Var í dag inná Lansa með Ástu frænku, móðursystur minni. Hún er ósköp veik komin með lungnabólgu og var vart hugað líf í nótt. En hún er hörku kelling og hristi þetta allt af sér, orðin hitalaus um kaffileytið í dag.
Það er voða erfitt að vera veikt gamalmenni á landinu okkar góða. Fara þarf á milli Pontíusar og Pílatusar til að fá einhverjar leiðbeiningar. Það "góða" við þetta núna, er að við systkynin erum búin að ganga í gegnum þetta allt með mömmu okkar og vitum nokkurn vegin hvernig á að snúa sér í málinu með Ástu frænku núna. Það er hvergi hægt að fá upplýsingar á einum stað um það hvað á að gera og hvernig maður á að snúa sér. Hvergi hægt að fara í einvern farveg án þess að hringja ca 110 símtöl og tala við álíka marga áður en einn partur af stóru svari fæst
Starfsfólkið á spítalanum er yndislegt og vildi allt fyrir hana Ástu mína gera, en kerfið, skortur á starfsfólki á hjúkrunarheimilim og fjöldi hjúkrunarrýma er ekkert til að hrópa húrra yfir. Að koma öldruðu fólki á hjúkrunarheimili er sko enginn hægðarleikur. Ekki bara út af fáum plássum heldur eru þetta svo hrikalega láglaunuð störf að fólk fæst ekki til að vinna þau.
Flokkur: Dægurmál | 10.2.2008 | 21:41 (breytt kl. 21:42) | Facebook
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er klárlega kominn grundvöllur fyrir einhvern sjálfshjálpargúrúinn að halda námskeiðið:
"Hvernig tryggirðu öldruðum ástvinum lágmarks reisn og mannréttindi í ellinni"
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.2.2008 kl. 23:11
Sæl Svala mín. Gott að vita að Ástu líður betur. Greinilega kjarnorkukona. Sorglegt hvernig allt er orðið í sambandi við þjónustu við veikt fólk. Alltaf verið að segja okkur að það vanti peninga og eins starfsfólk. Hvernig verður það þá ef hátæknisjúkrahús verður reist og þá þarf að ráða mikið af fagmenntuðu fólki, meiri rekstra- og launakostnaður. Sé ekki að þetta gangi upp fyrst ekkert gengur upp hjá ráðamönnum að reka sjúkrahúsin í dag.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 11.2.2008 kl. 00:42
Ég held að ráðamenn þjóðarinnar ættu að fara á námskeiðið hjá honum Ingólfi á spara.is til að læara að reka þjóðarskútuna.
Sumarið 2006 börðumst við systkynin með kjafti og klóm fyrir því að mamma kæmist að á hjúkrunarheimili þar sem hún fengi góða aðhlynningu og sæmd í ellinni. Pabbi var þá búinn að sinna henni í mörg ár og var sjálfur orðinn uppgefinn og algjörlega búinn á því, 80 ára gamall maðurinn. Það tók okkur fjögur systkynin, heilt sumar að hringja og banka uppá hjá fólki í réttu stöðunum og með réttu samböndin til að koma henni að á hjúkrunarheimili áður en hún hreinlega myndi deyja í rúminu heima hjá sér. Og ég er ekki að telja árin sem hún var búin að vera á biðlista og með heimahjúkrun sem hún fékk 1x í viku, hún fékk líka hvíldarinnlögn 3x til að hvíla pabba og alltaf varð það erfiðara og erfiðara að taka hana heim aftur því ekki hresstist hún með árunum.
Svala Erlendsdóttir, 11.2.2008 kl. 09:18
Þetta er óþolandi ástand í öldrunarmálunum, þvílíkur frumskógur sem mætir gamla fólkinu og ættingjum þess þegar að það veikist,(þessvegna stakk ég uppá námskeiði) endalausir biðlistar og vansæmd mætir gamla fólkinu, helst þarf fólk að þekkja mann sem þekkir mann sem er giftur konu sem einhverju ræður
Guðrún Sæmundsdóttir, 11.2.2008 kl. 19:46
Ég get grátið þegar ég heyri um meðferðina á gamla fólkinu. En þökk sé almættinu að frænka þín er í góðum höndum. Batakveðjur
Jenný Anna Baldursdóttir, 11.2.2008 kl. 23:47
Þetta er skömm fyrir okkar annars ágæta land með besta heilbrygðiskerfi veraldar......eða er það ekki annars?
Nóg er það blásið út og svo er ekkert nema vesen og mikil fyrir höfn að koma fólki undir læknishendur....Svei.
Solla Guðjóns, 12.2.2008 kl. 02:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.