Akureyrarferðin var alveg hrikalega vel heppnuð.
-Saumó á föstudagskvöldið með hnallþórum að hætti Örnu
-Laugardagur fór í Spa með nuddi, fótabaði, heitum potti, kaffi og konfekti. Kaffihús á eftir og svo að sjálfsögðu rölt um bæinn og búðirnar skannaðar alveg eins og alvöru helgarferð í útlöndum ;o) Um kvöldið var farið út að borða sem var bara kósí en ekki var alveg hægt að hrópa húrra fyrir matnum og þjónustunni. og svo Var farið heim aftur í restar af hnallþóruborði Örnu.
-Sunnudagur hófst á náttfatamorgunverði og síðan farið í bakaríið við brúna eða ána (man ekki hvað það er). Ein okkar keyrði í bæinn, þrjár okkar fóru með flugi kl. 14:30 og gekk flugið stóráfallalaust fyrir utan mikinn hristing í flugtaki. Tvær ætluðu að taka flug um kvöldmatarleitið en þá var fluginu aflýst vegna illviðris í háloftunum. Svo ekki var um annað að gera fyrir þær en að gista þriðju nóttina hjá Örnu á Akur-Inn sem er sossum ekki slæmt því það er hið flottasta gistiheimili.
-Á mánudegi fékk ég SMS að þær hefðu lent um kl. 9:30 og þá var bara að bruna beint í vinnuna.
En í saumó á Akureyri var ákveðið að hafa næsta saumó 14. des. Þá verður pakkarugl og þemað í pökkunum á að vera "Eyðast" sumsé að innihald pakkanna muni eyðast fyrr en seinna, og þá er bara að leggja höfuðið í bleyti OG... það má ekki kosta meira en 700 kr.
Flokkur: Dægurmál | 6.11.2007 | 15:53 (breytt kl. 15:53) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ummmmmmm hnallþóru partý með prjónana...
Sniðugar með pakkaruglið...
Solla Guðjóns, 7.11.2007 kl. 10:50
Reynum alltaf að hafa ótrúlega lítinn kostnað í pakkarugli, áskorun fyrir okkur að gera eitthvað sniðugt, t.d. smákökur í flottri krukku, búa til kerti eða sápu eða bara stórt kramarhús með ullarsokkum eða heimagerðum brjóstsykri. Þær eru alveg ótrúlega flinkar að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug.
Svala Erlendsdóttir, 8.11.2007 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.