Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Heimilið veður allt í nammi!

Usss..... Það er allt vaðandi í nammi hér á þessu heimili. Einhver var að koma frá útlöndum og missti sig í nammihillunum... Og gettu hver étur mest, jú að sjálfsögðu frúin sjálf. Ég sem var búin að ákveða að hætta í þessu nammiáti. Finnst ég oft vera eins og alkahólistar, ef þetta er fyrir framan mig þá að sjálfsögðu á ég að éta það. Verð bara að taka fyrir einn dag í einu nammilausan.

Annars keypti ég mér svona kraftgöngustafi í sumar og fór í góða göngutúra... tvo! En það er ómögulegt að láta þá hanga hér frammi á snaga ónotaða svo ég ætla að skella mér í göngu á eftir.

Fór í gær til vinkonu minnar í bústað á Flúðum og sá þar þessa líka fínu bók um allskonar safa úr grænmeti og ávöxtum. Las hana eins og bestu spennusögu og langar í hana.


Nohh... bara fjórfaldur næst

Þá er bara alveg þess virði að lotta næsta laugardag.

Í dag var ég að spyrja unglinginn á heimilinu hvað hann hefði hug á að mennta sig og hvað hann myndi vilja vinna...

"Í lottói" var svarið  


mbl.is Enginn með allar lottótölur réttar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Espresso

Espresso!

Þú ert með eindæmum sjálfsöruggur einstaklingur. Þú ert vandvirkur og samviskusamur en lætur það þó stundum eftir þér að fresta verkefnum til morguns. Þú ert á sífelldri hraðferð án þess þó að það hái þér á nokkurn hátt.

Þú ert 30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.

Hér fylgir vottorð sem staðfestir að þú hefur tekið og staðist kaffiprófið. Til að sýna vottorðið á vefsíðunni þinni getur þú afritað HTML kóðann úr boxinu fyrir neðan.

Samkvæmt kaffiprófinu er ég
Espresso!
30 ml af mikið brenndu eðalkaffi.
Hvernig kaffi ert þú eiginlega?
Þetta er alveg ótrúlega fyndið þar sem ég drekk ekki kaffi nema ca 1x í mánuði og þá þarf það líka að vera rótsterkt og bragðmikið

Þetta líst mér á !

Já, þetta líst mér nú vel á. Fullt af grænmeti og góðmeti sem meira að segja smakkast vel.

Ég er búin að fara á nokkur námskeið hjá henni Sollu Grænu og er búin að vera að læða allskonar hryllilega hollu mataræði inn á milli í matseldinni hjá mér og allt fellur þetta í góðan jarðveg og þakkláta bragðkirtla sem vita ekki einu sinni af því hvað þetta er hollt.

Tala nú ekki um desertana sem eru ótrúlega góðir


mbl.is Hrátt og hollt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Legókall

Ekkert smá flottur. W00t  Minn strákur væri nú alveg til í að eiga einn svona og helst stilla honum upp í stofunni. Gætum þá reyndar ekki haft jólatré næstu jól, en það væri möguleiki að setja á hann seríu og englahár og kanski eitthvað af jólakúlum 
mbl.is Týndum Lego-kalli skolar á land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úff... hjólaslys

ÆÆ.... Kristrún stóra systir hringdi kl. 14:30 og varbúin að vera með Ingibjörgu, hinni stóru systur minni, uppá slysó frá því á hádegi því sonurinn var líklega brotinn og bramlaður eftir að hafa dottið illa þegar hann var að gera hjólalystir með allskonar stökkum og snúningum.

Vinum hans sem voru að hjóla með honum, leist ekkert á blikuna og hringdu strax í 112 og svo hringdi sjúkraflutningamaðurinn í systir mína í vinnuna og sagðist vera á leið uppá spítala með drenginn í sjúkrabíl. Úff... þvílíkt áfall. Þar sem stóru systur mínar eru að vinna saman þá brunuðu þær uppá slysó til að taka á móti barninu. Svörin sem þær fengu þar, eru að líklega er hann kinnbeinsbrotinn, kannski kjálkabrotinn og handleggsbrotinn. Hann var sendur í myndatöku og skanna og svörin koma síðar í dag.

Þetta fékk hrikalega á mig því síðasta haust var minn strákur að hjóla á leið í íþróttir, en á leiðinni klessti hann á klett og rotaðist. Þegar hann rankaði úr rotinu labbaði hann heim með hjólið allt skagt og klesst og þegar hann kom inn þá leið yfir hann í fangið á okkur um leið og við opnuðum dyrnar. Alblóðugur með stórt gat fyrir neðan nefið og greinilega í losti. Hann veit ekki enn hvernig hann komst heim, því hann man ekkert eftir því, nema hann mætti tveimur krökkum á leiðinni og þau bara horfðu á hann. Upp á spítala var brunað í hendingskasti. Þar var hann saumaður í vörina að innan og utan, það var gat í gegn. Síðan var drengurinn settur í skanna frá höfði og niðurúr.

Sem betur fer var hann ekkert brotinn en var með heilahristing og við gistum spítalann um nóttina.

IMG_0176

Munið bara að nota hjálminn og nota hann rétt. Ef hann hefði ekki notað hann þá hefði hann höfuðkúpubrotnað. Því miður tókum við ekki mynd af hjálminum en það var stór sprunga í honum


Eilífðarhamingja

Þetta fékk ég sent í tölvupósti og bara verð að láta söguna hér. só trú só trú

 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Arna vinkona

Haha, hún Arna vinkona var fyrst til þess að skrifa í bloggið mitt. Hún er nú ein sú besta. Tók sig upp fyrir nokkrum árum, flutti með fjölskylduna úr friðsælum Garðabænum alla leið norður á Akureyri, keypti sér gistiheimili og gerðist þar ráðsmaður og bara er að blómstra í sælunni þar.

Ég veit ekki hvort ég kunni að búa til svona link á gistiheimilið hennar en ætla að prufa www.http://akurinn.is  Ferlega kósí hús og notalegt að vera þar.


Vinn við það að snýta hor og skeina bossa

Jæja, þá styttist í að sumarfríinu ljúki og öll litlu krílin fara að skríða inn í bæinn minn.

Haustin eru háannatími hjá mér í vinnunni. Fæ varla tíma til að setjast í kaffi fyrr en í nóvember í fyrsta lagi.

Ligg reyndar oft á gólfinu og kubba eða les bók með litlu krílunum. Jú, ég er nefnilega dagmamma og vinn við það að snýta hor og skeina bossa Wink. Þessar litlu manneskjur eru alveg yndislegar.Heart Alltaf að læra eitthvað nýtt, skoða og smakka.

Aníta frænka verður eina stelpan í vetur og svo verða 4 strákar. Jæja, það verður fjör á bænum.  


Verslunarmannahelgin

Jæja, ég skil ekkert í þessari verslunarmannahelgi. Allir í fríi nema verslunarfólk. Allt verslunarfólk að vinna á laugardeginum og heppni ef það fær frí á sunnudeginum. Svo er ekki bara verslunarfólk sem á frí á mánudeginum, frídegi verslunarmanna, heldur bara ALLIR.

Svo er best að ég haldi áfram fyrst ég er að fetta fingur út í þessa helgi. Sniðugast fyndist mér að færa helgina fram um ca. einn mánuð því það er nú bara oft komið skíta veður um versl.m.helgina.

Talandi um skítaveður... Eitt sumarið fórum við fjölskyldan í Vatnaskóg um verslunarmannahelgi eins og svo oft áður. Um nóttina svaf frúin ekki dúr vegna kulda og hélt nú að aldurinn væri að færast yfir með kuldahrolli. Fór í kuldagallann ofaní svefnpokann, en ekkert dugði. Gerði tásu og fingra leikfimi ofaní pokanum til að vinna í mig hita. Þetta gerði ekkert gagn. Svo tékkaði frúin á nefjum annarra fjölskyldumeðlima og öllum var ískalt. Þetta var þá kannski ekki bara ég? Um morguninn sá ég þó nokkra skríða út úr bílunum sínum og höfðu þeir sofið þar um nóttina vegna kulda. Mikið var ég fegin, eða þannig sko, þetta var ekki bara ég. Og viti menn, hitamælarnir höfðu sýnt -2°C um nóttina. Ekki nema von að frúin svaf ekki. Það var kaldara en í ísskáp! Ári seinna voru allflestir komnir í "hýsi" sumsé tjaldvagna og fellihýsi.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband