Hitti gamla vinkonu

Í dag fór ég með karlinum og yngri stráknum í perluna að versla skó. Eftir það fórum við í bíltúr niðrí bæ og þá datt allt í einu í huga minn að mér var nýlega sagt að hún Sæunn, vinkona frá í gamladaga, væri búin að opna kaffihús. Ég hef ekki hitt hana í langan tíma og vissi ekki hvar kaffihúsið væri.

Á leiðinni heim fórum við í matvörubúð að versla fyrir vikuna og hvað haldiði!! Er ekki bara Sæunn að versla. Það var nú gaman að hitta hana. Kaffihúsið heitir Glætan og er svona bókakaffi og er í Aðalstræti 9 http://www.glaetan.is/?   Verð að kíkja þangað einhvern morguninn að taka út staðinn. Ef þú kemur með flottan bolla og gefur staðnum, færðu kaffi í staðinn. Ekki slæmt það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð. Ég var líka búin að heyra um þetta nýja kaffihús og að þarna er hægt að kaupa bækur. Mjög spennandi. Verð að muna þetta þegar ég kem næst í höfuðborgina. Eigðu góðan sunnudag.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 17.2.2008 kl. 01:08

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtileg tilviljun þetta.

Ég skoðaði síðuna um Glætuna og líst vel á þetta.Mjög sniðugt.

Knús á þig sæta.

Solla Guðjóns, 17.2.2008 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband