Þetta liðna ár hefur verið margbreytilegt á ýmsan hátt. Gleði og sorg og allt þar á milli.
Nú er komið heilt ár síðan ég byrjaði í nýrri vinnu og var það kærkomið að breyta til eftir 8 ár sem dagmamma. Það var þó erfitt að hella sér út í hringiðu desembermánaðar (2007) í nýtt starf og allt það sem þarf að læra á nýjum vettvangi, en samt skemmtilegt að takast á við.
Svo dó mamma í desember 2007. Yndislegasta kona veraldar. Ég sakna hennar oft og finnst skrítið að hún skuli vera farin þó hún hafi verið háöldruð. Hún hefði orðið 87 ára næsta sumar. Ásta frænka, systir hennar mömmu dó svo 2 mánuðum seinna.
Kvennakór Reykjavíkur hefur verið mitt líf og yndi. Svakalega skemmtilegar konur þar og öll ferðalögin sem farin voru og ég tala nú ekki um frábæra tónleika sem haldnir hafa verið. Óskaplega gaman að taka þátt í þessu starfi.
Rakel vinkona opnaði nýtt fyrirtæki og vann ég mikið hjá henni síðasta sumar meðan brjálað var að gera og fyrirtækið að festa sig í sessi.
Notaði mitt stutta sumarfrí til að njóta nágrannasveitafélaganna. Sund, tjaldferðir, Nauthólsvík...
Ekki má gleyma saumó. Þar eru sko kjarnakonur í hverju horni. Við brölluðum margt á árinu, fórum í útilegu, borðuðum góðan mat saman, hittumst á kaffihúsum, fórum í kvennaflokk í Vindáshlíð, dillibossuðumst í magadansi og svo ótalmargt fleira.
Strákarnir mínir eru alveg þeir frábærustu af öllum strákum. Skemmtilegir og duglegir. Sá eldri byrjaði í Flensborg í haust og brilleraði alveg á jólaprófunum. Sá yngri fékk líka ótrúlega flottar einkunnir núna fyrir jólin. Þeir eru með margt á prjónunum og gaman að fylgjast með sigrum þeirra og sorgum.
Þegar litið er yfir liðið ár er af mörgu að taka. Vonandi færir nýja árið okkur gleði og ánægju og góðan félagsskap.
Kærar kveðjur til allra sem lesa þetta blogg
Gleðilegt nýtt ár 2009
Flokkur: Dægurmál | 1.1.2009 | 15:49 (breytt kl. 16:19) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleðilegt nýtt ár og takk fyrir ánægjuleg samskipti á liðnu ári.
Sigrún Jónsdóttir, 1.1.2009 kl. 16:43
Sæl frú Svala mín!
Gleðilegt ár og takkfyrir gömlu árin!
Guð veri með þér !
Kveðja úr Garðabænum Dóra.
Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 1.1.2009 kl. 21:33
Sæl og blessuð
Guð gefi þér og þínum Gleðilegt nýtt ár og farsælt komandi ár.
Erfitt að kveðja ástvini. Skil þig svo vel.
Vertu Guði falin
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.1.2009 kl. 22:12
Hæ hæ Svala mín
Ég óska þér og fjölskyldunni þinni alls hins besta á nýhöfnu ári. Megi það færa ykkur marga sigra og endalausa blessun Guðs! Vonandi hittumst við oft í saumó á þessu ári.
kær kveðja, Arna
Arna (IP-tala skráð) 1.1.2009 kl. 22:57
Gleðilegt ár Svala og megirðu njót þess vel. Takk fyrir bloggvináttu
Ásdís Sigurðardóttir, 2.1.2009 kl. 19:04
Guð blessi þig dugmikla kona á nýju ári 2009 - Að vera dugmikil merkir; hugrökk,áræðin,kjörkuð og dugleg.
Helena
Helena Leifsdóttir, 3.1.2009 kl. 00:58
Gledilegt ár Svala mín, og ég vona ad þú hafir þad gott. Hittumst vonandi hressar á árinu, hver veit.
Kær kvedja, Helga Ing.
Helga (IP-tala skráð) 3.1.2009 kl. 15:51
Gleðilegt ár !!! Það er ávallt gaman að líta yfir farinn veg og sjá að björtu hliðarnar standa upp úr.
Solla Guðjóns, 4.1.2009 kl. 22:28
Gleðilegt ár Svala mín og takk fyrir það gamla.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 7.1.2009 kl. 13:10
Elsku vinir og bloggvinir og allir aðrir, mikið rosalega er kaman að fá svona hlýjar kveðjur.
Svala Erlendsdóttir, 8.1.2009 kl. 09:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.