Þetta er víman mín

Skunduðum þrjár vinkonur saman á tónleika með Andrea Bocelli. Vorum mættar tímanlega, eða klukkutíma fyrir tónleika svo það var ekkert vesen með bílatrafflík og stæði. Mikið ofboðslega var gaman á tónleikunum. Að sitja og hlusta "læf" á svona yndislega tónlist í vel tvo klukkutíma, kemur manni í vímu, gleði vímu. Vissi stundum ekki hvort ég ætti að gráta eða hlæja. Víman dugði vel fram yfir kaffi í dagWink

http://www.andreabocelli.us/

Ég sat auðvitað eins og suðsvartur almúginn í öftustu sætunum og VIP fólkið fremst. Útsýnið upp á sviðið var nú ekki beysið þar sem ég rétt slefa upp í rúman einn og hálfan meter og öll sæti voru á flötu gólfinu, engin upphækkun. Þrátt fyrir tvo stóra skjái voru þeir ekki nógu hátt uppi fyrir mig. Hefði þurft svona bíósæti eins og litlu krakkarnir setja í stólana í flestum bíósölumLoL 

Annað sem mér fannst alveg ótrúlegt var, að það var svo mikið ráp á fólki. Getur fólk ekki setið kjurt í einn klukkutíma án þess að þurfa að fara að pissa eða ná sér í nammi eða drykki.

Það hefur eflaust vantað í þó nokkur sæti á kóræfingunni í gær því fólk lætur svona viðburð ekki fram hjá sér fara. Wink

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Maðurinn ekki einungis syngur vel heldur er hann gullfalllegur kíka.

Ekki gott að fera lág í loftinu þegar komið er í stöðluð sýninarhús.

Solla Guðjóns, 5.11.2007 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband