Þar sem ég var stödd í Kringlunni í vinnunni minni þegar skjálftinn var, var ótrúlegt að sjá viðbrögð fólks. Það virtist vera að þeir sem voru á gangi fyndu ekki fyrir skjálftanum, en þeir sem sátu, hristust með. Þó nokkrir voru staðnir upp frá borðum og voru á leiðinni út. Þetta var í eina skiptið sem ég var virkilega fegin að vera með fáa viðskiptavini þar sem mínir viðskiptavinir eru á aldrinum 3-9 ára og ekki sjálfbjarga í svona aðstæðum. Korteri seinna var nefnilega orðið fullt hús hjá okkur. En sem betur fer fyrir sálartetrið þá erum við með góða flóttaleið fyrir svona ástand, bæði í sambandi við eld og jarðskjálfta og meira að segja ný búin að hafa æfingu með starfsfólki og börnum
Afar öflugur jarðskjálfti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
30 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hefur bjargað miklu kve almannavarnir eru vel æfðar og fólk vel upplýst.
Solla Guðjóns, 30.5.2008 kl. 20:38
Ég hræðist ekkert meira en jarðskjálfta, finnst ég eitthvað svo bjargarlaus.
Huld S. Ringsted, 30.5.2008 kl. 23:22
Sæl Svala mín.
Ég tek undir með Huld. Ég hef orðið virkilega hrædd þegar ég hef fundið fyrir jarðskjálfta. Það væri hræðilegt ef þið á höfuðborgarsvæðinu fengjuð svona skjálfta rétt hjá ykkur. Fræðimenn segja að skjálftarnir færist vestur. það fór um mig hrollur fyrir ykkar hönd.
Megi almáttugur Guð forða okkur frá því.
Guð blessi þig Svala mín og góða helgi.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.5.2008 kl. 23:59
Svo eins og einhver sagði á blogginu sínu, Jú, maður á að kaupa flugeldana hjá björgunarsveitunum og þessu fólki sem vinnur sitt starf í sjálfboðavinnu við að hjálpa öðrum í svona aðstæðum
Svala Erlendsdóttir, 31.5.2008 kl. 20:06
Ég var heima hjá mér í tölvunni minni í mestu makindum þegar skjálftinn kom. Ég fríkaði út (eins og ég gerði líka 17. júní 2000) og hljóp út (ég bý í kjallaraíbúð), aðallega kannski bara til að gá að því hvort þetta væri örugglega jarðskjálfti en ekki bara risaherflugvél að fljúga framhjá, lol. En jafnvel þótt maður búi bara í Reykjavík, þá er þetta óneitanlega scary tilfinning...
Þegar kemur svona stór jarðskjálfti, þá hugsa ég oft: Ætli það sé núna sem Katla fer að gjósa? Hún gaus síðast árið 1918. Hekla gýs alltaf reglulega (svona "túristagos"), en menn eru ennþá að bíða eftir Kötlu...
En við getum vissulega verið þakklát fyrir það að enginn slasaðist alvarlega. Þótt fjárhagslega tjónið sé vissulega slæmt, þá er þetta bara pís of keik miðað við það sem er að gerast í Kína...
Gunnhildur Reynisdóttir (IP-tala skráð) 2.6.2008 kl. 22:13
Jarðskjálftar eru gífurleg ógn og mannfólkið finnur hversu ómáttug við erum. Vonandi að þetta taki enda því margir eru búnir á taugum sem búa við eilifðar titring.
Helgarkveðjur!
www.zordis.com, 7.6.2008 kl. 14:32
Svala takk fyrir kommentið mín megin. Finnst gaman að heyra að þú sért að fara í Vindáshlíð. Dóttlan mín er þar. En þu verður væntanlega að koma þegar hún er að fara. Hafðu það gott í Hlíðinni. Í minningunni er þetta himnaríki á jörð en ég hef ekki komið þangað í 25 ár
Jóna Á. Gísladóttir, 8.6.2008 kl. 16:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.