Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Tvær merkilegar konur lagðar til hinstu hvílu í dag.

Önnur var fræg og mikilsmetin, Benazir Bhutto, Hin var ekki fræg, en hún var mamma mín. Kærleiksríkasta mamma í veröldinniamma. Mamma sem var mikið með okkur börnunum sínum og var allaf svo skemmtileg. Mamma sem kenndi okkur söngva, ljóð og bænir, og var alltaf tilbúin að spjalla. Hún kunni að spila á gítar, píanó og orgel. Ég fékk oft lánaðan gítarinn hennar og ég lærði að spila. Hún unni tónlist og einn af uppáhalds söngvurum hennar var Leonard Cohen. Mamma átti mörg uppáhaldsvers í biblíunni og ég kveð hana með sálmi 121

Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
2 Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
3 Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
4 Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
5 Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
6 Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
7 Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
8 Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu
héðan í frá og að eilífu.

Elsku mamma mín

blómogkertiElsku mamma mín kvaddi okkur í fyrrinótt.

Betri mömmu var ekki hægt að óska sér.


Klósettbölv

Er þetta ekki USA í hnotskurn. Fangelsin að fyllast af einhverjum sem við myndum nú bara í versta falli berja og segja að halda kjafti. Ekki alveg að troða fólki í fangelsi sem bölvar klósettinu sínu. Og hver myndi ekki bölva bæði í hljóði og upphátt ef allt fíneríið í klósettinu myndi mæta inn í íbúð einn daginn. Er ekki hægt að nota fangelsin í eitthvað betra en þetta.
mbl.is Ákærð fyrir að bölva biluðu klósetti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jæja,

Ekki mikið mál á Íslandi held ég nú bara. Hvernig væri ef við fengjum að vita hvað var í körfunni hjá sigurvegaranum og umreikna það síðan í íslenskar krónur. Mér þætti það forvitnilegt.
mbl.is Verslaði fyrir 30 þúsund á 2 mínútum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já góðan daginn!

18 millur á ári í tíkina. Hundar geta verið alveg yndislegir en kanski ekki 18 miljóna virði á ári. Jú, fjárhaldsmaðurinn þarf líklega sín laun. Það væri nú ótrúlega mikið hægt að gera gott fyrir mannskepnuna fyrir 18 miljónir á ári
mbl.is Forríkri hundstík hótað lífláti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÆÆ

Allt er nú til. Ég á nú bara ekki orð yfir vitleysunni í veröldinni 
mbl.is Guðir hindúa boðaðir í dómsal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Föðurlandið

Þá er bara að fara í föðurlandið. Held bara að maður fari að fjárfesta í góðum ullarfötum eða bara kanínuskinnsfötum
mbl.is Talsvert frost inn til landsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frænkukvöld

Jæja, þá stendur hið ársfjórðungslega frænkukvöld fyrir dyrum hjá mér á morgun.

Ó mæ god!! og allt í drasli hjá frúnni eins og fyrri daginn. Er fyrir löngu hætt að sjá draslið hjá mér en það rifjast svona upp fyrir mér þegar ég á von á gestum að það sé nú betra að taka til og hafa hreint og snyrtilegt á heimilinu svo ættingjar og vinir sendi ekki heilbrigðiseftirlitið á staðinn. Annars fékk ég góð ráð með jólatiltektina. Þar sem er ryk, stráir maður örlitlu glimmeri og þá halda allir að þetta sé englahár. Svo slekkur maður öll ljós og hefur bara kerti. Krúttó!

Ætla að bjóða frænkunum upp á ís, heimagerðan að sjálfsögðu, og margumtalaðar sörur sem ég gerði með systur minni. Var svo að hugsa um að splæsa í jólaöl. Well... hlakka til að hitta þær því þetta eru sannkallaðar hláturgusur þessar frænkur mínar og hafa alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Held að það sé varla til venjuleg/eðlileg mynd af okkur því það er alltaf einhver með hláturgrettu og krumpin í keng.Cool 


Sörur

Fór til Ingibjargar systur í dag og við vorum á haus við að baka sörur. Þetta tekur alveg ótrúlega langan tíma en er alveg þess virði því þetta er algjört konfekt.

Ég ætlaði að gera svo svakalega margt annað í dag en það verður bara að bíða. Ætla að reyna að gera aðventukrans í kvöld. Búin að fá greinar og svo á ég fullt af skrauti og kertum til að gera allt flott og fínt.

Í gær fór ég í Jólaþorpið hér í Hafnarfirði og það var voða gaman. það er alltaf voða gaman að kíkja þangað, fullt af fólki og heilmikið af skemmtilegum básum með flottar vörur. Málaðar Jólakúlur, Þæfðar ullarvöru og málverk. Valurinn minn og Hekla frænka nutu þess að skoða og spá í hlutunum. Þau keyptu sér svo heitt súkkulaði með rjóma og  það var sko notalegt mmmmm.... nammmmmi 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband