Nú styttist í Noregsferðina

Allt í einu er komið að því.

Ég er búin að hlakka til þessarar ferðar í ótrúlega langan tíma og svo er þetta bara alveg að bresta á.

Ferðin hefst út úr Hafnarfirði á miðvikudagsmorgun. Fyrra flug dagsins er á hádegi og fljúgum við til Osló, þaðan tökum við innanlandsflug til Þrándheims og verðum komnar á áfangastað seinnipart dags.

Aldrei komið þangað og hlakka mikið til.

 Fór inn á veðurspána og hún er nú ekkert sérlega góð. Rigning og ca 3°hiti, betri vikuspá hér á fróni.

Það er ótrúlega mikið í gangi á svona norrænu kvennakóramóti. Allskonar grúppur og skemmtun fyrir glaða söngfugla.

Svo munum við syngja í Niðarós dómkirkjunni, voða spennandi, að ég tali nú ekki um sundlaugina, en það er nú kapítuli út af fyrir sig sem ég á örugglega eftir að segja frá síðar...

Jæja, best að fara að pakka til að sjá hvort ég þurfi nú eitthvað stærri tösku, en við hafnarfjarðardívurnar stefnum á litlar töskur svo við getum verið samferða í bíl út á flugvöll.

Það var stemming um það að prjóna lopavesti og ég held barasta að allar kórkonur hafi prjónað sér vesti, í hinum ýmsu regnbogans litum. Það verður svona óformlegur kórklæðnaður.

Líklega koma inn ansi margar myndir eftir þessa ferð.

Farin að pakka... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Góða ferð Svala mín og njóttu ferðarinnar.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 6.4.2008 kl. 15:05

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl og blessuð.

Samgleðst þér að vera að fara til Noregs. Vona að þið njótið ferðarinnar.

Kær kveðja/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 6.4.2008 kl. 21:42

3 Smámynd: Solla Guðjóns

hey eru bara að fara....tíminn líður hratt.....

En hérna gerðu eitt fyrir mig stattu einhvern tíman við hliðina á Kötu Mörtu og syngdu...hæ hó og lengi lifi Gudda.......sú verður hissa......mig langar ótrúlega að þú gerir þetta.......verst að geta ekki sett nótur hér .....en þú finnur bara eitthvert lag......

Svo óska ég þér góðrar og skemmtilegrar ferðar

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 01:34

4 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Heyrðu Solla, bara ekki málið. Stend bara við hliðina á henni og hrópa,hæ, hó og lengi lifi Gudda...Það fyndna er að hún er vinkona hennar Ingibjargar systur minnar  

Svala Erlendsdóttir, 8.4.2008 kl. 10:15

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Takk stelpur fyrir góðar ferðakveðjur

Svala Erlendsdóttir, 8.4.2008 kl. 10:19

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Hey flott.

Ég hef heyrt hana minnast á Ingibjörgu vinkonu

Solla Guðjóns, 8.4.2008 kl. 14:23

7 identicon

Góða ferð....

Auður H Ingólfsdóttir (IP-tala skráð) 8.4.2008 kl. 18:21

8 Smámynd: www.zordis.com

Já og spurðu Kötu Mörtu út í hvernig rabbarbari bragðast í Hnífsdal   Hún allavega veit að þeir eru tröllvaxnir og kunna að dansa ... það sýndi vinkona hennar henni ....

Góða söngferð!

www.zordis.com, 8.4.2008 kl. 18:39

9 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Gudda og dansandi tröllarabbarbari hehe... eg er farin að skrifa glósur

Svala Erlendsdóttir, 8.4.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband