Heimagerður brjóstsykur

Jæja, þá er ég búin að lofa sjálfri mér og strákunum mínum að vera dugleg að baka í nóvember svo við getum notið kræsinganna í desember.

Mig langar alveg hrikalega mikið til að búa til heimagerðan brjóstsykur, en...... ég bara veit ekki um eina einustu sálu sem kann uppskrift að slíku. 

Endilega látið mig vita ef þið kunnið svona eða vitið hvar ég á að leita á netinu Kissing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Kannski að maður geti nú bara reddað þessu.Þarf að spyrja hana móður mína.Hún gerði oft brjóstsykur í denn.....

Solla Guðjóns, 17.11.2007 kl. 23:06

2 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er brjóstsykuruppskrift á slikkeri.is

Huld S. Ringsted, 17.11.2007 kl. 23:19

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ótrúlega flott! ég fann uppskrift á slikkeril.is eins og Hulda benti mér á. Myndi alveg þyggja fleir uppskriftir ef þú finnur mömmuuppskrift Solla.

Þá er bara að kaupa í þetta og byrja, ég skal láta ykkur vita hvernig text til

Svala Erlendsdóttir, 18.11.2007 kl. 14:16

4 identicon

Hæ Svala mín

Ertu búin að gera brjóstsykur? Maður er bara forvitinn?

 Kveðja, Arna

Arna (IP-tala skráð) 23.11.2007 kl. 15:08

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hæ Arna skvis. Nei, ég er ekki búin að gera brjóstsykur, eitthvað svo svaka bissí, er í þremur vinnum og má ekkert vera að því að baka eða gera brjóstsykur, annars stendur þetta allt til bóta þetta er bara tímabundið álag. ullum bara á það og brosum út í bæði

Svala Erlendsdóttir, 24.11.2007 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband