Á morgun, 28. janúar verður stóri strákurinn minn 16 ára, og hann er svo stór að hann slagar hátt uppí 190cm. Þetta er algjör dugnaðarforkur og mamman að sjálfsögðu voða stolt af honum.
En er þá ekki bara kominn tími á uppskrift.
Heima hjá mér er þetta uppáhalds afmæliskakan:
Súkkulaðikaka:
1 1/2 bolli sykur
125 gr. smjörlíki
2 egg
1 tsk. lyftiduft
1tsk. sódaduft
1/2 tsk. salt
2 1/2 msk. bökunarkakó
1 bolli súrmjólk
1 tsk. vanilludropar
2 1/2 bolli hveiti
Smjör og sykur þeytt létt og ljóst, síðan eggin eitt og eitt í einu, svo rest af blautum efnum. Síðast er öllum þurrefnum bætt við og hrært mjög varlega. Bakist á ca 175°C aðeins neðar en í miðjum ofni i ca 15-20 mín.
Þetta eru 2 stórir þéttir botnar.
Krem á milli:
300 gr. flórsykur
2 mtsk. kakó
150 gr. smjörlíki
1/2 tsk.. vanilludropar
1 egg
allt þeytt vel saman, ef kremið er svakalega þykkt, þá er 1 mtsk. af sjóðandi heitu vatni bætt við.
Krem ofaná:
125 gr suðusúkkulaði
150 gr. Flórsykur
75 gr. smjör
1 egg
Bræðið súkkulaði og smjörlíki við vægan hita.
hrærið saman egg og flórsykur og bætið svo súkkulaðismjörinu saman við og hrærið vel.
Nammmmmiiiii.......
Flokkur: Matur og drykkur | 27.1.2009 | 22:48 | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
3 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Til hamingju með soninn Alveg ekta dagur til að fæða börn...ljúfir vatnsberar, sem þau eru
Sigrún Jónsdóttir, 28.1.2009 kl. 13:14
Til hamingju með drenginn þinn
Ásdís Sigurðardóttir, 28.1.2009 kl. 14:42
hæ hæ
til hamingju með tröllið... þau eru yndisleg þessi janúarbörn! Kannski maður skelli í þessa uppskrift. Njótið dagsins, kv. Arna Akureyringur
Arna (IP-tala skráð) 28.1.2009 kl. 23:29
Sæl og blessuð
Til hamingju með strákinn.
Uppskriftin er mjög girnileg.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2009 kl. 12:31
Til hamingju með stóra stóra strákinn
Nú veit ég hvað ég baka í dag
Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 10:09
HA! Arna ætlar þú að skella í uppskrift af yndislegu barni eða köku ???? hehe, nei, ég veit þú átt ljúft janúarbarn.
Takk allar fyrir kveðjurnar
Svala Erlendsdóttir, 30.1.2009 kl. 13:00
Til lukku með strákinn þinn, þann 28 og alla aðra daga! Ég á lítinn 29 ára bróðir sem kom þann mæta dag í heiminn.
www.zordis.com, 2.2.2009 kl. 10:13
Sæl Mín kæra Svala!
Það var líka afmæli hér í janúar.Yngri sonur okkar varð tvítugur þann 31.
Bakaði súkkulaði kökur fyrir afmælisboðið.Já það dugði ekki bara ein her fuku þrjár af því tilefni+ allt hitt.
Annars koma hér síðbúnar afmæliskveðjur
Dóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 4.2.2009 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.