Íslendingar voru útlagar annarra þjóða...

Ísland byggðist upp af útlögum og glæpaliði frá öðrum löndum. Fólki sem vildi víkka sjóndeildarhringinn og ekki vera undir hælnum á konungum sinna þjóða. Þjófar, ræningjar, borgarar sem ekki vildu hlýða skipunum konungs. Konungarnir voru að vísu mis gáfaðir og oftar en ekki leiðinda fól sem púkkuðu ekki undir landann, heldur púkkuðu þeir undir rassinn á sjálfum sér.

Með í för voru konur, börn, þrælar og búfénaður.

Ísland var opið land, hér bjuggu bara örfáir munkar. Ísland var "tómt" land (óbyggt).

Í dag er Ísland "fullt" land. Hér er búið á hverju bóli sem hægt er að byggja og er lífvænlegt. Íslendingar hafa í aldanna rás "mannast" og "dannast" þó alltaf sé svartur sauður í hverri fjölskyldu.

Er sagan að endurtaka sig?

Nú eru fá "tóm" lönd til í veröldinni, fyrir útlagana að fara til, svo þeir fara bara á eitthvað krummaskuð norður í íshafi til að höggva mann og annan. Lang best að höggva þá sem tala sama tungumál... eða hvað?

Það eru þessir svörtu sauðir sem setja svartan blett á útlendingana sem flytjast hér í stórum stíl til landsins.

Lang flestir þessara útlendinga eru venjulegt fólk eins og "við" Íslendingar. 

En eins og góður landi sagði: "Það bylur hæst í tómri tunnu". Og er það ekki það sem er að gerast. Það heyrist mest í vittleysingunum. Glæpaliðinu. Þeim sem kunna sig ekki. Þeim sem hafa ekki mannast á sínu lífshlaupi.

Og Ísland ber kostnaðinn. Fangelsin full og þarf að byggja ný.

Já, sakavottorð væri til bóta þegar fólk kemur inn í landið til að fá vinnu.  

Ég gæti haft mál mitt mun lengra, en læt þetta gott heita að sinni.


mbl.is Pólsk glæpagengi herja á aðra Pólverja hér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég skil ekki af hverju það er niðurlægjandi að biðja fólk um sakarvottorð sem hingað kemur.  Fyrir þá sem eru löghlýðnir og gott fólk er það ekki neitt vandamál.  En hvað er að því að fá svoleiðis.  Thailendingar sem hingað koma þurfa að syna sakarvottorð ? er það ekki líka misræmi ?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.3.2008 kl. 15:50

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Þegar Íslendingur sækir um vinnu á Íslandi, þarf stundum að skila inn sakavottorði, kanski sérstaklega þegar unnið er með börnum. Hvers vegna ekki þá að útlendingar skili inn sakavottorði hyggist þeir vinna á íslandi.

Og ekki nóg með það að fólk sem er ekki innmúrað í evrópubandalagið eða chengen eða hvað það nú heytir, það fólk þarf ábyrgðarmann á landinu góða sem greiðir nokkurskonar toll, tryggingargjald eða uppihaldskostnað fyrir ættingja og vini sem eru bara að koma í heimsókn

Svala Erlendsdóttir, 25.3.2008 kl. 09:30

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er nánast útilokað fyrir fólk frá öðrum stöðum í heiminum að komast inn í landið.  ´Til dæmis afar og ömmur frá Thailandi, komast ekki í heimsókn nema kosta til hundruðum þúsunda í þýðingar á pappír, sem verður að gerast úti, með tilheyrandi kostnaði og mútum, og síðan eiga þúsund dollara í banka og loks skila sakarvottorði sem rennur út á stuttum tíma, og ógerlegt að fá aftur.  Það er synd og skömm hvernig búið er misjafnlega að fólki.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.3.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband