Færsluflokkur: Dægurmál
Jæja, þá er maður bara að fara að leggja íann!
Ég verð í eina viku í Hlíðinni að kokka ofaní tæplega 100 stúlkukindur og starfsfólk.
Skil heimilið eftir í rjúkandi rúst, börnin mín hágrátandi og maðurinn nagar neglurnar í kvíðakasti. Ekkert búin að elda ofaní frystikistuna...
..... Eða ekki. Þeir eru vanir kallarnir að mamman stingi þá af í eina viku og eldi ofaní algjörlega ókunnug börn á meðan þeir éta það sem úti frýs.
En þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt, ein vika, dýrðarinnar dásemd. Og vonandi helst veðrið bara áfram svona fínt eins og það hefur verið undanfarið.
Sí jú leiter gæs
Dægurmál | 26.6.2008 | 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hálendisbjörn er hugsanlegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 20.6.2008 | 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Byrjaði daginn á því að fara með Valnum mínum og Kristrúnu systur í sund í breiðholtslauginni. Uppskárum sól og blíðu og líka smá roða í skinn. Fengum svo rúnstykki og snúð hjá Kristrúnu eftir allt svamlið,
Víðistaðatún var síðan heimsótt og þar var nú alveg yndislegt veður, fullt af fólki og gleði og gaman.
Að sjálfsögðu var skundað í vöfflukaffi til Ingibjargar systur þar sem maður kemur aldrei að tómum kofanum hvað veitingar varðar, og við vorum greinilega svo þaulsetin að okkur var svo boðið í kvöldmat.
Held barasta að ég hafi ekki étið svona mikið í langan tíma.
Góður dagur að kveldi kominn og þjóðin verið sjálfstæð síðan 1944 sumsé í 64 ár. Ekki er það nú langur tími.
Dægurmál | 17.6.2008 | 22:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég orðin bullandi lasin með heljarinnar hausverk og ofnæmi fyrir sumargróðrinum. En hvað um það. ég bara er búin að gleyma að taka inn ofnæmistöflur svo ég fer bara að taka þær og þá verður allt í gúddí.... vonandi.
Valurinn minn ákvað að gerast kartöflubóndi í sumar. Hann fær ekkert smá flotta aðstoð því afi kartafla er kominn á aldur og fær að vera með krökkunum í skólagörðunum. Svo verður Hekla frænka líka með þeim. í síðustu viku fóru þau og undirbjuggu garðinn voða vel og settu niður kartöflurnar, og í dag var allt kálmetið sett niður og minn maður alveg í skýjunum.
Afi er sko ekki kallaður Afi kartafla að ástæðulausu. Hann er búinn að vera með puttana í moldinni síðan pabbi hans var með puttana í moldini, eða einhver 80 ár og þú færð ekki betri kartöflur og grænmeti en hjá afa kartöflu.
Í fyrrasumar ákvað afi að það væri síðasta sumarið sitt í garðinum, enda orðinn 84 ára. Hann hefur helst haft 2 garða og dundar við þetta allt sumarið. Við höfum síðan alltaf hjálpast öll að, sytkynin og makar okkar og börnin okkar að taka upp. Endað svo í kjötsúpu síðasta upptökudaginn. Engin smá uppskeruhátíð.
En í fyrra var hann ósköp þreyttur. Við systkinin vorum farin svona hálft í hvoru að hafa áhyggjur af því að hann hefði ekkert við að vera í sumar, svo þetta kom alveg upp í hendurnar á okkur að hann skellti sér í skólagarðana með tveimur yngstu afabörnunum. Hann passar ungviðið og þau líta eftir afa sínum og allir græða
Þegar kartöflurnar eru komnar í mold, þá er sko sumarið komið
Dægurmál | 9.6.2008 | 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Jæja, ætli ég fari ekki bara að setja Matta minn á sölu. Matti er kolsvart gæðablóð (orðinn soldið mattur vegna bónleysis) með skemmtilega sjálfstæðan vilja. Hann er löglegur innflitjandi frá USA mældur í mílum. Hefur þann leiða vana að læsasér svona í tíma og ótíma, aðallega þegar frost er úti. Annars er hann hinn mesti ljúflingur, eins og hugur manns.
Held að ég sé algjörlega að fara að vilja stjórnvalda landsins ef ég set hann á sölu, það sparar yfirvaldinu malbikun og slíkt ef færri Mattar eru á götunni svona dags daglega og Gulu Jálkarnir fara að fyllast af fólki í upphafi og lok dags. Mér hryllir nú samt eiginlega við þeirri hugsun þar sem Gulu Jálkarnir gera í því að eyðileggja mjaðmir og hné mannabeinanna sem innanborðs eru, allt til að halda áætlun.
Annars gæti ég líka tekið fram rauðu eldinguna, sett á mig hjálm og notað mig sjálfa sem afl til að knýja áfram. Eina hættan við það er að ég gæti grennst og fengið ansi góða aftanívöðva.
Hmmm.... komin með valkvíða
Eldsneyti hækkar um 6-7 krónur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 9.6.2008 | 16:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.5.2008 | 09:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Byrjaði á 1. maí kaffinu hjá BSRB.
Síðan hafa verið langar kóræfingar til að vera nú klárar á tónleikunum.
Hrikalega mikið að gera í vinnunni því meirihlutinn af starfsfólkinu er í prófum.
Svo voru tónleikar á miðvikudaginn, Svakalega vel heppnaðir, eiginmaðurinn átti afmæli þann dag og við máttum ekkert vera að því að halda afmælisveislu.
Á fimmtudaginn fórum við út að borða með saumó, köllunum að sjálfsögðu boðið með, á hreint alveg sérstakan stað, Hlið á Alftanesinu hjá honum Boga bloggvini mínum. Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum og svo mikil hlýja að leitun er að öðru eins. Við vorum 11 saman og áttum staðinn útaf fyrir okkur þessa kvöldstund. Maturinn á heimsmælikvarða og þjónustan og gestrisnin til fyrirmyndar. Útsýni til allra átta og bara gleði.
Pabbi kallinn átti svo afmæli í gær, 84 ára öðlingurinn bauð allri fjölskyldunni í mat, lambalæri, kartöflur og dósamatur eins og hann kallar það, sumsé opnar nokkrar dósir af baunum, rauðkáli og fleira til meðlætis.
Svo voru seinni tónleikarnir núna í dag kl. 17 og partý fyrir kórkonur á eftir.
Alveg brilljant
Dægurmál | 18.5.2008 | 00:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
og að sjálfsögðu vorum það við sem sáum um að baka og uppfarta alla sem komu að fá sér í svangin. "Við" erum Kvennakór Reykjavíkur og erum orðnar þekktar fyrir flotta 1. maí kaffið okkar. Fólk kemur meira að segja og spyr hvort þetta sé ekki örugglega kaffið sem Kvennakór Reykjavíkur sér um.
Hellt var uppá tugi lítra af kaffi, hundruðir diska og bolla voru vaskaðir upp og ótrúlegu magni af meðlæti var sporðrennt.
Allir fóru glaðir og saddir út úr húsi.
Dægurmál | 1.5.2008 | 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
You have a JOKEY SMURF personality!
OHHHH... ég er svooo skemmtileg
|
Dægurmál | 8.4.2008 | 18:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Allt í einu er komið að því.
Ég er búin að hlakka til þessarar ferðar í ótrúlega langan tíma og svo er þetta bara alveg að bresta á.
Ferðin hefst út úr Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. Fyrra flug dagsins er á hádegi og fljúgum við til Osló, þaðan tökum við innanlandsflug til Þrándheims og verðum komnar á áfangastað seinnipart dags.
Aldrei komið þangað og hlakka mikið til.
Fór inn á veðurspána og hún er nú ekkert sérlega góð. Rigning og ca 3°hiti, betri vikuspá hér á fróni.
Það er ótrúlega mikið í gangi á svona norrænu kvennakóramóti. Allskonar grúppur og skemmtun fyrir glaða söngfugla.
Svo munum við syngja í Niðarós dómkirkjunni, voða spennandi, að ég tali nú ekki um sundlaugina, en það er nú kapítuli út af fyrir sig sem ég á örugglega eftir að segja frá síðar...
Jæja, best að fara að pakka til að sjá hvort ég þurfi nú eitthvað stærri tösku, en við hafnarfjarðardívurnar stefnum á litlar töskur svo við getum verið samferða í bíl út á flugvöll.
Það var stemming um það að prjóna lopavesti og ég held barasta að allar kórkonur hafi prjónað sér vesti, í hinum ýmsu regnbogans litum. Það verður svona óformlegur kórklæðnaður.
Líklega koma inn ansi margar myndir eftir þessa ferð.
Farin að pakka...
Dægurmál | 6.4.2008 | 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar