Alltaf jafn undarlegt

Ég er alltaf jafn sorgmædd og mér finnst alveg undarlegt þegar ein þjóð setur sér reglur og hreinlega gefur sér leifi um það hver má meiða hvern og hvernig. Tala nú ekki um þegar ein þjóð ákveður að hún má drepa einn því sá drap annan.  

Og þetta orðalag "Svo virðist sem að Bandaríkin séu með ólögmætum hætti að pynta fanga". Jú góðir landsmenn, það er greinilega til "lögmætur háttur" á að pynta.

Er þá ekki verið að kenna börnum það, að ef þú "heldur" og þér "finnst" einhver vera vondur, eða þér finnst hann "líta út fyrir að vera vondur" þá máttu meiða hann? Yfirfærðu það á fullorðinn og þá kemur þetta óttalega skringilega út.

Ég tel að undir engum kringumstæðum eigi að pynta nokkurn mann og ekki meir um það.


mbl.is Nancy Pelosi segir Bandaríkin virðast vera sek um pyntingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Þetta er skammarlegt.Eða hefur maður kannski ekkert vit á þessu ástandi þar sem við stöndum ekki í stríðsrekstri.Ekkert ´ætti þó að geta afskað svona gerðir

Solla Guðjóns, 8.10.2007 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband