Bloggfærslur mánaðarins, desember 2008

Tími á uppskrift

Jæja, það er algjörlega kominn tími á eina uppskrift eða svo.

Ég er svo heppin að eiga pabba sem er alveg að fíla sig í tætlur við að baka, og við systkynin njótum góðs af, alskonar randabrauð og smákökur sem hann töfrar fram.

En hér kemur mín uppáhalds fyrir jólin

SÚKKULAÐIBITASMÁKÖKUR

300 gr. smjör

1 1/2 bolli púðursykur

1 bolli sykur

3 egg

3 tsk vanilludropar

3 bollar + 6 mtsk. hveiti

1 1/2 tsk salt

1/2-1/4 tsk lyftiduft

4 1/2 bollar grófsaxað suðusúkkulaði = 4 1/2 plata

3 bollar saxaðar hnetur (sem ég sleppi)

Hita ofninn í 180°C, 

Þeyta saman smjör, púðursykur og sykur létt og ljóst.

síðan bæta við eggjum og vanilludropum, seinast allt þurrefni og súkkulaði.

Setjið með teskeið á smjörpappír (eða matskeið ef þið viljið risa smákökur:)

Bakið í 15 mín.

Mmmmm........InLove


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband