Bakstur

Hún Dóra Lára vinkona mín er farin að setja ýmsar auðveldar og skemmtilegar uppskriftir á bloggið sitt og er ég að hugsa um að herma eftir henni.

Hér kemur uppskrift frá konu sem við þekktum báðar, en það er hún Rúna Ráð (ráðskona í Kaldárseli í tugi ára)

Rúnu Flatkökur:

8 bollar hveiti                                     Blanda öllum þurrefnum saman

3 tsk. salt                                           Síðan sjóðandi vatninu

2 tsk. sódaduft                                  Hnoða allt vel saman, ekki mjög lengi samt

6 bollar sjóðandi vatn                        Sett í rúllur/lengjur 

4 tsk. lyfitduft                                    skorið í litla bita sem eru síðan flattir út mjög þunnt

                                                         og steikt á eldavélahellu. Pikkað með gaffli meðan steikt er.

Ef þú ert ekki með eldavélahellu eins og gömlu góðu eldavélarnar, þá notar þú pönnukökupönnu.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Ég baka stundum flatkökur og þá er nú stibban maður.....en mikið eru þær góðar.

Bíð eftir nætu uppskrift.

Solla Guðjóns, 24.10.2008 kl. 23:28

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

hehe, mamma átti svona eina rafmagnshellu og steikti flatkökur úti í bílskúr. Mér tókst því miður að eyðileggja hana þegar ég var að sjóða skötu úti á svölum og það sauð uppúr yfir gömlu snúruna sem þoldi ekki stækjuna og gaf upp öndina

Svala Erlendsdóttir, 25.10.2008 kl. 08:47

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Annars mæli ég með því Solla að þú kíkir á síðuna hennar Dóru Láru doralara.blog.is og nappir uppskriftum þar

Svala Erlendsdóttir, 25.10.2008 kl. 09:36

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Svala mín!

Uppskriftirnar úr Kaldárseli standa vel fyrir sínu. 

Ég fer oft ofan í baksturs reynslusjóðinn þaðan.

Er reyndar duglegust við einfalt og fljótlegt!

Þú átt nú ekki langt að sækja myndar skapinn

Svo syngja allir borð vers áður en við borðum

  Blessun til þín og þinna. Dóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 26.10.2008 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband