Æi... gat skeð

Til hvers í ósköpunum að vera að drekka vín með barn á brjósti. Er ekki hægt að bíða með það í nokkra mánuði að fá sér vín? þarf alltaf að vera að troða því allstaðar inn??
mbl.is Í lagi að drekka vín með barn á brjósti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl Svala mín. Margar konur geta alveg afneitað sér um að fá sér snafs en fíklar eiga oft erfitt. Þetta er svo hættulegt að reykja og neyta áfengis á meðgöngu. Vona að konur hugsi alvarlega um þá ábyrgð þegar þær eru ófrískar. Þær uppskera minni erfiðleika ef þær geta neitað sér um sopann og reykinn. Kærar þakkir fyrir að blogga um þetta alvarlega mál.

Baráttukveðjur 

Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.3.2008 kl. 02:08

2 Smámynd: Einar Steinsson

Hvers vegna rugla Íslendingar alltaf saman víni og sterku áfengi? Og því að fá sér rauðvín eða hvítvín, jafnvel bjór með mat og því að fara á fyllerí? Orðin "Wine" á ensku, "Wein" á þýsku og "Vin" á sænsku eru aldrei notuð yfir sterkt áfengi. Og snafs er heldur ekki vín heldur sterkt áfengi.

Það eru miljónir manna til sem drekka vín daglega en hafa aldrei á ævinni orðið alvarlega drukkin. Ég bý í landi þar sem það þykir hluti að góðri máltíð að hafa vín á borðum en það dettur engum manni í hug að tengja það við fyllirí og menn labba stöðugir á fótunum og skýrir í kollinum frá borðum. Vissulega verða menn drukknir hérna eins og annarstaðar en það er yfirleitt undir allt öðrum kringumstæðum.

Hér stendur öll flóran frá 80% rommi niður í léttbjór við hliðina á mjólkinni úti í búð en samt er umgengnin um áfengi allt önnur og betri heldur en á Íslandi enda engin hætta á að fólk rugli hérna saman víni og sterku áfengi.

Einar Steinsson, 13.3.2008 kl. 08:20

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Ég hef ekki verið að  rugla saman víni, því sem er kallað vín og svo því sterka sem oft er kallað  alkahól, spirit, brennd vín

Einar, hefur þú séð eða umgengist barn/ungling með alkahólsyndrom Þar sem einungis létt vín og bjór var drukkið á meðgöngu en ekkert sterkt áfengi??

Það sem læknavísindin vita, er að mikið magn áfengis í hvaða styrkleikaformi sem er, gerir fóstri, barni, ungabarni, (fæddu / ófæddu) ekki gott. Taugakerfi barna er mjög viðkvæmt og getur það hlotið mikinn skaða. Ekki myndi ég setja dropa eða tvo af rauðvíni út í pelann hjá barninu mínu.

Spurningin er alltaf, hvar liggja mörkin? Hvar á að draga línuna? Hversu mörg glös má drekka? hvað þoli ég og minn líkami? Hvað þolir þú og þinn líkami?

Öll vitum við að áfengi leggst misjafnlega í fólk, á sumum sést varla eftir nokkra drykkju og þeir ganga óstuddir, á meðan aðrir mega ekki fá sér mikið og þurfa þá stuðning á göngu. Tekið sem dæmi.

Alkahólið / áfengið / vínið  í áfenginu, er alltaf til staðar og eftir því sem þú færð þér fleiri glös eykst áfengismagnið í blóðinu, það segir sig sjálft.

Það er með áfengi eins og lyf, hvar á að draga mörkin í sambandi við meðgöngu og brjóstagjöf?

Eins og þú Einar talar um, er áfengi í mörgum löndum haft í matvörubúðinni, sem ég hef sossum litla skoðun á, en þar eru ekki brjóstabörnin að velja sér drykki.

Sumir reyna að fara út á ystu nöf, en til hvers að fara þangað ef það er ekki algjörlega nauðsynlegt? 

Svala Erlendsdóttir, 13.3.2008 kl. 09:20

4 Smámynd: Einar Steinsson

Hver var að tala um meðgöngu? Ég get bara ekki séð að fréttin segi neitt annað um áfengi á meðgöngu nema að best sé að sleppa því og ég minntist ekki á það. Þar gilda að sjálfsögðu önnur viðmið þar sem barn í móðurkviði er í beinum líkamlegum tengslum við móðurina og á viðkvæmasta stigi lífsins og ég held að enginn vilji fara að gefa ungum börnum vínglas.

Mér sýnist að þeir sænsku séu einfaldlega að benda á að lítið magn áfengis eins og t.d. vínglas með mat hafi ekki áhrif á börn á brjósti og það sem ég var að reyna að benda á er þetta forpokaða templarasjónarmið sem ótrúlega margir íslendingar, sérstaklega af eldri kynslóðum virðast hafa, að um leið og dreift sé á víni sé skollið á allsherjar blinda fyllerí. Þannig er það bara ekki, stærstur hluti fólks getur umgengist áfengi af skynsemi, hinir eru undantekning.

Einar Steinsson, 13.3.2008 kl. 13:05

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Í fréttinni var heldur ekkert verið að tala um vín í búðum eða landið sem þú bjóst í og fólk fær sér vín með mat... Ég veit ekki hvort þú sért að kalla mig forpokaða með templarasjónarmið, non taken. Að fá sér vínglas með mat er bara huggulegt. En það sem ég hef séð í lífinu gagnvart börnum sem hafa fengið vín með brjóstamjólkinni, finnst mér ekki sniðugt að vera að taka sénsa, það er það sem ég vil leggja áherslu á  er að fólk veit að mikið magn af víni með brjóstagjöf er slæmt, og þá vitum við ekki hvað lítið magn af víni er óhætt og þess vegna finnst mér bara alveg ágætt að sleppa því meðan kona er með barn á brjósti

Svala Erlendsdóttir, 14.3.2008 kl. 10:01

6 identicon

Sko Svala, ég held að þú hafir bara ekki lesið þessa grein alveg til hlítar. Þar segir að sé í lagi að drekka 1-2 glös af víni 1-2 í viku.

Og svo einnig sem er mikilvægasti punkturinn í þessari grein og líklega forsenda þessarar greinar er að áfengi í þessu litla magni nær ekki til brjóstamjólkarinnar.

Það er enginn að reyna að fara á ystu nöf, bara að reyna njóta ágæti þess að fá sér 1 gott rauð- eða hvítvínsglas með matnu...nota bene 1-2 sinnum í viku!

Bjarki (IP-tala skráð) 15.3.2008 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband