Klikkað að gera í vinnunni

Fyrsti dagur eftir sumarfrí og allt alveg klikkað að gera í vinnunni, varla tími fyrir pissupásu einu sinni.

En í byrjun sumarfrís tók ég eina viku í sumarbúðunum Vindáshlíð sem ráðskona og það var algjört æði. Mórallinn frábær og  vinna 24/7. nóg að gera og alltaf eitthvað skemmtilegt um að vera. Börn eru frábær, það verður ekki frá þeim tekið. Sama hvort þau eru grínarar eða grenjuskjóður, þau hafa alltaf sína ástæðu fyrir tilfinningum sínum þó við fullorðna fólkið skiljum oft ekki hvað gengur á í hausnum á þeim Wink og þá er bara að vera góður og brosa og hlæja eða hugga og hughreista

Svo var kominn tími á að sinna fjölskyldunni. Við ætluðum að fara tjaldvagnaútileguferð eitthvað um landið og vera bara þar sem sólin væri. Svo bara kom á daginn að sólin var hér fyrir sunnan og þá vorum við ekkert að æða út í rigninguna og rokið með vagn í eftirdragi.  Fórum bara í  dagsferðir út frá Hafnarfirðinum okkar. Sváfum í okkar eigin rúmum og höfðum það bara fínt. Komumst að því að við höfum ekki farið á Þingvelli síðan strákarnir okkar voru pínu litlir.  Þeim fannst staðurinn alveg geggjað flottur. Almannagjáin og allt það, og  þeir lásu allar útskýringar og upplýsingar um sögu staðarins.

En nú er hverstagsleikinn tekinn við og það er líka gott útaf fyrir sig. Strákarnir enn í fríi frá skólanum og Andri rosa duglegur að vinn bæði í Bónus og Ævintýralandi. Valur alltaf í kartöflugarðinum með afa og Heklu frænku.  

Jæja, þá er þetta gott að sinni.

TsjáCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

AUðvitað er alltaf best að vera heima, og ef maður getur sameinað fríið og rúmið sitt, þá er það plúsinn í tilverunni Svala mín.  Og það er alltaf erfitt að byrja að vinna eftir frí.   knús á þig mín kæra. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.7.2008 kl. 10:07

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Gaman að heyra að sumarfríið var skemmtilegt bæði í Vindáshlíð og einnig með fjölskyldunni. Alltaf gaman að koma á Þingvöll.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 16.7.2008 kl. 22:22

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Svala mín!

Dugnaðar kona ertu, að vera í argaþrasinu  með börnunum!

Með Þingvelli! Flottasti staðurinn á landinu! Kunna synirnir Öxar við ána?

Þú verður að kenna þeim það

Annars allt í góðu hjá mér.Guð veri með þér og þínum. Dóra Ásgeirs,. 

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 17.7.2008 kl. 19:52

4 Smámynd: www.zordis.com

Ég hlakka til að fara á þingvellina með börnin mín sem hafa aldrei komið þangað!

www.zordis.com, 19.7.2008 kl. 15:18

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Já skvísur, rúmið er betra en vindsængin Nei, Dóra, ég held barasta að þeir kunni ekki Öxar við ána. En Ísland í góðu veðri er bara flottast

Svala Erlendsdóttir, 21.7.2008 kl. 12:55

6 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

hafnarfjörðurinn er nú líka "aðalpleisið" og hreinlega óðs manns æði að yfirgefa fjörðinn fríða

Guðrún Sæmundsdóttir, 28.7.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband