðurinn.

.

Ungur maður var ráðin í byggingardeild BYKO í Garðabæ.   það var regla hjá þeim í byggingardeildinni að gera at í nýjum starfsmönnum,  senda þá einhverja vitleysu eða panta út í hött.   Svo var það seinni part fyrstu vikunnar sem hann var í starfinu að það er hringt og hann svarar.   Á línunni er byggingardeildin úr Reykjavík.

 

Heyrðu vinur við erum í vandræðum , það er stór kúnni hjá okkur sem var að panta 200 kvistagöt og þau eru uppseld hjá okkur , viltu drífa þig niður á lagerinn og finna fyrir mig 200 stykki af kvistagötum og senda það í snatri til okkar.

 

Strákurinn sem var skýr og fljótur að hugsa, svaraði að bragði;  því miður,  þau eru uppseld hjá okkur líka.

 

Ha ! Hvernig stendur á því ??? Áttu virkilega engin kvistagöt til strákur !!!

 

Nei því miður ég er nýbúin að selja öll sem við áttum til .

 

Hvað ertu að segja! og hver keypti þau ??

 

Nú það kom hingað smiður sem vantaði þau í rassgöt á rugguhestum .

 

Það þarf ekki að taka fram að það var ekki reynt að gera at í þessum dreng aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.3.2008 kl. 13:38

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Svo hefði verið hægt að biðja hann um plankastrekkjara og smiðsauga. Þetta var virkilega fyndið hjá þér.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 22:12

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta var orgínal & fyndið, takk ...

Steingrímur Helgason, 14.3.2008 kl. 00:17

4 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ég hef óskaplega gaman að orðum og sérstaklega fólki sem er fljótt að hugsa og svarar skemmtilega fyrir sig

Svala Erlendsdóttir, 14.3.2008 kl. 09:48

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Góða

Solla Guðjóns, 14.3.2008 kl. 10:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband