Eurobandið fer til Serbíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 24.2.2008 | 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Unglingsstúlka eignast aftur þríbura | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 22.2.2008 | 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Í dag fór ég með karlinum og yngri stráknum í perluna að versla skó. Eftir það fórum við í bíltúr niðrí bæ og þá datt allt í einu í huga minn að mér var nýlega sagt að hún Sæunn, vinkona frá í gamladaga, væri búin að opna kaffihús. Ég hef ekki hitt hana í langan tíma og vissi ekki hvar kaffihúsið væri.
Á leiðinni heim fórum við í matvörubúð að versla fyrir vikuna og hvað haldiði!! Er ekki bara Sæunn að versla. Það var nú gaman að hitta hana. Kaffihúsið heitir Glætan og er svona bókakaffi og er í Aðalstræti 9 http://www.glaetan.is/? Verð að kíkja þangað einhvern morguninn að taka út staðinn. Ef þú kemur með flottan bolla og gefur staðnum, færðu kaffi í staðinn. Ekki slæmt það.
Dægurmál | 16.2.2008 | 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Var í dag inná Lansa með Ástu frænku, móðursystur minni. Hún er ósköp veik komin með lungnabólgu og var vart hugað líf í nótt. En hún er hörku kelling og hristi þetta allt af sér, orðin hitalaus um kaffileytið í dag.
Það er voða erfitt að vera veikt gamalmenni á landinu okkar góða. Fara þarf á milli Pontíusar og Pílatusar til að fá einhverjar leiðbeiningar. Það "góða" við þetta núna, er að við systkynin erum búin að ganga í gegnum þetta allt með mömmu okkar og vitum nokkurn vegin hvernig á að snúa sér í málinu með Ástu frænku núna. Það er hvergi hægt að fá upplýsingar á einum stað um það hvað á að gera og hvernig maður á að snúa sér. Hvergi hægt að fara í einvern farveg án þess að hringja ca 110 símtöl og tala við álíka marga áður en einn partur af stóru svari fæst
Starfsfólkið á spítalanum er yndislegt og vildi allt fyrir hana Ástu mína gera, en kerfið, skortur á starfsfólki á hjúkrunarheimilim og fjöldi hjúkrunarrýma er ekkert til að hrópa húrra yfir. Að koma öldruðu fólki á hjúkrunarheimili er sko enginn hægðarleikur. Ekki bara út af fáum plássum heldur eru þetta svo hrikalega láglaunuð störf að fólk fæst ekki til að vinna þau.
Dægurmál | 10.2.2008 | 21:41 (breytt kl. 21:42) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bara það að horfa út um gluggann og heyra hvína í öllu, þá kólnar mér alveg inn að beini. Í vinnunni í gær var ég komin í 3 peysur og það var enn hrollur í mér. Tók upp á því að hlaupa nokkrar ferðir upp og niður stigann og fékk þá smá hlýju í kroppinn.
Þá varð mér hugsað til smáfuglanna. Greyjin! Hvar eru þeir í svona veðri? Hvar skyldu þessi litlu kríli halda til? Hvað ætli margir deyji á einum vetri. Þegar ég var krakki, fundum við vinkonurnar stundum dána smáfugla og jörðuðum þá í garðinum. Fengum skókassa og koddaver til að hafa hlýlegt.
Á sumrin gleðja þeir okkur með söng og fegurð sinni, en á veturna gleymum við þeim allt of oft. Það er kanski erfitt að gefa þeim fræ núna því það fennir yfir allt korn strax. En það eru til korn í neti til að hengja upp og þá fennir ekki yfir allt strax. Best að kaupa þetta á leiðinni í vinnuna á eftir. Sá þetta í Europris núna í haust, vona að það sé til enn. Ég get hengt þetta á grillið, það stendur í skjói. Þá friðar maður samviskuna smá. Pabbi gefur þeim alltaf kartöfluhýði og hreinlega allt sem fellur til, jafnvel afgang af soðnum hafragraut.
Dægurmál | 8.2.2008 | 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Unglingurinn á heimilinu fór á grímuball í skólanum og var í öðru sæti í vali á flottasta búningi. Hann er sumsé þessi í röndótta gallanum á myndunum, keyptum í Marokkó þar sem þetta eru ósköp venjuleg hversdagsföt. Þetta þótti all verulega skemmtilegur galli á grímuballinu hérlendis.
Dægurmál | 7.2.2008 | 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
bolla bolla bolla
Upprennandi bollu sukk helgi framundan. Unglingurinn minn átti 15 ára afmæli á mánudaginn og langaði ekkert að halda upp á afmælið svo ég ætla bara að bjóða familíunni í bollukaffi og er frjálst val hvort það verði rjómabolla eða bolla með smjöri og osti
Dægurmál | 1.2.2008 | 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, það var nú fjör í Hafnarfirðinum í gær.
Kvennakór Reykjavíkur hélt upp á 15 ára starfsafmæli með stæl.
Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að skemmta sér með fólki sem finnst gaman að syngja.
Haldið var þetta líka glimrandi fínt þorrablót og að sjálfsögðu var karlpeninginum boðið með á sjálfan bóndadaginn.
Meðal karlmaðurinn þarf ca. 15 mínútur til að hafa sig til á svona fínt mannamót. Kanski 20 mín. ef hann rakar sig og fer í sturtu. Síðan er bara að skella sér í jakkafötin. Wollllaaaa, tilbúinn....
Kvenkosturinn hefur örlítið, bara svona pínulítið meira fyrir fínheitunum á sjálfum sér, heldur en karlinn. Til að undirbúa eitt svona fínt kvöld þarf að byrja að undirbúa með a.m.k. viku fyrirvara. Til að líta sómasamlega út á svona mannamótum þarf að hafa fyrir hlutunum.
Fyrst var farið í lit og plokkun og smá andlitsnudd. Hefði alveg viljað liggja mun lengur í afslöppun í stólnum, sérstaklega með tilliti til þess að arfa vitlaust veður hefur verið undanfarið.
Svo er það náttúrulega daglegt sellófan til að plata líkamann, vonast til að hann lyftist í norður átt en ekki niðurátt.
Þá er það að muna að panta klippingu, strípur og svo lagningu eða blástur á stóra daginn. Helst hálfum eða heilum mánuði fyrr til að fá sinn uppáhalds hárgreiðslu gúrú.
Arkað er í undirfatabúðir bæjarins til að finna þessa umtöluðu vafninga, samfellur, aðhaldspils eða aðhaldsbuxur. Að ég tali nú ekki um haldara sem halda öllu á sínum stað. Eftir nokkrar búðir og mátunarklefa, blóð svita og tár var útkoman aðhaldsbuxur sem ná frá hnjám uppað haldara og svo haldari til að lyfta upp því sem var þar fyrir ofan. Eins gott að maður fái ekki undirhöku eftir allt þetta lyft.
Hafið þið séð kraftlyftingamenn troða sér í stálbrækur fyrir lyftingamót ?? Þeir svitna og blána og pústa og stynja. Það er sko ekkert miðað við okkur konurnar sem erum að fara á fínt mannamót.
Sveitt og þreitt eftir erfiði dagsins er haldið heim á leið til að raka allt óæskilegt hár í burtu. Varlega, svo ekki komi sár eða rispur.
Farið er í gegnum fataskápinn og aldrey þessu vant er til sómasamlegt dress í skápnum til að fara í á fína mannamótið. Annars hefðu bæst við allavega 2 dagar í að arka í búðir og finna hið eina fullkomna dress.
Neglurnar, ekki má gleyma þeim.... Langar og skreyttar.
Svo er komið að aðal deginum með fína mannamótinu. Þá er eins gott að byrja strax um morguninn. Fyrst er það sturtan og svo beint í hárgreiðslu, þar sem hárið er á endanum spreyjað svo stíft að enginn gæti haggað því nema bálandi norðanvindurinn.
Þá er farið til Gunnu vinkonu sem er snyrtifræðingur og hún setur upp þetta fína aldlit á mann sem er nú varla þekkjanlegt miðað við þessa daglegu, mascara-varalitur-förðun, svona hversdags þú veist.
Til að lifa af daginn er henst í það að fá sér hollan ávaxtasafa, nýpressaðan, og eina spelt flatköku með hangikjöti. Þetta verður að duga fram á kvöld til að ekki springi nú allt utanaf manni.
Þá er það stálbrókin.... ég meina, aðhaldsbuxurnar. Best er að fá eiginmanninn með sínar kröftugu hendur í lið með sér. Þá er að hisja upp það sem virðist ógerlegt þegar að hnjám er komið, en, með sameiginlegu átaki, hann að aftan og ég að framan, text hið næstum óframkvæmanlega, að hisja brókina alla leið upp að hálsi, eða næstum því. Skella síðan haldaranum á sinn stað.
Því næst er að setjast niður og láta svitan gufa upp og reyna að ná andanum. Fá sér pínulítið vatn, en alls ekki mikið því þá þarf að pissa, og ekki viljum við það svona rétt fyrir veisluhöldin, því það kostar blóð svita og tár að fara úr og aftur í.
Skartgripirnir eru valdir af kostgæfni, eyru, háls, fingur og armar. Bara flott.
Þá er það aðal dressið. Smellur eins og flís við rass og engar fellingar eða rúllupylsur eru sýnilegar. Allt situr fast á sínum stað.
Á fína mannamótinu er að sjálfsögðu tekið vel til martar síns og á þriðja diski vildi ég óska að stálbrókin hefði orðið eftir heima. Og eftir einungis 1 spræt glas er blaðran farin að segja til sín. En maður skellir sér bara á dansgólfið og brennir þar nokkrum karólínum og svitnar nokkrum lítrum til að þurfa ekki að fara á klósettið.
Allt fyrir lúkkið þið vitið....
Rekst ég þá ekki í einhverja fyrirstöðu og þrjár neglur brotna... ÆÆ
Kíki á klóið til að lappa upp á neglurnar og verð að sjálfsögðu alveg í hlandspreng að heyra aðrar konur pissa. Skelli mér á klóið.... úff. nú vantar 2 hendur í viðbót til að hisja herlegheitin upp aftur. Iss piss, skelli stálbrókinni bara í veskið... þvílíkt frelsi....
Þegar út á dansgólfið er komið aftur er að sjálfsögðu einhver sem flækir úrið sitt í hárinu á mér, sem er frekar auðvelt þar sem ég rétt slaga yfir 1 og 1/2 meter og fína stíflakkaða hárið er í rúst, flókið og strítt.
Þá er tími til kominn að fara heim. Þegar út er komið rífur norðan garrinn í allt sem hægt er að feykja til...
Eftir gott kvöld er gott að koma heim. Þegar ég lít í spegil þegar heim er komið, sé ég allt aðra konu en þá sem fór út fyrr um kvöldið á fína mannamótið. Hárið úfið, neglur brotnar og rúllupylsurnar komnar á sína gömlu góðu staði.
Eiginmaðurinn stendur við hlið mér jafn glæsilegur og áður en við fórum út fyrr um kvöldið.
Úff. Er þetta þess virði??
Dægurmál | 26.1.2008 | 18:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú erum við ekki lengur litla verndaða ísland á hjara veraldar. Þetta finnst mér hræðilegt, að barn sé tekið af skólalóð og reynt að troða því inn í bíl. Það fyrsta sem mér datt í hug var; HVAR VAR STARFSFÓLKIÐ Á SKÓLALÓÐINNI???? Er þetta ekki bara eins og "öll" börn tala um, að þeir sem eiga að vakta skólalóðina í frímínútum, eru bara úti í horni upp við vegg að kjafta. Við vitum það alveg frá því við vorum í skóla að þeir sem eru úti með börnunum, rotta sig saman að spjalla.
Ég held að skólastjórar þurfi að taka ansi vel til í sínum ranni til að fá almennilegt starfsfólk, setja það á námskeið og peppa upp ÁBYRGÐ
Annars veit maður ekkert hvort þetta var forræðisdeila eða bara plein kúgun, handrukkarar eða hvað sem er???
Er kanski kominn tími til að setja múr í kringum skólana okkar og fylgja börnunum alveg upp að skóladyrum og vona það besta að þar sé fylgst vel með þeim og þau séu pössuð
Dægurmál | 15.1.2008 | 10:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Er það ekki týpískt!
Loksins þegar eitthvað er um að vera þá gerist það allt á sama tíma.
Í apríl verður svo mikið um að vera að ég þarf að velja og hafna og kemur það ekki oft fyrir í mínu rólega lífi.
Kórinn minn er að fara til Noregs, líka austur á land, vinnan er að fara til Þýskalands og Jesú konur með kvennamót. Allt í sama mánuðinum.
Ég er búin að ákveða að fara með kórnum til Noregs, búin að borga ferðina og allt. En þá er að vita hvort maður eigi að velja eitthvað af hinum gæða tilboðunum sem eru í boði.
Þar sem ég er ekki milli, hef ég ekki efni á þessu öllu saman, og þar sem ég hef ekki stjórn á tíma og rúmi þá veit ég ekki hvort ég vilji eyða hverri einustu helgi fjarri heimilinu. Kemur í ljós þegar nær dregur hvað ég geri.
Dægurmál | 13.1.2008 | 12:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar