Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Dillibossar

Ég er svo bissí við að gera eitthvað skemmtilegt þessa daganaKissing 

Við í saumó drifum okkur í magadans í Heilsubyltingunni, svona einn hóptíma og svo heitapottinn á eftir. Þetta var nú bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert svona síðustu misserin.

Magadans er nú bara svaka púl og rosa gott fyrir vöðvabólguna. Þar sem ég (og kanski fleiri) hef úr heilmiklu að moða til að dilla þá ætluðum við alveg að klikkast úr hlátri á tímabili þegar mesti hasarinn varLoL. Gæti alveg hugsað mér að fara að stunda þetta sem líkamsrækt.  Eftirá fórum við heim til Ólafar J. og fengum þessa líka flottu súpu sem var tilbúin þegar við komum heim til hennar.

Óskaplega gamanCool


Norður og svo aftur niður

Komin á suðvesturhornið aftur.

Það var að sjálfsögðu verulega gaman þar sem ég og Guðrún renndum norður á Akureyri síðasta föstudag til að hitta Örnu vinkonu og fara á námskeið í leiðinni.

Guðrún keyrði mest alla leiðina, nema þegar hún fékk krampa í fótinn, þá keyrði égTounge. Á tímabili héldum við að við værum villtar í þokunni og þyrftum að lifa veturinn af á berjum og útigangsrollum uppi á háheiðinni. En nei, svo birti til og við sáum að vegurinn hafði verið færður og nýr Staðarskáli skaut  yfir okkur skjólshúsi í smá stund.

Á Akureyri lærðum við að Sóka, sem var bæði skrítið og skemmtilegt.

Að sjálfsögðu var borðaður góður matur, ekki að spyrja að því.

Á föstudagskvöldinu held ég að ég hafi lofað einhverjum Litháa (eða Letta, ekki alveg viss) að prjóna á hann lopasokkaErrm. Veit ekki alveg hvernig ég kom mér í þetta, en þar sem við sátum í setustofunni hennar Örnu (á gistiheimilinu hennar) og vorum að spjalla við gesti og gangandi, tók ég upp prjónana mína. Jú, mín er nefnilega svo myndarleg að ég er að prjóna þessa líka fínu peysu fyrir sjálfa mig. Þetta þótti Litháanum svo gasalega heimilislegt og fór að tala um íslenskt handverk, ullina og hvað allt svoleiðis sé svo skemmtilegt og sniðugt, og það endaði sumsé með lopasokkumWoundering??

Á laugardagskvöldið ákváðum við vinkonurnar að fara rétt snöggvast í heita pottinn áður en við gengjum til hvílu. Að sjálfsögðu var mikið spjallað eins og kvenna er siður (aðallega bara ég samt, held ég bara) Það endaði að sjálfsögðu með þremur mjúkum risasveskjum tveimur klukkutímum seinna.

Á sunnudeginum kíktum við á einbýlishús og renndum svo í bæinn.

Góð helgi á enda og aftur í gráan hversdagsleikannKissing


Norðurför

Jæja, haldiðekki að mín sé að fara norður á Akureyri um helgina til að hitta hana Örnu mína.

Veit ekki alveg hvernig ég kem mér þangað, það er í vinnslu. Joyful

Guðrún vinkona kemur líka með svo það verður kátt á bæ. 

Skellum kanskibara í eina eplaköku í eldhúsinu hennar ÖrnuWink

Er búin að velta fyrir mér flugferðum, get fengið eina ferð norður á tæpar 15.000 sem er bara kreisí, Shocking 

Svo eru rúturnar ágætis kostur, betra að láta aðra keyra ef maður kemst hjá því sjálfur, gæti meira að segja tekið prjónana með í rútuna, og eitthvað slúðurblað til að hafa ofanaf fyrir mér í rútunni. Svo getum við Guðrún slúðrað eitthvað saman á leiðinni.

Hlakka óskaplega mikið til 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband