Dægurmál | 29.3.2013 | 14:06 (breytt kl. 14:09) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Því nú er ég alltaf á Feisinu
Er eitthvað svo ægilega upptekin þessa dagana,
Átti afmæli síðasta miðvikudag og mátti ekkert vera að því.
varð bara að kíkja í bloggið til að ath. hvort einhver hefði kanski sent mér póst, en nei, allir á Feisinu þessa dagana
Sí jú leiter
Dægurmál | 6.3.2009 | 12:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Á morgun, 28. janúar verður stóri strákurinn minn 16 ára, og hann er svo stór að hann slagar hátt uppí 190cm. Þetta er algjör dugnaðarforkur og mamman að sjálfsögðu voða stolt af honum.
En er þá ekki bara kominn tími á uppskrift.
Heima hjá mér er þetta uppáhalds afmæliskakan:
Súkkulaðikaka:
1 1/2 bolli sykur
125 gr. smjörlíki
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1tsk. sódaduft
1/2 tsk. salt
2 1/2 msk. bökunarkakó
1 bolli súrmjólk
1 tsk. vanilludropar
2 1/2 bolli hveiti
Smjör og sykur þeytt létt og ljóst, síðan eggin eitt og eitt í einu, svo rest af blautum efnum. Síðast er öllum þurrefnum bætt við og hrært mjög varlega. Bakist á ca 175°C aðeins neðar en í miðjum ofni i ca 15-20 mín.
Þetta eru 2 stórir þéttir botnar.
Krem á milli:
300 gr. flórsykur
2 mtsk. kakó
150 gr. smjörlíki
1/2 tsk.. vanilludropar
1 egg
allt þeytt vel saman, ef kremið er svakalega þykkt, þá er 1 mtsk. af sjóðandi heitu vatni bætt við.
Krem ofaná:
125 gr suðusúkkulaði
150 gr. Flórsykur
75 gr. smjör
1 egg
Bræðið súkkulaði og smjörlíki við vægan hita.
hrærið saman egg og flórsykur og bætið svo súkkulaðismjörinu saman við og hrærið vel.
Nammmmmiiiii.......
Matur og drykkur | 27.1.2009 | 22:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Jæja, nú ætti ég barasta að fara að leita í skúmaskotum heimilisins að "ljósinu".
Sko! ég gaf nefnilega karlinum fyrir nokkrum árum svona gleðiljós, eða svona gerfidagsbirtu Svo er það bara með svona græjur að þær eru notaðar og notaðar mikið í soldinn tíma en er síðan smátt og smátt ýtt til hliðar þar til þær eru bara orðnar fyrir og enda síðan í geymslum eða skápum eða einhversstaðar þar sem maður man alls ekki hvar er.
En þetta ljós er alveg brilljant svona í skammdeginu, lýsir alveg eins og þegar maður er úti á spáni á ótrúlega sólríkum, skílausum og fallegum degi, bara eins og smá gluggi inn í gleðina
Best að fara að leita svo rigningarsuddinn-ruddinn, nái ekki tökum á manni
Dægurmál | 9.1.2009 | 23:33 (breytt kl. 23:56) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þetta liðna ár hefur verið margbreytilegt á ýmsan hátt. Gleði og sorg og allt þar á milli.
Nú er komið heilt ár síðan ég byrjaði í nýrri vinnu og var það kærkomið að breyta til eftir 8 ár sem dagmamma. Það var þó erfitt að hella sér út í hringiðu desembermánaðar (2007) í nýtt starf og allt það sem þarf að læra á nýjum vettvangi, en samt skemmtilegt að takast á við.
Svo dó mamma í desember 2007. Yndislegasta kona veraldar. Ég sakna hennar oft og finnst skrítið að hún skuli vera farin þó hún hafi verið háöldruð. Hún hefði orðið 87 ára næsta sumar. Ásta frænka, systir hennar mömmu dó svo 2 mánuðum seinna.
Kvennakór Reykjavíkur hefur verið mitt líf og yndi. Svakalega skemmtilegar konur þar og öll ferðalögin sem farin voru og ég tala nú ekki um frábæra tónleika sem haldnir hafa verið. Óskaplega gaman að taka þátt í þessu starfi.
Rakel vinkona opnaði nýtt fyrirtæki og vann ég mikið hjá henni síðasta sumar meðan brjálað var að gera og fyrirtækið að festa sig í sessi.
Notaði mitt stutta sumarfrí til að njóta nágrannasveitafélaganna. Sund, tjaldferðir, Nauthólsvík...
Ekki má gleyma saumó. Þar eru sko kjarnakonur í hverju horni. Við brölluðum margt á árinu, fórum í útilegu, borðuðum góðan mat saman, hittumst á kaffihúsum, fórum í kvennaflokk í Vindáshlíð, dillibossuðumst í magadansi og svo ótalmargt fleira.
Strákarnir mínir eru alveg þeir frábærustu af öllum strákum. Skemmtilegir og duglegir. Sá eldri byrjaði í Flensborg í haust og brilleraði alveg á jólaprófunum. Sá yngri fékk líka ótrúlega flottar einkunnir núna fyrir jólin. Þeir eru með margt á prjónunum og gaman að fylgjast með sigrum þeirra og sorgum.
Þegar litið er yfir liðið ár er af mörgu að taka. Vonandi færir nýja árið okkur gleði og ánægju og góðan félagsskap.
Kærar kveðjur til allra sem lesa þetta blogg
Gleðilegt nýtt ár 2009
Dægurmál | 1.1.2009 | 15:49 (breytt kl. 16:19) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Jæja, það er algjörlega kominn tími á eina uppskrift eða svo.
Ég er svo heppin að eiga pabba sem er alveg að fíla sig í tætlur við að baka, og við systkynin njótum góðs af, alskonar randabrauð og smákökur sem hann töfrar fram.
En hér kemur mín uppáhalds fyrir jólin
SÚKKULAÐIBITASMÁKÖKUR
300 gr. smjör
1 1/2 bolli púðursykur
1 bolli sykur
3 egg
3 tsk vanilludropar
3 bollar + 6 mtsk. hveiti
1 1/2 tsk salt
1/2-1/4 tsk lyftiduft
4 1/2 bollar grófsaxað suðusúkkulaði = 4 1/2 plata
3 bollar saxaðar hnetur (sem ég sleppi)
Hita ofninn í 180°C,
Þeyta saman smjör, púðursykur og sykur létt og ljóst.
síðan bæta við eggjum og vanilludropum, seinast allt þurrefni og súkkulaði.
Setjið með teskeið á smjörpappír (eða matskeið ef þið viljið risa smákökur:)
Bakið í 15 mín.
Mmmmm........
Matur og drykkur | 3.12.2008 | 10:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Ég er svo bissí við að gera eitthvað skemmtilegt þessa dagana
Við í saumó drifum okkur í magadans í Heilsubyltingunni, svona einn hóptíma og svo heitapottinn á eftir. Þetta var nú bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert svona síðustu misserin.
Magadans er nú bara svaka púl og rosa gott fyrir vöðvabólguna. Þar sem ég (og kanski fleiri) hef úr heilmiklu að moða til að dilla þá ætluðum við alveg að klikkast úr hlátri á tímabili þegar mesti hasarinn var. Gæti alveg hugsað mér að fara að stunda þetta sem líkamsrækt. Eftirá fórum við heim til Ólafar J. og fengum þessa líka flottu súpu sem var tilbúin þegar við komum heim til hennar.
Óskaplega gaman
Dægurmál | 15.11.2008 | 10:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Komin á suðvesturhornið aftur.
Það var að sjálfsögðu verulega gaman þar sem ég og Guðrún renndum norður á Akureyri síðasta föstudag til að hitta Örnu vinkonu og fara á námskeið í leiðinni.
Guðrún keyrði mest alla leiðina, nema þegar hún fékk krampa í fótinn, þá keyrði ég. Á tímabili héldum við að við værum villtar í þokunni og þyrftum að lifa veturinn af á berjum og útigangsrollum uppi á háheiðinni. En nei, svo birti til og við sáum að vegurinn hafði verið færður og nýr Staðarskáli skaut yfir okkur skjólshúsi í smá stund.
Á Akureyri lærðum við að Sóka, sem var bæði skrítið og skemmtilegt.
Að sjálfsögðu var borðaður góður matur, ekki að spyrja að því.
Á föstudagskvöldinu held ég að ég hafi lofað einhverjum Litháa (eða Letta, ekki alveg viss) að prjóna á hann lopasokka. Veit ekki alveg hvernig ég kom mér í þetta, en þar sem við sátum í setustofunni hennar Örnu (á gistiheimilinu hennar) og vorum að spjalla við gesti og gangandi, tók ég upp prjónana mína. Jú, mín er nefnilega svo myndarleg að ég er að prjóna þessa líka fínu peysu fyrir sjálfa mig. Þetta þótti Litháanum svo gasalega heimilislegt og fór að tala um íslenskt handverk, ullina og hvað allt svoleiðis sé svo skemmtilegt og sniðugt, og það endaði sumsé með lopasokkum??
Á laugardagskvöldið ákváðum við vinkonurnar að fara rétt snöggvast í heita pottinn áður en við gengjum til hvílu. Að sjálfsögðu var mikið spjallað eins og kvenna er siður (aðallega bara ég samt, held ég bara) Það endaði að sjálfsögðu með þremur mjúkum risasveskjum tveimur klukkutímum seinna.
Á sunnudeginum kíktum við á einbýlishús og renndum svo í bæinn.
Góð helgi á enda og aftur í gráan hversdagsleikann
Dægurmál | 12.11.2008 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Jæja, haldiðekki að mín sé að fara norður á Akureyri um helgina til að hitta hana Örnu mína.
Veit ekki alveg hvernig ég kem mér þangað, það er í vinnslu.
Guðrún vinkona kemur líka með svo það verður kátt á bæ.
Skellum kanskibara í eina eplaköku í eldhúsinu hennar Örnu
Er búin að velta fyrir mér flugferðum, get fengið eina ferð norður á tæpar 15.000 sem er bara kreisí,
Svo eru rúturnar ágætis kostur, betra að láta aðra keyra ef maður kemst hjá því sjálfur, gæti meira að segja tekið prjónana með í rútuna, og eitthvað slúðurblað til að hafa ofanaf fyrir mér í rútunni. Svo getum við Guðrún slúðrað eitthvað saman á leiðinni.
Hlakka óskaplega mikið til
Dægurmál | 5.11.2008 | 00:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Hér kemur ein auðveld og bragðgóð helgarkaka. Fékk uppsriftina frá henni Unni
Eplakaka
125 gr. Hveiti
125 gr. Sykur
125 gr. Smjör
1 egg
1 epli (helst gult/grænt) 1/2 raspað útí deigið 1/2 í þunnar sneiðar ofaná
1/2 tsk lyftiduft
1/2 bolli rúsínur (sem ég reyndar sleppi)
Hita ofn i 200°c, 1/2 epli raspað og öll hin efnin sett í skál og blandað vel, allt sett í lítið hringlaga form. 1/2 epli skorið í þunnar sneiðar raðað ofaná. bakist í 30-40 mín. í miðjum ofni. Þegar kakan er tekin út er miklum kanilsykri stráð yfir alla kökuna (mikilvægt að gera það strax)
Borin fram heit eða köld með ís eða rjóma og góðu kaffi með
Matur og drykkur | 25.10.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar