Bloggfærslur mánaðarins, október 2008
Hér kemur ein auðveld og bragðgóð helgarkaka. Fékk uppsriftina frá henni Unni
Eplakaka
125 gr. Hveiti
125 gr. Sykur
125 gr. Smjör
1 egg
1 epli (helst gult/grænt) 1/2 raspað útí deigið 1/2 í þunnar sneiðar ofaná
1/2 tsk lyftiduft
1/2 bolli rúsínur (sem ég reyndar sleppi)
Hita ofn i 200°c, 1/2 epli raspað og öll hin efnin sett í skál og blandað vel, allt sett í lítið hringlaga form. 1/2 epli skorið í þunnar sneiðar raðað ofaná. bakist í 30-40 mín. í miðjum ofni. Þegar kakan er tekin út er miklum kanilsykri stráð yfir alla kökuna (mikilvægt að gera það strax)
Borin fram heit eða köld með ís eða rjóma og góðu kaffi með
Matur og drykkur | 25.10.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Hún Dóra Lára vinkona mín er farin að setja ýmsar auðveldar og skemmtilegar uppskriftir á bloggið sitt og er ég að hugsa um að herma eftir henni.
Hér kemur uppskrift frá konu sem við þekktum báðar, en það er hún Rúna Ráð (ráðskona í Kaldárseli í tugi ára)
Rúnu Flatkökur:
8 bollar hveiti Blanda öllum þurrefnum saman
3 tsk. salt Síðan sjóðandi vatninu
2 tsk. sódaduft Hnoða allt vel saman, ekki mjög lengi samt
6 bollar sjóðandi vatn Sett í rúllur/lengjur
4 tsk. lyfitduft skorið í litla bita sem eru síðan flattir út mjög þunnt
og steikt á eldavélahellu. Pikkað með gaffli meðan steikt er.
Ef þú ert ekki með eldavélahellu eins og gömlu góðu eldavélarnar, þá notar þú pönnukökupönnu.
Matur og drykkur | 24.10.2008 | 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég er að prjóna þessa líka svakalega flottu peysu. Hún verður hálfgerð jakkapeysa. Ég nefnilega keypti þykkara garn í hana en átti að vera. Það er bara fínt því ég er svo mikil kuldaskræfa. Ég er búin með búkinn og er hálfnuð með aðra ermina. Voða dugleg, gatamunstur og allt. Er með norskt uppskriftablað sem ég skil ekki alveg og er búin að rekja upp ansi oft til að fá rétt munstur En í morgun vaknaði ég með svo hræðilega verki í fingrunum og lófum að ég ætlaði ekki að geta hreyft þá. Gat ekki einu sinni opnað glas með verkjapillum. Ekki það að ég sé alltaf étandi verkjapillur. En þetta leið hjá og ég tók bara lýsi til að smyrja liðina. Held að þetta sé nú bara útaf því að ég prjóna svo hrikalega fast.
Talandi um pillur og verki. Ég afrekaði það fyrir nokkru síðan, á mánudegi, þann 29.09.´08 að hrasa í tröppum í vinnunni, sko frammi í sameigninni.... Á leiðinni upp tröppurnar.... Geri aðrir betur. Sköflungurinn á vinstri, ætlaði hreinlega að éta tröppuna. Að sjálfsögðu spratt ég á fætur eins og ekkert hafi í skorist og arkaði inn í mína vinnu, settist þar niður og þar ætlaði hreinlega að líða yfir mig af sársauka og flögurleika. Ólöf mín náði í kælipoka og ég kældi niður báttið. Þar sem verkurinn var ekkert á leiðinni burt og hola inní sköflunginn sem skelfdi mig voðalega, ákvað ég að hringja í lækni sem er hinumegin í húsinu, fékk tíma strax og staulaðist í gegnum Kringluna, enda á milli, til að láta líta á þetta. Jú, sagði dokksi, frekar slæmt og greinilega illa marin en þó ekki brotin. Þetta byrjar að skána eftir svona 2 vikur. Áiiii hugsaði ég bara... Læknirinn lét mig fá lyfseðil fyrir verkjalyfjum og ég fór svo fljótlega heim því ekki gat ég verið svona. Þegar heim kom tók ég verkjalyfið og viti meðnn, nú skil ég hvers vegna verkjapillusjúklingar verða háðir þessu. Alltí einu var rúmið mitt orðið að rósrauðu skýi og ég sökk ofaní skýið og sveif um. Ég varð eiginlega bara alveg skíthrædd, svona eftirá, og ég fékk ekki eitt glas af þessu, heldur þrjú, og þetta var bara ein pilla!!!
Jæja, ekki nóg með þetta, heldur næsta miðvikudag, sumsé tveimur dögum seinna, hrasa ég aftur, í sama stiga og aftur á leiðinni upp..... Toppaðu það... og núna var það hægri sköflungurinn sem ætlaði að éta tröppuna. Ekki eins gráðugur samt eins og vinstri sköflungurinn og skaðinn mun minni, og engin hola inn í löppina eins og í fyrra skiptið.
Ég er byrjuð að jafna mig, en það er alveg á hreinu að sköflungarnir fá ekki að sjá sólarljósið á næstunni þar sem þetta er ekki frínileg sjón. Fólk gæti bara orðið hrætt að sjá þetta allt blátt og grænt og gult og kramið, já bara frekar svona ljótt.
P.S. Þið fáið ekki mynd....
Dægurmál | 21.10.2008 | 10:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Mín bara mætt í tölvuna og nú getur maður bara farið að láta í sér heyra
Tölvan var straujuð (um leið og dúkarnir og gardínurnar) svo allt mitt hafurtask, í eftirlætis netsíðum og póstföng og netföng og allt slíkt þurkaðist út. Er ekki búin að setja póstinn inn aftur, geri það við tækifæri.
Reyndar var hann Snæi vinur minn, sá snillingur, algjör hetja að bjarga myndum og allskonar skjölum sem voru í tölvunni. Það væri sumsé best að fara að setja allt verðmætt í tölvunni á disk og pappír áður en tölvan floppar aftur
Dægurmál | 15.10.2008 | 09:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar