Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007
Dægurmál | 29.11.2007 | 19:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Þetta er einn besti húmor sem ég veit núna í augnablikinu. Aumingja allir þreyttu kallarnir. Það fá ekki nema 4 að sitja saman í afdrepinu. Þeir geta auðvitað alltaf gert eins og börnin, bara setið á gólfinu ef kraðakið er orðið mikið.
Mér finnst nú bara samt ein tegund verslunar sem gæti afsakað það að kallarnir þyrftu smá afdrep fyrir sig og það eru brjóstahaldarabúðirnar.
Ég hélt hreinleg hélt að fólk væri bara fljótara í búðinni ef allir væru með í að henda í körfuna og svo að henda í poka....
Pabbar í pössun í Hagkaupum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 29.11.2007 | 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Er að fara út að borða með nýju vinnunni, á jólahlaðborð. Byrja reyndar ekki á fullu fyrr en í desember að vinna þar en þetta heiðursfólk bauð mér samt með. Er sumsé starfsmaður í þjálfun og mæti þangað eftir mína dagmömmuvinnu... Svo skellti ég mér í laugardagsvinnu í brjóstahaldarabúðinni með systrum mínum. Eitthvað voða mikið að gera.
Ætlaði að vera svaka dugleg að baka með strákunum mínum en eitthvað hefur það farið ofan garðs og neðan, en erum allavega búin að gera brúna randalínu með smjörkremi og það tókst! Höfum nefnilega ekki gert það áður.
Svo langar mig að búa til heimagerðan brjóstsykur, er búin að finna uppskrift og alles, þökk sé bloggvinum. Vantar bara eitthvað af hráefnum sem ekki fást í venjulegum matvörubúðum. Kemur í ljós hvað verður...
Jæja, best að skola af sér búðarrykið svo maður verði þokkalegur í jólahlaðborðinu á Hilton...
Óverandát
Dægurmál | 24.11.2007 | 17:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá er ég búin að lofa sjálfri mér og strákunum mínum að vera dugleg að baka í nóvember svo við getum notið kræsinganna í desember.
Mig langar alveg hrikalega mikið til að búa til heimagerðan brjóstsykur, en...... ég bara veit ekki um eina einustu sálu sem kann uppskrift að slíku.
Endilega látið mig vita ef þið kunnið svona eða vitið hvar ég á að leita á netinu
Dægurmál | 17.11.2007 | 18:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
það er ekkert til að halda. Hún svarar - Þú ert í nærbuxum, er það ekki?
Hann spyr .. .. .Eigum við að reyna að skipta um stellingu í kvöld?
Hún svarar . . Það er frábær hugmynd - þú stendur við strauborðið á meðan
ég sit í sófanum.
Hann spyr . . . Hvað ertu búin að gera við alla matarpeningana sem
ég lét þig fá?
Hún svarar . Snúðu þér á hlið og líttu í spegil!
Skrifað á vegg á kvennaklósetti . .. "Maðurinn minn eltir mig
hvert sem ég fer" Skrifað rétt fyrir neðan . " Nei það er ekki satt"
Spurning. Hvernig sést að karlmaður er að skipuleggja framtíðina?
Svar. Hann kaupir 2 kassa af bjór.
Spurning. Af hverju eru giftar konur feitari en ógiftar?
Svar. Þegar þær ógiftu koma heim og sjá hvað er í ísskápnum - fara þær í rúmið.
Þegar þær giftu koma heim og sjá hvað er í rúminu - fara þær í ísskápinn.
Maðurinn spyr guð: "Af hverju skapaðirðu konuna svona fallega?" Guð svarar: "Svo þú myndir elska hana."
En Guð, "Af hverju hafðirðu hana svona heimska?" Guð svarar: "Svo hún elski þig."
Dægurmál | 13.11.2007 | 13:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dægurmál | 6.11.2007 | 15:53 (breytt kl. 15:53) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Skunduðum þrjár vinkonur saman á tónleika með Andrea Bocelli. Vorum mættar tímanlega, eða klukkutíma fyrir tónleika svo það var ekkert vesen með bílatrafflík og stæði. Mikið ofboðslega var gaman á tónleikunum. Að sitja og hlusta "læf" á svona yndislega tónlist í vel tvo klukkutíma, kemur manni í vímu, gleði vímu. Vissi stundum ekki hvort ég ætti að gráta eða hlæja. Víman dugði vel fram yfir kaffi í dag
Ég sat auðvitað eins og suðsvartur almúginn í öftustu sætunum og VIP fólkið fremst. Útsýnið upp á sviðið var nú ekki beysið þar sem ég rétt slefa upp í rúman einn og hálfan meter og öll sæti voru á flötu gólfinu, engin upphækkun. Þrátt fyrir tvo stóra skjái voru þeir ekki nógu hátt uppi fyrir mig. Hefði þurft svona bíósæti eins og litlu krakkarnir setja í stólana í flestum bíósölum
Annað sem mér fannst alveg ótrúlegt var, að það var svo mikið ráp á fólki. Getur fólk ekki setið kjurt í einn klukkutíma án þess að þurfa að fara að pissa eða ná sér í nammi eða drykki.
Það hefur eflaust vantað í þó nokkur sæti á kóræfingunni í gær því fólk lætur svona viðburð ekki fram hjá sér fara.
Tónlist | 1.11.2007 | 19:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
3 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar