Dillibossar

Ég er svo bissí við að gera eitthvað skemmtilegt þessa daganaKissing 

Við í saumó drifum okkur í magadans í Heilsubyltingunni, svona einn hóptíma og svo heitapottinn á eftir. Þetta var nú bara eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert svona síðustu misserin.

Magadans er nú bara svaka púl og rosa gott fyrir vöðvabólguna. Þar sem ég (og kanski fleiri) hef úr heilmiklu að moða til að dilla þá ætluðum við alveg að klikkast úr hlátri á tímabili þegar mesti hasarinn varLoL. Gæti alveg hugsað mér að fara að stunda þetta sem líkamsrækt.  Eftirá fórum við heim til Ólafar J. og fengum þessa líka flottu súpu sem var tilbúin þegar við komum heim til hennar.

Óskaplega gamanCool


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð

Skemmtileg lýsing á magadansinum.

Góða helgi.

Vertu Guði falin

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 15.11.2008 kl. 12:18

2 Smámynd: www.zordis.com

Ég vaeri alveg til í ad prófa ad dilla mínum mjúka malla! Frábaer samvera hjá ykkur vinkonum.

www.zordis.com, 15.11.2008 kl. 17:36

4 identicon

Hæ hæ Dillibossi

Svakalega hefur þetta verið gaman hjá ykkur skvísunum, verst að hafa misst af þessu. Vonandi kemst ég í saumó sem allra fyrst.

En takk fyrir síðast, mikið var gaman að fá ykkur í heimsókn     nú er bara að halda "sókinu" gangandi...

Arna (IP-tala skráð) 20.11.2008 kl. 21:44

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Vá magadans.......ég hef mikinn maga sem langar að eiga eitthvað hlutverk annað en pirra eiganda inn.........

Hvert fóru þið???

Solla Guðjóns, 21.11.2008 kl. 18:30

6 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Það er nauðsynlegt, -ég endurtek- algjörlega nauðsynlegt að hafa eitthvað mjúkt til að dilla og í magadansi eru mjúku partarnir algjörlega komnir með hlutverk.

Tekið skal fram, að þetta er algjörlega laust við það að vera nokkuð sem heitir sexy, allavega svona fyrir byrjendur. Bara hörku púl og hrikalega gaman.

Við fórum í Heilsubyltinguna í Hafnarfirði, barasta hægt að panta einn hóptíma fyrir saumó, alveg brilliant. Ég skal setja slóðina í tenglana mína 

Svala Erlendsdóttir, 21.11.2008 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband