Hmmm....
Hvað er hægt að gera til að spara?
Uppi á vegg hjá einum bankastjóra stóð spakmæli rammað inn. "Sparaðu aurinn þá kemur krónan"
Mér þótti þetta sniðugt þá, og hef hugsað mér að taka mér þetta til fyrirmyndar.
Hvar er þá að byrja...
Jú, eins og mamma gerði, þá fóðraði hún ruslafötuna undir vaskinum, með dagblöðum. Þar sparast 15 kr. á dag þar sem hefði verið venjulegur innkaupapoki 15x30=450 kr. á mánuði eða 5400 á ári. OK ágætt það
Hafa oftar grjónagraut og sleppa slátrinu því það er eins og allir vita alveg rándýrt, NEMA... maður geri það sjálfur í eldhúsinu heima. og hafa pasta, ekki má gleyma því. Drekka vatn og EKKERT annað, vona bara að borðbænin breyti því í eitthvað annað, t.d. mjólk sem er orðin munaðarvara
SOKKAR. Það liggur við að allir sokkar á heimilinu séu einnota, Þá er að taka upp nál og tvinna og kenna öllum að stoppa í sokkana sína.
Göt á hnjám. hvernig væri að fara að stytta buxurnar sem börnin ganga í og ganga oftast á, taka styttinguna og sauma yfir hnégötin, þá duga buxurnar lengur.
Láta börnin ganga, hætta þessu skutli endalaust og núna er strætó bara orðinn munaður. Taka strætóinn af þeim og láta þau ganga, þá þurfa þau ekki að vera í íþróttum og þar sparast líka nokkrir þúsundkallar...
Þá er líka það klassíska að sauma upp úr gömlum flíkum.
Hætta að fara í bíó þessi 2 skipti á ári að ég tali nú ekki um leikhúsin, þau eru bara ekki lengur inni í myndinni.
Leggja sjónvarpinu og láta innsigla snúruna
Spara rafmagnið hafa allstaðar slökkt alveg fram í kola myrkur, og í sumar þarf ekkert að hafa ljós. Að ég tali nú ekki um hitann. Láta hitann frá pottunum duga og hætta að lofta svona mikið út til að hita upp allt umhverfið... bara klæða sig betur inni.
Dælan í fiskabúrinu fær að fjúka og naggrísinn hann Jón Bjarni fær ekki svona mikið að éta, bara ónýta kálið sem mannfólkið vildi ekki.
Allar skemmtanir og mannfagnaðir eru úr sögunni
Eina við þetta allt saman að lífið verður ósköp flatt og eina skemmtunin kemur út í meiri kostnaði 9 mánuðum síðar...
Hev a næs dei
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
336 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já þú segir nokkuð.Sparnapur á einum stað virðist bitna á öðrum stað.
Annars er þetta allt gott og gillt.Það eru til ótal leiðir til að spara:Mér findist samt allt í lagi að sjá t.d.ráðherra keyra bílana sjálfir eða einfaldlega labbaÆtli við eigum eftir að sjá það
Solla Guðjóns, 31.3.2008 kl. 09:58
never ever fara þeir að labba, kanski hún Jóhanna mín Sigurðar.
Jú, yfirvaldið gæti nú alveg farið að herða ólina á sjálfum sér, þeim finnst bara auðveldara að herða ólina hjá sauðsvörtum almúganum
Svala Erlendsdóttir, 31.3.2008 kl. 10:35
Mér líst mjög vel á þetta með að láta krakkana labba á æfingar, skutlið er ekkert smádýrt núna í hækkandi bensínverði Ég er að hugsa um að baka meira það margborgar sig
Endilega leyfðu honum Jóni Bjarna að tóra eitthvað áfram, það er alveg að koma vor og þá getur hann fengið fíflablöð og fleira nýsprottið fínerí
Guðrún Sæmundsdóttir, 31.3.2008 kl. 23:02
Góð
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.3.2008 kl. 23:09
Sæl og blessuð.
Þetta var hörku góð ráð sem þú gefur okkur bloggvinum þínum.
Gæti verið í þessum dúr: " Hve lítið sem þú átt - notaðu minna." Samuel Johnson
Við verðum víst að herða sultarólina.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.4.2008 kl. 01:10
Huld S. Ringsted, 1.4.2008 kl. 22:45
Guðrún, Grísinn okkar hann Jón Bjarni fær hið fínasta fóður og alltaf alla afganga af grænmetisborðum enda feitur og fínn honum verður ekki úthýst greyjinu.
Rósa mín, þetta er alveg ágætis spakmæli
Takk fyirr innlitið stelpur
Svala Erlendsdóttir, 2.4.2008 kl. 23:33
he he he
Einar Bragi Bragason., 5.4.2008 kl. 22:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.