Fyrsta þorrablótið afstaðið

Jæja, það var nú fjör í Hafnarfirðinum í gær.

Kvennakór Reykjavíkur hélt upp á 15 ára starfsafmæli með stæl.

Það er alveg ótrúlega skemmtilegt að skemmta sér með fólki sem finnst gaman að syngja.

Haldið var þetta líka glimrandi fínt þorrablót og að sjálfsögðu var karlpeninginum boðið með á sjálfan bóndadaginn.

Meðal karlmaðurinn þarf ca. 15 mínútur til að hafa sig til á svona fínt mannamót. Kanski 20 mín. ef hann rakar sig og fer í sturtu. Síðan er bara að skella sér í jakkafötin. Wollllaaaa, tilbúinn....

Kvenkosturinn hefur örlítið, bara svona pínulítið meira fyrir fínheitunum á sjálfum sér, heldur en karlinn. Til að undirbúa eitt svona fínt kvöld þarf að byrja að undirbúa með a.m.k. viku fyrirvara. Til að líta sómasamlega út á svona mannamótum þarf að hafa fyrir hlutunum.

Fyrst var farið í lit og plokkun og smá andlitsnudd.  Hefði alveg viljað liggja mun lengur í afslöppun í stólnum, sérstaklega með tilliti til þess að arfa vitlaust veður hefur verið undanfarið.

Svo er það náttúrulega daglegt sellófan til að plata líkamann, vonast til að hann lyftist í norður átt en ekki niðurátt.

Þá er það að muna að panta klippingu, strípur og svo lagningu eða blástur á stóra daginn. Helst hálfum eða heilum mánuði fyrr til að fá sinn uppáhalds hárgreiðslu gúrú.

Arkað er í undirfatabúðir bæjarins til að finna þessa umtöluðu vafninga, samfellur, aðhaldspils eða aðhaldsbuxur. Að ég tali nú ekki um haldara sem halda öllu á sínum stað. Eftir nokkrar búðir og mátunarklefa, blóð svita og tár var útkoman aðhaldsbuxur sem ná frá hnjám uppað haldara og svo haldari til að lyfta upp því sem var þar fyrir ofan. Eins gott að maður fái ekki undirhöku eftir allt þetta lyft.

Hafið þið séð kraftlyftingamenn troða sér í stálbrækur fyrir lyftingamót ?? Þeir svitna og blána og pústa og stynja. Það er sko ekkert miðað við okkur konurnar sem erum að fara á fínt mannamót.

Sveitt og þreitt eftir erfiði dagsins er haldið heim á leið til að raka allt óæskilegt hár í burtu. Varlega, svo ekki komi sár eða rispur.

Farið er í gegnum fataskápinn og aldrey þessu vant er til sómasamlegt dress í skápnum til að fara í á fína mannamótið. Annars hefðu bæst við allavega 2 dagar í að arka í búðir og finna hið eina fullkomna dress.

Neglurnar, ekki má gleyma þeim.... Langar og skreyttar.

Svo er komið að aðal deginum með fína mannamótinu. Þá er eins gott að byrja strax um morguninn. Fyrst er það sturtan og svo beint í hárgreiðslu, þar sem hárið er á endanum spreyjað svo stíft að enginn gæti haggað því nema bálandi norðanvindurinn.

Þá er farið til Gunnu vinkonu sem er snyrtifræðingur og hún setur upp þetta fína aldlit á mann sem er nú varla þekkjanlegt miðað við þessa daglegu, mascara-varalitur-förðun, svona hversdags þú veist. 

Til að lifa af daginn er henst í það að fá sér hollan ávaxtasafa, nýpressaðan, og eina spelt flatköku með hangikjöti. Þetta verður að duga fram á kvöld til að ekki springi nú allt utanaf manni.

Þá er það stálbrókin.... ég meina, aðhaldsbuxurnar. Best er að fá eiginmanninn með sínar kröftugu hendur í lið með sér. Þá er að hisja upp það sem virðist ógerlegt þegar að hnjám er komið, en, með sameiginlegu átaki, hann að aftan og ég að framan, text hið næstum óframkvæmanlega, að hisja brókina alla leið upp að hálsi, eða næstum því. Skella síðan haldaranum á sinn stað.

Því næst er að setjast niður og láta svitan gufa upp og reyna að ná andanum. Fá sér pínulítið vatn, en alls ekki mikið því þá þarf að pissa, og ekki viljum við það svona rétt fyrir veisluhöldin, því það kostar blóð svita og tár að fara úr og aftur í.

Skartgripirnir eru valdir af kostgæfni, eyru, háls, fingur og armar. Bara flott.

Þá er það aðal dressið. Smellur eins og flís við rass og engar fellingar eða rúllupylsur eru sýnilegar. Allt situr fast á sínum stað.

Á fína mannamótinu er að sjálfsögðu tekið vel til martar síns og á þriðja diski vildi ég óska að stálbrókin hefði orðið eftir heima. Og eftir einungis 1 spræt glas er blaðran farin að segja til sín. En maður skellir sér bara á dansgólfið og brennir þar nokkrum karólínum og svitnar nokkrum lítrum til að þurfa ekki að fara á klósettið. 

Allt fyrir lúkkið þið vitið....

Rekst ég þá ekki í einhverja fyrirstöðu og þrjár neglur brotna... ÆÆ

Kíki á klóið til að lappa upp á neglurnar og verð að sjálfsögðu alveg í hlandspreng að heyra aðrar konur pissa. Skelli mér á klóið.... úff. nú vantar 2 hendur í viðbót til að hisja herlegheitin upp aftur. Iss piss, skelli stálbrókinni bara í veskið... þvílíkt frelsi....

 Þegar út á dansgólfið er komið aftur er að sjálfsögðu einhver sem flækir úrið sitt í hárinu á mér, sem er frekar auðvelt þar sem ég  rétt slaga yfir 1 og 1/2 meter og fína stíflakkaða hárið er í rúst, flókið og strítt.

Þá er tími til kominn að fara heim. Þegar út er komið rífur norðan garrinn í allt sem hægt er að feykja til... 

Eftir gott kvöld er gott að koma heim. Þegar ég lít í spegil þegar heim er komið, sé ég allt aðra konu en þá sem fór út fyrr um kvöldið á fína mannamótið. Hárið úfið, neglur brotnar og rúllupylsurnar komnar á sína gömlu góðu staði.

Eiginmaðurinn stendur við hlið mér jafn glæsilegur og áður en við fórum út fyrr um kvöldið.

Úff. Er þetta þess virði??


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það er aldeilis hægt að segja frá, ég kútveltist af hlátri meðan ég las! Verst að það voru engar myndir til útskýringar, það hefði verið toppur.

Gott að þið skemmtuð ykkur vel. Þú ert alltaf sæt, með rúllupylsur eða án, skiptir engu ;O)

arna (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 15:00

2 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl. Aldeilis mikið að gera fyrir skemmtun. Þú hefðir átt að segja okkur hvar þú fannst þessar aðhaldsbuxur?  Greinilega viltu ekki nota G-streng miðað við lýsingar  Segi eins og Arna að þetta var virkilega fyndnar lýsingar en ekkert fyndið þegar þú komst heim og leist í spegil.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 27.1.2008 kl. 16:01

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Mæómæerum við konur ekki yndislegar Aðalatriðið er að fela rúllupylsurnar svo þegar á hólminn er komið er þetta algerlega gjörsamlega að gera útaf við okkur.....gott að vera með þokkalegt veski þáÞú ert alveg ágæt.....skemmtilrg færsla.

Gott að þú skemmtir þér vel

Solla Guðjóns, 29.1.2008 kl. 05:10

4 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Hæ aftur. Já við konurnar erum alveg frábærar. Alltaf að reyna að fela rúllupylsurnar okkar eins og Ollasak skrifaði.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 29.1.2008 kl. 11:00

5 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Já, skvísur, bjútí is pein eins og þar segir  Svona ykkur að segja, eru bestu nærföt og besta þjónustan að sjálfsögðu í Mistý efst á Laugarveginum þar sem systur mínar báðar vinna. Stálbrókin sem kemst í lítið veski heitir Magick slim shaper og verð ég nú að segja að það er algjör kraftaverkabrók Hehe, við erum auðvitað algjörar bjútíkvín í svona græjum og þó maður geti ekki andað eina kvöldstund, Kva!! Smjúts á ykkur allar

Svala Erlendsdóttir, 29.1.2008 kl. 22:32

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæl. Þú ert alveg mögnuð núna.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 30.1.2008 kl. 02:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband