Tvær merkilegar konur lagðar til hinstu hvílu í dag.

Önnur var fræg og mikilsmetin, Benazir Bhutto, Hin var ekki fræg, en hún var mamma mín. Kærleiksríkasta mamma í veröldinniamma. Mamma sem var mikið með okkur börnunum sínum og var allaf svo skemmtileg. Mamma sem kenndi okkur söngva, ljóð og bænir, og var alltaf tilbúin að spjalla. Hún kunni að spila á gítar, píanó og orgel. Ég fékk oft lánaðan gítarinn hennar og ég lærði að spila. Hún unni tónlist og einn af uppáhalds söngvurum hennar var Leonard Cohen. Mamma átti mörg uppáhaldsvers í biblíunni og ég kveð hana með sálmi 121

Ég hef augu mín til fjallanna:
Hvaðan kemur mér hjálp?
2 Hjálp mín kemur frá Drottni,
skapara himins og jarðar.
3 Hann mun eigi láta fót þinn skriðna,
vörður þinn blundar ekki.
4 Nei, hann blundar ekki og sefur ekki,
hann, vörður Ísraels.
5 Drottinn er vörður þinn,
Drottinn skýlir þér,
hann er þér til hægri handar.
6 Um daga mun sólarhitinn eigi vinna þér mein,
né heldur tunglið um nætur.
7 Drottinn mun vernda þig fyrir öllu illu,
hann mun vernda sál þína.
8 Drottinn mun varðveita útgöngu þína og inngöngu
héðan í frá og að eilífu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Svala.

Ég votta þér og þínum samúð mína. Almáttugur Guð gefi ykkur styrk. Fjölskyldan mín heldur líka mikið uppá þennan sálm. Mamma þín hefur haft góðan smekk að mínu mati.

Kær kveðja Rósa Aðalsteinsdóttir Vopnafirði

Rósa Aðalsteinsdóttir (IP-tala skráð) 29.12.2007 kl. 00:29

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Takk fyrir fallegar kveðjur

Svala Erlendsdóttir, 29.12.2007 kl. 18:41

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Svala mín ég vottta þér  og þínum innilega samúð mína.

Ég missti pabba minn fyrir 4.árum 67 ára gamlan og veit þess vegna hversu mikið tómarúm er að missa ástkært foreldri.

Falllegur kveðjusálmurinn til móður þinnar.

Hafðu það gott vina.

Já og gleðilegt og gæfuríkt nýtt ár.

Solla Guðjóns, 2.1.2008 kl. 00:59

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Knús til þín

Solla Guðjóns, 5.1.2008 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband