Bloggfærslur mánaðarins, mars 2008
Hmmm....
Hvað er hægt að gera til að spara?
Uppi á vegg hjá einum bankastjóra stóð spakmæli rammað inn. "Sparaðu aurinn þá kemur krónan"
Mér þótti þetta sniðugt þá, og hef hugsað mér að taka mér þetta til fyrirmyndar.
Hvar er þá að byrja...
Jú, eins og mamma gerði, þá fóðraði hún ruslafötuna undir vaskinum, með dagblöðum. Þar sparast 15 kr. á dag þar sem hefði verið venjulegur innkaupapoki 15x30=450 kr. á mánuði eða 5400 á ári. OK ágætt það
Hafa oftar grjónagraut og sleppa slátrinu því það er eins og allir vita alveg rándýrt, NEMA... maður geri það sjálfur í eldhúsinu heima. og hafa pasta, ekki má gleyma því. Drekka vatn og EKKERT annað, vona bara að borðbænin breyti því í eitthvað annað, t.d. mjólk sem er orðin munaðarvara
SOKKAR. Það liggur við að allir sokkar á heimilinu séu einnota, Þá er að taka upp nál og tvinna og kenna öllum að stoppa í sokkana sína.
Göt á hnjám. hvernig væri að fara að stytta buxurnar sem börnin ganga í og ganga oftast á, taka styttinguna og sauma yfir hnégötin, þá duga buxurnar lengur.
Láta börnin ganga, hætta þessu skutli endalaust og núna er strætó bara orðinn munaður. Taka strætóinn af þeim og láta þau ganga, þá þurfa þau ekki að vera í íþróttum og þar sparast líka nokkrir þúsundkallar...
Þá er líka það klassíska að sauma upp úr gömlum flíkum.
Hætta að fara í bíó þessi 2 skipti á ári að ég tali nú ekki um leikhúsin, þau eru bara ekki lengur inni í myndinni.
Leggja sjónvarpinu og láta innsigla snúruna
Spara rafmagnið hafa allstaðar slökkt alveg fram í kola myrkur, og í sumar þarf ekkert að hafa ljós. Að ég tali nú ekki um hitann. Láta hitann frá pottunum duga og hætta að lofta svona mikið út til að hita upp allt umhverfið... bara klæða sig betur inni.
Dælan í fiskabúrinu fær að fjúka og naggrísinn hann Jón Bjarni fær ekki svona mikið að éta, bara ónýta kálið sem mannfólkið vildi ekki.
Allar skemmtanir og mannfagnaðir eru úr sögunni
Eina við þetta allt saman að lífið verður ósköp flatt og eina skemmtunin kemur út í meiri kostnaði 9 mánuðum síðar...
Hev a næs dei
Dægurmál | 31.3.2008 | 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þungar drunur úr flautum stórra bíla. Sé það ekki með eigin augum en mér heyrist eitthvað vera í gangi hér í Hafnarfirðinum.
Efast um að einhver pirraður flauti svona mikið. kanski sé ég það í fréttunum í kvöld
Vonandi eru Vörubílstjórarnir komnir í fjörðinn að mótmæla þessari hækkun á bensíni.
Nú er bara næst á dagskrá að fara að selja bílinn og taka strætó. Prjóna sér bleika ullarsokka (eins og Sollu sokka) og arka af stað
Dægurmál | 31.3.2008 | 08:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Dægurmál | 29.3.2008 | 14:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bara láta í sér heyra. Kanski tek ég bara þátt í þessu ef þeir stoppa svona umferð á morgun.
Verra með konuna sem var að skutla handleggsbrotnu dótturinni á slysó.
Áframhaldandi umferðarskærur" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 28.3.2008 | 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Stoppa bara alla umferð og mynda stíflu á aðal æðum Reykjavíkurborgar.
Reyndar var það frekar fúlt að starfsmenn hjá mér komu of seint til vinnu eftir hádegi út af þessu, en það fyrirgefst algjörlega þegar svona baráttumál vegna hás bensínverðs eru í umferðinni.
Dægurmál | 28.3.2008 | 18:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er það að koma inn myndum af grænu kökunni.... Í staðinn fyrir að setja kakó í deigið, settum við grænan matarlit
Sko!! ekkert smá flottur botn, eins og grænu túnin að sumri
Gerði heiðarlega tilraun til að skreyta svona eitthvað gult og páskalegt, og árangurinn að sjálfsögðu glæsilegur
Glæsileg útkoma, sneiðin öll í "sétteringu" gul, brún og græn, og ekki var hægt að klaga yfir bragðinu.... mmmmmmmmmm..........................
Og kallarnir mínir kátir með lífið og kökuna
Dægurmál | 25.3.2008 | 09:46 (breytt kl. 09:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Ísland byggðist upp af útlögum og glæpaliði frá öðrum löndum. Fólki sem vildi víkka sjóndeildarhringinn og ekki vera undir hælnum á konungum sinna þjóða. Þjófar, ræningjar, borgarar sem ekki vildu hlýða skipunum konungs. Konungarnir voru að vísu mis gáfaðir og oftar en ekki leiðinda fól sem púkkuðu ekki undir landann, heldur púkkuðu þeir undir rassinn á sjálfum sér.
Með í för voru konur, börn, þrælar og búfénaður.
Ísland var opið land, hér bjuggu bara örfáir munkar. Ísland var "tómt" land (óbyggt).
Í dag er Ísland "fullt" land. Hér er búið á hverju bóli sem hægt er að byggja og er lífvænlegt. Íslendingar hafa í aldanna rás "mannast" og "dannast" þó alltaf sé svartur sauður í hverri fjölskyldu.
Er sagan að endurtaka sig?
Nú eru fá "tóm" lönd til í veröldinni, fyrir útlagana að fara til, svo þeir fara bara á eitthvað krummaskuð norður í íshafi til að höggva mann og annan. Lang best að höggva þá sem tala sama tungumál... eða hvað?
Það eru þessir svörtu sauðir sem setja svartan blett á útlendingana sem flytjast hér í stórum stíl til landsins.
Lang flestir þessara útlendinga eru venjulegt fólk eins og "við" Íslendingar.
En eins og góður landi sagði: "Það bylur hæst í tómri tunnu". Og er það ekki það sem er að gerast. Það heyrist mest í vittleysingunum. Glæpaliðinu. Þeim sem kunna sig ekki. Þeim sem hafa ekki mannast á sínu lífshlaupi.
Og Ísland ber kostnaðinn. Fangelsin full og þarf að byggja ný.
Já, sakavottorð væri til bóta þegar fólk kemur inn í landið til að fá vinnu.
Ég gæti haft mál mitt mun lengra, en læt þetta gott heita að sinni.
Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 24.3.2008 | 10:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þessi málsháttur kom úr páskaeggi nr. 4 frá honum Nóa gamla. Er að verða búin að slátra innvolsinu úr egginu en á skurnina eftir... Þá er bara að setja í gírinn og drífa sig í að klára þetta.
Annars var í gærkvöldi bökuð páska súkkulaði kaka. GRÆN að ósk unglingsins, skreytt með gulu, voða páskalegt
Dægurmál | 23.3.2008 | 16:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Og ég ætla sko ekki að baka nein vandræði.
Kórinn minn ætlar að hafa kökubasar á sunnudaginn í Blómaval Skútuvogi og þar verða sko engar smá hnallþórur sem varða seldar þar, svo komdu og kíktu við til að fá þér eina góða í sunnudagskaffið.
Svo er Hilmar frændi að fara að fermast og þá verður sko meira bakað og bakað...
Súkkulaðitertur og Kókosmjölstertur með súkkulaði og jarðarberjum.
Dægurmál | 15.3.2008 | 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Eða var hann bara að gefa henni mjólk og smákökur...
Arrrrgggg...
Sumt fólk er greinilega svo rosalega siðblint að það heldur að það geti neitað svona atburðum.
Ætli honum verði svo ekki vorkent vegna aldurs og hann sleppur út eftir stuttan tíma.
Misnotaði 13 ára gamla stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 14.3.2008 | 10:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar