Færsluflokkur: Dægurmál

Það er útaf dottlu sem við höldum páska


Ekki mikið að blogga núna

Því nú er ég alltaf á Feisinu

Er eitthvað svo ægilega upptekin þessa dagana,

Átti afmæli síðasta miðvikudag og mátti ekkert vera að því.

varð bara að kíkja í bloggið til að ath. hvort einhver hefði kanski sent mér póst, en nei, allir á Feisinu þessa dagana

 Sí jú leiter


Leit í skúmaskotum

Jæja, nú ætti ég barasta að fara að leita í skúmaskotum heimilisins að "ljósinu".

Sko! ég gaf nefnilega karlinum fyrir nokkrum árum svona gleðiljós, eða svona gerfidagsbirtuWink Svo er það bara með svona græjur að þær eru notaðar og notaðar mikið í soldinn tíma en er síðan smátt og smátt ýtt til hliðar þar til þær eru bara orðnar fyrir og enda síðan í geymslum eða skápum eða einhversstaðar þar sem maður man alls ekki hvar er.

En þetta ljós er alveg brilljant svona í skammdeginu, lýsir alveg eins og þegar maður er úti á spáni á ótrúlega sólríkum, skílausum og fallegum degi, bara eins og smá gluggi inn í gleðina Cool

Best að fara að leita svo rigningarsuddinn-ruddinn, nái ekki tökum á manniTounge


Gleðilegt nýtt ár 2009

Þetta liðna ár hefur verið margbreytilegt á ýmsan hátt. Gleði og sorg og allt þar á milli.

Nú er komið heilt ár síðan ég byrjaði í nýrri vinnu og var það kærkomið að breyta til eftir 8 ár sem dagmamma. Það var þó erfitt að hella sér út í hringiðu desembermánaðar (2007) í nýtt starf og allt það sem þarf að læra á nýjum vettvangi, en samt skemmtilegt að takast á við.

Svo dó mamma í desember 2007. Yndislegasta kona veraldar. Ég sakna hennar oft og finnst skrítið að hún skuli vera farin þó hún hafi verið háöldruð. Hún hefði orðið 87 ára næsta sumar. Ásta frænka, systir hennar mömmu dó svo 2 mánuðum seinna.

Kvennakór Reykjavíkur hefur verið mitt líf og yndi. Svakalega skemmtilegar konur þar og öll ferðalögin sem farin voru og ég tala nú ekki um frábæra tónleika sem haldnir hafa verið. Óskaplega gaman að taka þátt í þessu starfi.

Rakel vinkona opnaði nýtt fyrirtæki og vann ég mikið hjá henni síðasta sumar meðan brjálað var að gera og fyrirtækið að festa sig í sessi.

Notaði mitt stutta sumarfrí til að njóta nágrannasveitafélaganna. Sund, tjaldferðir, Nauthólsvík...

Ekki má gleyma saumó. Þar eru sko kjarnakonur í hverju horni. Við brölluðum margt á árinu, fórum í útilegu, borðuðum góðan mat saman, hittumst á kaffihúsum, fórum í kvennaflokk í Vindáshlíð, dillibossuðumst í magadansi og svo ótalmargt fleira.

Strákarnir mínir eru alveg þeir frábærustu af öllum strákum. Skemmtilegir og duglegir. Sá eldri byrjaði í Flensborg í haust og brilleraði alveg á jólaprófunum. Sá yngri fékk líka ótrúlega flottar einkunnir núna fyrir jólin. Þeir eru með margt á prjónunum og gaman að fylgjast með sigrum þeirra og sorgum.

Þegar litið er yfir liðið ár er af mörgu að taka. Vonandi færir nýja árið okkur gleði og ánægju og góðan félagsskap.

Kærar kveðjur til allra sem lesa þetta blogg

Gleðilegt nýtt ár 2009


Dillibossar

Ég er svo bissí við að gera eitthvað skemmtilegt þessa daganaKissing 

Við í saumó drifum okkur í magadans í Heilsubyltingunni, svona einn hóptíma og svo heitapottinn á eftir. Þetta var nú bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert svona síðustu misserin.

Magadans er nú bara svaka púl og rosa gott fyrir vöðvabólguna. Þar sem ég (og kanski fleiri) hef úr heilmiklu að moða til að dilla þá ætluðum við alveg að klikkast úr hlátri á tímabili þegar mesti hasarinn varLoL. Gæti alveg hugsað mér að fara að stunda þetta sem líkamsrækt.  Eftirá fórum við heim til Ólafar J. og fengum þessa líka flottu súpu sem var tilbúin þegar við komum heim til hennar.

Óskaplega gamanCool


Norður og svo aftur niður

Komin á suðvesturhornið aftur.

Það var að sjálfsögðu verulega gaman þar sem ég og Guðrún renndum norður á Akureyri síðasta föstudag til að hitta Örnu vinkonu og fara á námskeið í leiðinni.

Guðrún keyrði mest alla leiðina, nema þegar hún fékk krampa í fótinn, þá keyrði égTounge. Á tímabili héldum við að við værum villtar í þokunni og þyrftum að lifa veturinn af á berjum og útigangsrollum uppi á háheiðinni. En nei, svo birti til og við sáum að vegurinn hafði verið færður og nýr Staðarskáli skaut  yfir okkur skjólshúsi í smá stund.

Á Akureyri lærðum við að Sóka, sem var bæði skrítið og skemmtilegt.

Að sjálfsögðu var borðaður góður matur, ekki að spyrja að því.

Á föstudagskvöldinu held ég að ég hafi lofað einhverjum Litháa (eða Letta, ekki alveg viss) að prjóna á hann lopasokkaErrm. Veit ekki alveg hvernig ég kom mér í þetta, en þar sem við sátum í setustofunni hennar Örnu (á gistiheimilinu hennar) og vorum að spjalla við gesti og gangandi, tók ég upp prjónana mína. Jú, mín er nefnilega svo myndarleg að ég er að prjóna þessa líka fínu peysu fyrir sjálfa mig. Þetta þótti Litháanum svo gasalega heimilislegt og fór að tala um íslenskt handverk, ullina og hvað allt svoleiðis sé svo skemmtilegt og sniðugt, og það endaði sumsé með lopasokkumWoundering??

Á laugardagskvöldið ákváðum við vinkonurnar að fara rétt snöggvast í heita pottinn áður en við gengjum til hvílu. Að sjálfsögðu var mikið spjallað eins og kvenna er siður (aðallega bara ég samt, held ég bara) Það endaði að sjálfsögðu með þremur mjúkum risasveskjum tveimur klukkutímum seinna.

Á sunnudeginum kíktum við á einbýlishús og renndum svo í bæinn.

Góð helgi á enda og aftur í gráan hversdagsleikannKissing


Norðurför

Jæja, haldiðekki að mín sé að fara norður á Akureyri um helgina til að hitta hana Örnu mína.

Veit ekki alveg hvernig ég kem mér þangað, það er í vinnslu. Joyful

Guðrún vinkona kemur líka með svo það verður kátt á bæ. 

Skellum kanskibara í eina eplaköku í eldhúsinu hennar ÖrnuWink

Er búin að velta fyrir mér flugferðum, get fengið eina ferð norður á tæpar 15.000 sem er bara kreisí, Shocking 

Svo eru rúturnar ágætis kostur, betra að láta aðra keyra ef maður kemst hjá því sjálfur, gæti meira að segja tekið prjónana með í rútuna, og eitthvað slúðurblað til að hafa ofanaf fyrir mér í rútunni. Svo getum við Guðrún slúðrað eitthvað saman á leiðinni.

Hlakka óskaplega mikið til 


Prjóni prjón og önnur slys

Ég er að prjóna þessa líka svakalega flottu peysu. Hún verður hálfgerð jakkapeysa. Ég nefnilega keypti þykkara garn í hana en átti að vera. Það er bara fínt því ég er svo mikil kuldaskræfa. Ég er búin með búkinn og er hálfnuð með aðra ermina. Voða dugleg, gatamunstur og allt. Er með norskt uppskriftablað sem ég skil ekki alveg og er búin að rekja upp ansi oft til að fá rétt munsturPinch  En í morgun vaknaði ég með svo hræðilega verki í fingrunum og lófum að ég ætlaði ekki að geta hreyft þá. Gat ekki einu sinni opnað glas með verkjapillum. Ekki það að ég sé alltaf étandi verkjapillur.Frown En þetta leið hjá og ég tók bara lýsi til að smyrja liðina. Held að þetta sé nú bara útaf því að ég prjóna svo hrikalega fast.

Talandi um pillur og verki. Ég afrekaði það fyrir nokkru síðan, á mánudegi, þann 29.09.´08 að hrasa í tröppum í vinnunni, sko frammi í sameigninni.... Á leiðinni upp tröppurnar.... Geri aðrir betur. Sköflungurinn á vinstri, ætlaði hreinlega að éta tröppuna. Að sjálfsögðu spratt ég á fætur eins og ekkert hafi í skoristPinch og arkaði inn í mína vinnu, settist þar niður og þar ætlaði hreinlega að líða yfir mig af sársauka og flögurleika. Ólöf mín náði í kælipoka og ég kældi niður báttið. Þar sem verkurinn var ekkert á leiðinni burt og hola inní sköflunginn sem skelfdi mig voðalega, ákvað ég að hringja í lækni sem er hinumegin í húsinu, fékk tíma strax og staulaðist í gegnum Kringluna, enda á milli, til að láta líta á þetta. Jú, sagði dokksi, frekar slæmt og greinilega illa marin en þó ekki brotin. Þetta byrjar að skána eftir svona 2 vikurCrying. Áiiii hugsaði ég bara... Læknirinn lét mig fá lyfseðil fyrir verkjalyfjum og ég fór svo fljótlega heim því ekki gat ég verið svona. Þegar heim kom tók ég verkjalyfið og viti meðnn, nú skil ég hvers vegna verkjapillusjúklingar verða háðir þessu. Alltí einu var rúmið mitt orðið að rósrauðu skýi og ég sökk ofaní skýið og sveif um.Halo Ég varð eiginlega bara alveg skíthrædd, svona eftirá, og ég fékk ekki eitt glas af þessu, heldur þrjú, og þetta var bara ein pilla!!!

Jæja, ekki nóg með þetta, heldur næsta miðvikudag, sumsé tveimur dögum seinna, hrasa ég aftur, í sama stiga og aftur á leiðinni upp..... Toppaðu það... og núna var það hægri sköflungurinn sem ætlaði að éta tröppuna. Ekki eins gráðugur samt eins og vinstri sköflungurinn og skaðinn mun minni, og engin hola inn í löppina eins og í fyrra skiptið.

Ég er byrjuð að jafna mig, en það er alveg á hreinu að sköflungarnir fá ekki að sjá sólarljósið á næstunni þar sem þetta er ekki frínileg sjón. Fólk gæti bara orðið hrætt að sjá þetta allt blátt og grænt og gult og kramið, já bara frekar svona ljótt. 

P.S. Þið fáið ekki mynd....GetLost


Well Well.....

Mín bara mætt í tölvuna og nú getur maður bara farið að láta í sér heyraWink

Tölvan var straujuð (um leið og dúkarnir og gardínurnar) svo allt mitt hafurtask, í eftirlætis netsíðum og póstföng og netföng og allt slíkt þurkaðist út. Er ekki búin að setja póstinn inn aftur, geri það við tækifæri.

Reyndar var hann Snæi vinur minn, sá snillingur, algjör hetja að bjarga myndum og allskonar skjölum sem voru í tölvunni. Það væri sumsé best að fara að setja allt verðmætt í tölvunni á disk og pappír áður en tölvan floppar aftur


Klikkað að gera í vinnunni

Fyrsti dagur eftir sumarfrí og allt alveg klikkað að gera í vinnunni, varla tími fyrir pissupásu einu sinni.

En í byrjun sumarfrís tók ég eina viku í sumarbúðunum Vindáshlíð sem ráðskona og það var algjört æði. Mórallinn frábær og  vinna 24/7. nóg að gera og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Börn eru frábær, það verður ekki frá þeim tekið. Sama hvort þau eru grínarar eða grenjuskjóður, þau hafa alltaf sína ástæðu fyrir tilfinningum sínum þó við fullorðna fólkið skiljum oft ekki hvað gengur á í hausnum á þeim Wink og þá er bara að vera góður og brosa og hlæja eða hugga og hughreista

Svo var kominn tími á að sinna fjölskyldunni. Við ætluðum að fara tjaldvagnaútileguferð eitthvað um landið og vera bara þar sem sólin væri. Svo bara kom á daginn að sólin var hér fyrir sunnan og þá vorum við ekkert að æða út í rigninguna og rokið með vagn í eftirdragi.  Fórum bara í  dagsferðir út frá Hafnarfirðinum okkar. Sváfum í okkar eigin rúmum og höfðum það bara fínt. Komumst að því að við höfum ekki farið á Þingvelli síðan strákarnir okkar voru pínu litlir.  Þeim fannst staðurinn alveg geggjað flottur. Almannagjáin og allt það, og  þeir lásu allar útskýringar og upplýsingar um sögu staðarins.

En nú er hverstagsleikinn tekinn við og það er líka gott útaf fyrir sig. Strákarnir enn í fríi frá skólanum og Andri rosa duglegur að vinn bæði í Bónus og Ævintýralandi. Valur alltaf í kartöflugarðinum með afa og Heklu frænku.  

Jæja, þá er þetta gott að sinni.

TsjáCool


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband