Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Kringlan hristist

Þar sem ég var stödd í Kringlunni í vinnunni minni þegar skjálftinn var,  var ótrúlegt að sjá viðbrögð fólks. Það virtist vera að þeir sem voru á gangi fyndu ekki fyrir skjálftanum, en þeir sem sátu, hristust með. Þó nokkrir voru staðnir upp frá borðum og voru á leiðinni út. Þetta var í eina skiptið sem ég var virkilega fegin að vera með fáa viðskiptavini þar sem mínir viðskiptavinir eru á aldrinum 3-9 ára og ekki sjálfbjarga í svona aðstæðum. Korteri seinna var nefnilega orðið fullt hús hjá okkur. En sem betur fer fyrir sálartetrið þá erum við með góða flóttaleið fyrir svona ástand, bæði í sambandi við eld og jarðskjálfta og meira að segja ný búin að hafa æfingu með starfsfólki og börnumWink
mbl.is Afar öflugur jarðskjálfti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bissí Maímánuður

Byrjaði á 1. maí kaffinu hjá BSRB.

Síðan hafa verið langar kóræfingar til að vera nú klárar á  tónleikunum.

Hrikalega mikið að gera í vinnunni  því meirihlutinn af starfsfólkinu er í prófum.

Svo voru tónleikar á miðvikudaginn, Svakalega vel heppnaðir, eiginmaðurinn átti afmæli þann dag og við máttum ekkert vera að því að halda afmælisveislu.

Á fimmtudaginn fórum við út að borða með saumó, köllunum að sjálfsögðu boðið með, á hreint alveg sérstakan stað, Hlið á Alftanesinu hjá honum Boga bloggvini mínum. Þar var tekið á móti okkur með kostum og kynjum og svo mikil hlýja að leitun er að öðru eins. Við vorum 11 saman og áttum staðinn útaf fyrir okkur þessa kvöldstund. Maturinn á heimsmælikvarða og þjónustan og gestrisnin til fyrirmyndar. Útsýni til allra átta og bara gleði.

Pabbi kallinn átti svo afmæli í gær, 84 ára öðlingurinn bauð allri fjölskyldunni í mat, lambalæri, kartöflur og dósamatur eins og hann kallar það, sumsé opnar nokkrar dósir af baunum, rauðkáli og fleira til meðlætis.

Svo voru seinni tónleikarnir núna í dag kl. 17 og partý fyrir kórkonur á eftir.

Alveg brilljant 


Líf mitt og yndi

Þessi kór er alveg líf mitt og yndi.

Kíktu í kvöld í Grensáskirkju kl. 20 þá erum við með tónleika

Nú, ef þú kemst ekki í kvöld, þá bara á laugardaginn kl.17

Við syngjum djass og dægurlög

Bara flott....

Sí jú ðer 


Ótrúlega flott 1. maí kaffi hjá BSRB

og að sjálfsögðu vorum það við sem sáum um að baka og uppfarta alla sem komu að fá sér í svangin. "Við" erum Kvennakór Reykjavíkur og erum orðnar þekktar fyrir flotta 1. maí kaffið okkar. Fólk kemur meira að segja og spyr hvort þetta sé ekki örugglega kaffið sem Kvennakór Reykjavíkur sér um.Wink

Hellt var uppá tugi lítra af kaffi, hundruðir diska og bolla voru vaskaðir upp og ótrúlegu magni af meðlæti var sporðrennt.

Allir fóru glaðir og saddir út úr húsi.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband