Ég orðin bullandi lasin með heljarinnar hausverk og ofnæmi fyrir sumargróðrinum. En hvað um það. ég bara er búin að gleyma að taka inn ofnæmistöflur svo ég fer bara að taka þær og þá verður allt í gúddí.... vonandi.
Valurinn minn ákvað að gerast kartöflubóndi í sumar. Hann fær ekkert smá flotta aðstoð því afi kartafla er kominn á aldur og fær að vera með krökkunum í skólagörðunum. Svo verður Hekla frænka líka með þeim. í síðustu viku fóru þau og undirbjuggu garðinn voða vel og settu niður kartöflurnar, og í dag var allt kálmetið sett niður og minn maður alveg í skýjunum.
Afi er sko ekki kallaður Afi kartafla að ástæðulausu. Hann er búinn að vera með puttana í moldinni síðan pabbi hans var með puttana í moldini, eða einhver 80 ár og þú færð ekki betri kartöflur og grænmeti en hjá afa kartöflu.
Í fyrrasumar ákvað afi að það væri síðasta sumarið sitt í garðinum, enda orðinn 84 ára. Hann hefur helst haft 2 garða og dundar við þetta allt sumarið. Við höfum síðan alltaf hjálpast öll að, sytkynin og makar okkar og börnin okkar að taka upp. Endað svo í kjötsúpu síðasta upptökudaginn. Engin smá uppskeruhátíð.
En í fyrra var hann ósköp þreyttur. Við systkinin vorum farin svona hálft í hvoru að hafa áhyggjur af því að hann hefði ekkert við að vera í sumar, svo þetta kom alveg upp í hendurnar á okkur að hann skellti sér í skólagarðana með tveimur yngstu afabörnunum. Hann passar ungviðið og þau líta eftir afa sínum og allir græða
Þegar kartöflurnar eru komnar í mold, þá er sko sumarið komið
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
2 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæl Svala,
Ég rakst á nafnið þitt hér í bloggheimum og minnti að ég hefði einu sinni verið að vinna með konu sem ber nafnið Svala Erlendsdóttir og mikið rétt, þetta ert þú. Ég veit ekki einu sinni hvort þú munir eftir mér heh en við unnum saman á skrifstofu á Holtaveginum árið hmmmmm 1990???? Mér finnst ég gömul þegar ég skrifa þetta ártal.
En góð kveðja til þín
Kolbrún Jónsdóttir, 9.6.2008 kl. 20:53
Þetta er náttúrulega dúndrandi snilld með afa-kartöflu og litlu spírurnar.
Solla Guðjóns, 10.6.2008 kl. 11:08
Sæl og blessuð Kolla!! Ég man sko alveg eftir þér. og pínulitlu íbúðinni sem þú varst að kaupa þegar við unnum saman. Hehe, Gaman að hitta þig hér í bloggheimum
Svala Erlendsdóttir, 11.6.2008 kl. 12:51
Já Solla, hann afi kartafla er bara frábær og svo finnst okkur frábært að geta hringt í börnin okkar á miðjum degi, (því afi á ekki gemsa) til að ath. hvernig afi hefur það??
Svala Erlendsdóttir, 11.6.2008 kl. 12:55
Sigrún Jónsdóttir, 13.6.2008 kl. 21:32
Já þegar kartöflurnar eru komnar niður þá er komið sumar, það er nokkuð ljóst. Vonandi batnar þér sem fyrst elskuleg.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.6.2008 kl. 14:44
Já, það er satt - bestu kartöflurnar eru þær sem maður setur sjálfur niður og hugar að. Best er náttúrulega þegar Afi eða Amma eru með í plottinu, enda yfirleitt vel sjóuð á þessu sviði. Eins gott að passa sig vel með ofnæmi og þannig þegar frjó byrjar að hamast um allt - ekki gott að eyða sumri í að vera veikur vegna gleymsku sinnar. Ég hef reyndar ekkert ofnæmi en þekki fólk sem hefur ofnæmi fyrir svo ótrúlega mörgu að ég skil bara ekki hvernig sumir komast í gegnum heilan dag með það sama.
En, eigðu ljúfa nótt og góða viku framundan.
Tiger, 16.6.2008 kl. 01:40
Æðislegt að hafa eitthvað við að vera og að spírurnar kynnist afa kartöflu vel (æðislegt uppnefni) ... Afi minn var svona kartafla líka en ættli hann stingi ekki bara upp á himnum núna! Sumarið er komið, það er greinilegt!
www.zordis.com, 16.6.2008 kl. 09:55
Sæl Svala mín. skemmtileg færsla.
Drottinn blessi þig og þína.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 19.6.2008 kl. 23:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.