Tími á uppskrift

Jæja, það er algjörlega kominn tími á eina uppskrift eða svo.

Ég er svo heppin að eiga pabba sem er alveg að fíla sig í tætlur við að baka, og við systkynin njótum góðs af, alskonar randabrauð og smákökur sem hann töfrar fram.

En hér kemur mín uppáhalds fyrir jólin

SÚKKULAÐIBITASMÁKÖKUR

300 gr. smjör

1 1/2 bolli púðursykur

1 bolli sykur

3 egg

3 tsk vanilludropar

3 bollar + 6 mtsk. hveiti

1 1/2 tsk salt

1/2-1/4 tsk lyftiduft

4 1/2 bollar grófsaxað suðusúkkulaði = 4 1/2 plata

3 bollar saxaðar hnetur (sem ég sleppi)

Hita ofninn í 180°C, 

Þeyta saman smjör, púðursykur og sykur létt og ljóst.

síðan bæta við eggjum og vanilludropum, seinast allt þurrefni og súkkulaði.

Setjið með teskeið á smjörpappír (eða matskeið ef þið viljið risa smákökur:)

Bakið í 15 mín.

Mmmmm........InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Takk fyrir langa til að prófa.

Átt þú góðan dag .

Anna Ragna Alexandersdóttir, 3.12.2008 kl. 12:19

2 Smámynd: www.zordis.com

Jummmmmmmmmmmý "delisjö" !

www.zordis.com, 3.12.2008 kl. 20:31

3 Smámynd: Halldóra Lára Ásgeirsdóttir

Sæl Svala!

Þetta hljómar vel, hver veit nema maður vindi sér í baksturinn.

     Kveðja Dóra

Halldóra Lára Ásgeirsdóttir, 3.12.2008 kl. 22:03

4 Smámynd: Tiger

Já, þessi hljómar virkilega jummý - verð að prufa hana. Takk fyrir þetta og hafðu ljúfa aðventuna skottið mitt .. knús og kram.

Tiger, 4.12.2008 kl. 01:17

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Algjört möst að hafa súkkulaðibitana stóra þannig að einn súkkulaði biti fari ekki í minna en 4 bita

Svala Erlendsdóttir, 4.12.2008 kl. 08:36

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Girnileg uppskrift! ætla að prófa þessa

Huld S. Ringsted, 4.12.2008 kl. 09:06

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Ummmmmmm.....

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 10:55

8 Smámynd: Anna Ragna Alexandersdóttir

Ég  byrja á þessu í kvöld búin að kaupa í smáköku læt þig vita hvernig smakkast.

Anna Ragna Alexandersdóttir, 4.12.2008 kl. 14:27

9 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Já Anna, endilega láttu mig vita jafnvel gott að stytta örlítið baksturstímann ef þú villt hafa stökka kanta og mjúka miðju

Svala Erlendsdóttir, 4.12.2008 kl. 21:46

10 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Þetta er mjög girnilegt.

Vertu Guði falin.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 5.12.2008 kl. 01:10

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég nenni að baka, þá nota ég þessa uppskrift, takk fyrir hana Svala mín

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 5.12.2008 kl. 11:34

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.12.2008 kl. 14:30

13 Smámynd: Helena Leifsdóttir

Sæl Svala mín.
Ertu búin að fá þessa uppskrift algjört nammi namm..

Lion bar kökur
100 gr Lion bar
100 gr saxað suðusúkkulaði
150 gr púðursykur
80 gr smjörlíki
1 egg
160 gr hveiti
1/4 tsk natron
½ tsk salt
1 tsk vanilludropar Allt hrært vel saman, lion bar sett saman við síðast smátt saxað. Sett á bökunarpappír með teskeið uþb ½-1tsk í hverja köku. Hafið bil á milli því þær renna dálítið út. Bakaðar í ca 8 mín við 180 gráður. EF þær eru of lengi í ofninum verða þær grjótharðar.

Njóttu vel - Jólablessun til þín.
Kær kveðja.

Helena

Helena Leifsdóttir, 6.12.2008 kl. 00:30

14 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Na a a ammí! Ferlega girnileg líka uppskriftin hennar Helenu.

Endilega látið mig vita þegar þið eruð búnar að baka. Þá skal ég koma og smakka ;) 

Hrönn Sigurðardóttir, 6.12.2008 kl. 01:03

15 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Takk Svala mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband