Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007
Bakkaði á fjölbýlishús | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 30.8.2007 | 20:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiddu mína litlu hendi
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.Hafðu gát á hjarta mínu,
halt mér fast í spori þínu,
að ég fari aldrei frá þér,
alltaf Jesús, vertu hjá mér.Um þig alltaf sál mín syngi
sérhvern dag, þó eitthvað þyngi.
Gef ég verði góða barnið,
geisli þinn á kalda hjarnið.(hef ekki hugmynd eftir hvern þetta er)
Ljóð | 30.8.2007 | 20:42 (breytt kl. 20:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Jæja, þá fer kórinn að hefja vetrargaulið Æfingar byrja í næstu viku og spennandi starf framundan.
Ég byrja að sjálfsögðu í toppformi, komin með hálsbólgu og alles.
Í dag var raddprufun og inntaka nýrra félaga. Ég sem var í 1. sópran er komin í 2. bassa og var send í karlakór.
En lífið gengur út á það að velja og hafna og nú verð ég að taka ákvörðun. Ég ætlaði að byrja í skóla í haust og mér sýnist sem svo að tímarnir skarast og ég verði að velja skólann og hafna kórnum í vetur. En sjáum hvað setur. Kannski get ég púslað þessu einhvernvegin saman.
tjá tjá
Dægurmál | 30.8.2007 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég var hérna um daginn að rifja upp vísu sem ég lærði einhverntíma, en skautaði ekki betur á svellinu en að ég bullaði tóma steipu, en hér er það sem ég vildi sagt hafa
Sumri hallar, hausta fer,
heyri snjallir ýtar,
hafa fjallahnjúkarnirhúfur mjallahvítar.
Girnast allar elfur skjól
undir mjallar þaki,
þorir varla að sýna sól sig að fjallabaki.Verður svalt því veðri er breytt,
vina eins er geðið,
þar sem allt var áður heitt,er nú kalt og freðið
Sestu hérna sólskinsbarn, sumar hjá þér dvelur,
meðan haustsins gráa garn
grösin jarðar felur(Baldur Ragnarsson)
Ljóð | 25.8.2007 | 11:57 (breytt kl. 12:03) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Já, ég er ekki hissa að vísindamenn skuli vera búnir að "fatta" að matvendni gæti gengið í arf.
Mamma mín er ein sú matvandasta, en leyndi því vel fyrir okkur systkynunum þegar við vorum lítil og kenndi okkur það að allur matur sem væri á borðum og væri hollur ætti að borða og í það minnsta að smakka á honum... Mamma oft bara rétt smakkaði á mat.
Yngri sonur minn hefur erft þetta frá ömmu sinni. Er afskaplega matvandur, en smakkar þó allan mat.
Kanski liggur þetta í blóðflokkum?? Þau eru bæði í O
Matvendni er arfgeng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 25.8.2007 | 11:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Skólabúningar eru eitthvað sem mér þykir mjög þarft í bæði leikskólum og grunnskólum.
Á hverju hausti þegar skólinn byrjar sé ég hvað strákarnir mínir hafa stækkað alveg ótrúlega frá síðasta skólaári og þarf að fjárfesta í fötum til að þeir líti nú sómasamlega út, ekki með rifin hné og grasgrænu hreinlega á öllum flíkum. Við sörfum kauphallirnar og göngum búð úr búð til að finna réttu stærðirnar, litina og mynstrin. Þetta er eitthvað sem mínum drengjum þykir alveg hreint út sagt óþolandi. Sveittir og þreyttir í mátunarklefunum.
Þar sem frúin á heimilinu er heldur ekki fatafrík og á einstaklega erfitt með að tileinka sér stærðatöflur frá hinum ýmsu löndum og framleiðendum þá er þetta fremur óspennandi.
Á mínu heimili hefði skólabúningum verið tekið fagnandi bæði af foreldrum og börnum.
Nú í haust hefur Sæmundarskóli tekið upp skólabúninga og er þá í hópi með Áslandsskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar. Ekki veit ég hvort fleiri skólar eru með en það væri skemmtilegur leikur.
Flestir vilja vera í skólabúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 25.8.2007 | 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Kvölda tekur sest er sól
heyri snjalli rýta
hafa fjallahnjúkarnir
húfur mjallahvítar
Vaknaði í morgun alveg skítkalt og datt þá í hug þessi vísa. Man ekkert eftir hvern hún er.
Ljóð | 21.8.2007 | 21:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Jæja, þá fer skólinn að byrja hjá strákunum.
10 ára Sundkappanum mínum og skilmingameistara, kvíðir alveg hræðilega fyrir. Hann er nefnilega lesblindur og líka alveg óstjórnlega hægfara í flest öllu.
Lesblinduna tækluðum við með Davis leiðréttingu hjá henni Guðrúnu vinkonu í Gamla Bókasafninu og er það allt á uppleið. Svo fékk hann líka gleraugu og þá batnaði það enn meir.
Mest kvíðir hann fyrir gangavörðunum (eða skólaliðum eins og þeir heita núna). Þar sem minn maður er mjög lengi að öllu þá er hann líka lengi að koma sér út í frímínútur og lengi að koma sér inn aftur. Hótanir eins og "Ef þú kemur einu sinni enn svona seint úr frímínútum, ÞÁ......" og svo fær hann ekkert að vita hvað þetta hræðilega "ÞÁ" er. Og svo fær hann líka "Ef þú ert svona svakalega lengi að koma þér út þá skrifa ég þig í bókina og ÞÁ..." og svo fær aumingja barnið ekkert að vita hvað þetta "ÞÁ" er og kemur heim alveg miður sín og uppspólaður af stressi og það hægir enn meira á honum.
Ef það væri hægt að "gera" meira í skólanum annað en að sitja og lesa, þá væri lífið allt á uppleið
Svo er það hinn 14 ára Sientific fighting gormurinn. Er á loka sprettinum í grunnskóla og hlakkar til að fara í framhaldsskóla. Eina málið er að það er úr svo mörgu að velja.
Skólinn er bara skemmtilegur og ekkert annað, þó vinirnir megi nú ekkert endilega vita af því. Síðasta vetur tók hann meðvitaða ákvörðun um að lesa ekki fyrir próf til að vera bara eins og hinir í einkunnum.
Þessir tveir eru ólíkir eins og dagur og nótt en samt ótrúlega góðir vinir og bara góðir strákar yfir höfuð. En eitt eiga þeir sameiginlegt og það er að þeir eru mjög góðir skákmenn
Dægurmál | 20.8.2007 | 18:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mannvonskan er algjör í sinni verstu mynd. Að ræna bönum eða kaupa og selja er það sorglegasta sem ég veit um.
Velmegunarþjóðir heimsins eru að drepa sjálf sig með óhollum lifnaði og streitu og fólk getur ekki átt börn vegna streitu og ýmissa annarra kvilla. En samfélagið segir að allir eiga að fara í pakkann: hjón/sambúð, hús, bíll, ríkur í góðri stöðu og barn. Og ef þú getur ekki eignast barn STRAX - NÚNA. Þá bara sækir þú um ættleiðingu og ef þú ert aftarlega á listanum eða ekki metinn hæfur, kaupir þú bara það sem þig langar í - stelpu-strák.
Að ég tali nú ekki um að þegar fólk er búið að fá barnið í hendurnar þá hefur það engan tíma fyrir barnið því framinn og vinnan er nr. 1, 2 og 3
Fólk verður að hugsa aðeins lengra því það þurfa ekki allir að vera í þessum pakka. Sumum finnst börn ekkert flott eða skemmtileg en krafan í þjóðfélaginu segir að þú átt að vera svona og svona
Á fimmta tug barna bjargað í Gvatemala | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 13.8.2007 | 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Simon Cowell sveik sex ára gamla stúlku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | 13.8.2007 | 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
3 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar