Bara það að horfa út um gluggann og heyra hvína í öllu, þá kólnar mér alveg inn að beini. Í vinnunni í gær var ég komin í 3 peysur og það var enn hrollur í mér. Tók upp á því að hlaupa nokkrar ferðir upp og niður stigann og fékk þá smá hlýju í kroppinn.
Þá varð mér hugsað til smáfuglanna. Greyjin! Hvar eru þeir í svona veðri? Hvar skyldu þessi litlu kríli halda til? Hvað ætli margir deyji á einum vetri. Þegar ég var krakki, fundum við vinkonurnar stundum dána smáfugla og jörðuðum þá í garðinum. Fengum skókassa og koddaver til að hafa hlýlegt.
Á sumrin gleðja þeir okkur með söng og fegurð sinni, en á veturna gleymum við þeim allt of oft. Það er kanski erfitt að gefa þeim fræ núna því það fennir yfir allt korn strax. En það eru til korn í neti til að hengja upp og þá fennir ekki yfir allt strax. Best að kaupa þetta á leiðinni í vinnuna á eftir. Sá þetta í Europris núna í haust, vona að það sé til enn. Ég get hengt þetta á grillið, það stendur í skjói. Þá friðar maður samviskuna smá. Pabbi gefur þeim alltaf kartöfluhýði og hreinlega allt sem fellur til, jafnvel afgang af soðnum hafragraut.
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 dagur til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæl Svala. Flott hjá þér að minna á þessa fallegu fugla. Sniðugt með kornið sem er í neti sem hægt er að hengja upp. Europris er toppbúð
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2008 kl. 10:38
Nú vantar mig bara versið um fugla himins og að Guð passar þá, og hvers vegna ekki síður okkur þá líka, Rósa, getur þú fundið það?
Svala Erlendsdóttir, 8.2.2008 kl. 11:19
Sæl Svala. Vinkona mín sagði mér frá kvæði sem Halldór Laxnes gerði um þetta efni en ég á ekki bækurnar hans. Ég aftur á móti rifjaði upp lítinn sunnudagaskólakór og svo vers úr Biblíunni. Vona að þetta hjálpi í því sem þú ert að stúdera. Það var svo gaman í sunnudagaskólanum í denn og læra að syngja sunnudagaskólasöngvana og heyra Biblíusögurnar.
Fuglinn sat á grein og söng. Sumarkvöldin heið og löng. Söngur hans var samur æ. Sjá, hjá Guði allt ég fæ. Svaladrykk og daglegt brauð. Sýrð sé Guði. Engin nauð. Og nú á ég, ekki þú, eitt ofurlítið bú. Bí,bí.
Lítið til fugla himinsins. Hvorki sá þeir né uppskera né safna í hlöður og faðir yðar himneskur fæðir þá. Eruð þér ekki miklu fremri þeim? Og hver yðar getur með áhyggjum aukið einni spönn við aldur sinn? Og hví eruð þér áhyggjufullir um klæði? Hyggið að liljum vallarins, hversu þær vaxa. Hvorki vinna þær né spinna. En ég segi yður: Jafnvel Salómon í allri sinni dýrð var ekki svo búinn sem ein þeirra. Fyrst Guð skrýðir svo gras vallarins, sem í dag stendur, en á morgun verður í ofn kastað, skyldi hann þá ekki miklu fremur klæða yður, þér trúlitlir! Segið því ekki áhyggjufullir: ,Hvað eigum vér að eta? Hvað eigum vér að drekka? Hverju eigum vér að klæðast?’ Allt þetta stunda heiðingjarnir, og yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki. Hafið því ekki áhyggjur af morgundeginum. Morgundagurinn mun hafa sínar áhyggjur. Hverjum degi nægir sín þjáning.
Mér finnst þessi texti alveg magnaður. Þarna kemur skýrt fram að faðir okkar á himnum vill hjálpa okkur. Verum í bandi. Guð blessi þig.
Rósa Aðalsteinsdóttir, 8.2.2008 kl. 13:16
Pabbi þinn er æði.......reyndar gaf minn karl þeim niðurskorið epli um daginn þegar ekkert korn var til.......en það er eitt af því sem við gleymum ekki og það er gefa fuglunum og það er svo gaman að fylgjast með þeim út um gluggann
Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 03:43
Rósa, þetta vara akkurat það sem ég var að hugsa um. Margt sem maður lærði í sunnudagaskólanum en veit ekkert hvar á að fletta í biblíunni.
Solla, já, babbi er algjör gimsteinn. Ég gleymi smáfuglunum allt of oft, en stundum hendi ég ýmsu "rusli og drasli" af matarborðinu í þá og þeir eru rosa ánægðir með það, alskyns matarafgangar
Svala Erlendsdóttir, 10.2.2008 kl. 18:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.