Prjóni prjón og önnur slys

Ég er að prjóna þessa líka svakalega flottu peysu. Hún verður hálfgerð jakkapeysa. Ég nefnilega keypti þykkara garn í hana en átti að vera. Það er bara fínt því ég er svo mikil kuldaskræfa. Ég er búin með búkinn og er hálfnuð með aðra ermina. Voða dugleg, gatamunstur og allt. Er með norskt uppskriftablað sem ég skil ekki alveg og er búin að rekja upp ansi oft til að fá rétt munsturPinch  En í morgun vaknaði ég með svo hræðilega verki í fingrunum og lófum að ég ætlaði ekki að geta hreyft þá. Gat ekki einu sinni opnað glas með verkjapillum. Ekki það að ég sé alltaf étandi verkjapillur.Frown En þetta leið hjá og ég tók bara lýsi til að smyrja liðina. Held að þetta sé nú bara útaf því að ég prjóna svo hrikalega fast.

Talandi um pillur og verki. Ég afrekaði það fyrir nokkru síðan, á mánudegi, þann 29.09.´08 að hrasa í tröppum í vinnunni, sko frammi í sameigninni.... Á leiðinni upp tröppurnar.... Geri aðrir betur. Sköflungurinn á vinstri, ætlaði hreinlega að éta tröppuna. Að sjálfsögðu spratt ég á fætur eins og ekkert hafi í skoristPinch og arkaði inn í mína vinnu, settist þar niður og þar ætlaði hreinlega að líða yfir mig af sársauka og flögurleika. Ólöf mín náði í kælipoka og ég kældi niður báttið. Þar sem verkurinn var ekkert á leiðinni burt og hola inní sköflunginn sem skelfdi mig voðalega, ákvað ég að hringja í lækni sem er hinumegin í húsinu, fékk tíma strax og staulaðist í gegnum Kringluna, enda á milli, til að láta líta á þetta. Jú, sagði dokksi, frekar slæmt og greinilega illa marin en þó ekki brotin. Þetta byrjar að skána eftir svona 2 vikurCrying. Áiiii hugsaði ég bara... Læknirinn lét mig fá lyfseðil fyrir verkjalyfjum og ég fór svo fljótlega heim því ekki gat ég verið svona. Þegar heim kom tók ég verkjalyfið og viti meðnn, nú skil ég hvers vegna verkjapillusjúklingar verða háðir þessu. Alltí einu var rúmið mitt orðið að rósrauðu skýi og ég sökk ofaní skýið og sveif um.Halo Ég varð eiginlega bara alveg skíthrædd, svona eftirá, og ég fékk ekki eitt glas af þessu, heldur þrjú, og þetta var bara ein pilla!!!

Jæja, ekki nóg með þetta, heldur næsta miðvikudag, sumsé tveimur dögum seinna, hrasa ég aftur, í sama stiga og aftur á leiðinni upp..... Toppaðu það... og núna var það hægri sköflungurinn sem ætlaði að éta tröppuna. Ekki eins gráðugur samt eins og vinstri sköflungurinn og skaðinn mun minni, og engin hola inn í löppina eins og í fyrra skiptið.

Ég er byrjuð að jafna mig, en það er alveg á hreinu að sköflungarnir fá ekki að sjá sólarljósið á næstunni þar sem þetta er ekki frínileg sjón. Fólk gæti bara orðið hrætt að sjá þetta allt blátt og grænt og gult og kramið, já bara frekar svona ljótt. 

P.S. Þið fáið ekki mynd....GetLost


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ, grey kellingin. Ekki gott á þig.  Lýsingin gæti alveg átt vid hrakfallabálkinn Helgu, spurdu bara litlu systur:-)  Gódan bata!

Kær kvedja frá Dk.

Helga

Helga Ingófls (IP-tala skráð) 21.10.2008 kl. 15:04

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ojojoj! Ekki gott! Ég þekki bara eina (aðra) sem getur dottið UPP tröppur! Mér finnst það alltaf svolítið afrek

Hrönn Sigurðardóttir, 21.10.2008 kl. 15:19

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Þetta er kallað hrakfjallabálkur þegar ýtrekaður klaufaskapur á sér stað og já, það er alveg sérstakur hæfileiki að detta UPP

Svala Erlendsdóttir, 22.10.2008 kl. 12:45

4 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Svala mín!

Ósköp er þetta leiðinlegt,en samt svolítið sérstakt að detta upp

Guð veri með þér og þínum!

                                   Dóra.

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 22.10.2008 kl. 23:06

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Neeeeee Svala hefði þetta verið oggu harkalegra værir þú kölluð síbrotamanneskja,,,,,,,,,,,,,,

En já dettu svo ekki upp tröppurnar........sumir eru meiri snillingar en aðrir.

Engin spá virkni í þessari pillu........

Solla Guðjóns, 23.10.2008 kl. 00:15

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ég fer aldrey aftur í þessar tröppur, gæti orðið síbrotamanneskja, fer heldur fjallabaksleið

Svala Erlendsdóttir, 23.10.2008 kl. 14:35

7 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Ekki skemmtilegar fréttir af þér. Vonandi færðu ekki nafnbótina = síbrotamanneskja.

Guð veri með þér og þínum.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 23.10.2008 kl. 22:22

8 Smámynd: www.zordis.com

'Eg hef fengid svona sköflungsholu er enn með ljótt ör eftir núna tæp 30 ár frá því ég hljóp á risagrjót í blindhríð ...

Upp er málið, næst nærðu fluginu og svífur um, ekki bara á bleiku skýji.  Hvað heita þessar pillur ef kona má forvitnast???

www.zordis.com, 24.10.2008 kl. 12:55

9 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Kva! langarðigíeinapillu skal seljaðér eina á 20.000

Nei,nei, þetta heitir Tramól 50 mg. hylki. Þar sem ég er ekki vön að taka verkjapillur þá fór þetta eitthvað voða skakt í mig

Svala Erlendsdóttir, 24.10.2008 kl. 17:04

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Láttu þér batna.

Kristín Katla Árnadóttir, 24.10.2008 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband