Síðasta föstudag voru endurfundir árgangs ´66 úr Æfingaskólanum. Það var rosalega gaman að hitta allt þetta fólk. Sérstaklega stelpurnar vinkonur mínar frá því í denn.
Hugsa sér! Krakkar sem voru saman á hverjum einasta degi í mörg ár og þekktu hvort annað út og inn. Marga þekkti ég ekki í fyrstu í sjón en um leið og fólk fór að tala og brosa þá kom það, sérstaklega brosið. Strákarnir höfðu breyst meira en stelpurnar.
Þegar við útskrifuðumst úr grunnskóla fórum við í margar áttir. Skólar og vinna tók við. Sumir héldu vinskapnum áfram en aðrir duttu alveg úr tengslum. Sumir fóru menntabrautina og aðrir í skóla lífsins. Nokkrir koma alltaf reglulega í fréttum. Listafólk og fjármálaspekúlantar.
Allir spjölluðu og flestir voru fljótir að taka upp þráðinn aftur. Einhverjir höfðu samt ekki mætt því allt sem tengdist grunnskóla var þeim kvöl og pína og olli þeim hugarangri bara að rifja upp gamla tíma. Það fannst mér sorglegt.
Það var ákveðið að hittast aftur fyrr en seinna, kannski eftir ca. 5 ár. Hlakka til að hitta ykkur aftur og takk fyrir skemmtilegt kvöld.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já það er svo gaman að hitta bekkjarfélagana..það gerum við á 5.ára fresti.
Eins og hjá ykkur eru því miður einhverjir sem ekki mæta af sömu ástæðu.Já það er bara sorglegt að vita til þessa.En maður gerði sér ekki grein fyrir því þegar maður var krakki.
Solla Guðjóns, 8.10.2007 kl. 20:44
Ég hugsa líka að leiðindi og erfiðleikar geta grópast svo dúpt í sálina að það hverfur ekki. og þá getur verið ansi erfitt að hittast eftir svo mörg ár og rifja upp
Svala Erlendsdóttir, 9.10.2007 kl. 14:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.