Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Strumpur ertu

You have a JOKEY SMURF personality!

 Jokey Smurf


What Smurf am I?You are Jokey Smurf. You are an exciting and entertaining person. You like to have a good time and a good laugh too! You are a prankster at heart. Some may accuse you of not taking things seriously, but you realize that a good sense of humor will get you through even the hardest of times. You are fun to be around and you are definitely the life of the party!

OHHHH... ég er svooo skemmtileg 

 


Nú styttist í Noregsferðina

Allt í einu er komið að því.

Ég er búin að hlakka til þessarar ferðar í ótrúlega langan tíma og svo er þetta bara alveg að bresta á.

Ferðin hefst út úr Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. Fyrra flug dagsins er á hádegi og fljúgum við til Osló, þaðan tökum við innanlandsflug til Þrándheims og verðum komnar á áfangastað seinnipart dags.

Aldrei komið þangað og hlakka mikið til.

 Fór inn á veðurspána og hún er nú ekkert sérlega góð. Rigning og ca 3°hiti, betri vikuspá hér á fróni.

Það er ótrúlega mikið í gangi á svona norrænu kvennakóramóti. Allskonar grúppur og skemmtun fyrir glaða söngfugla.

Svo munum við syngja í Niðarós dómkirkjunni, voða spennandi, að ég tali nú ekki um sundlaugina, en það er nú kapítuli út af fyrir sig sem ég á örugglega eftir að segja frá síðar...

Jæja, best að fara að pakka til að sjá hvort ég þurfi nú eitthvað stærri tösku, en við hafnarfjarðardívurnar stefnum á litlar töskur svo við getum verið samferða í bíl út á flugvöll.

Það var stemming um það að prjóna lopavesti og ég held barasta að allar kórkonur hafi prjónað sér vesti, í hinum ýmsu regnbogans litum. Það verður svona óformlegur kórklæðnaður.

Líklega koma inn ansi margar myndir eftir þessa ferð.

Farin að pakka... 

 


Get margt sagt um þessa frétt og söfnuði eins og þennan EN......

Sá sem skrifar fréttina er greinilega varla útskrifaður úr grunnskóla eða hvað???

Hvernig beygir þú orðið söfnuður?

Söfnuður

Söfnuð

Söfnuði

SAFNAÐAR

 Það fer hræðilega í taugarnar á mér þegar fréttaflutningur er skrifaður  með ótrúlega skrítinni fallbeygingu.

Þetta er ekki einu sinni fyndið 

 


mbl.is 52 stúlkur fluttar af búgarði sértrúarsöfnuðar í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband