Frænkukvöld

Jæja, þá stendur hið ársfjórðungslega frænkukvöld fyrir dyrum hjá mér á morgun.

Ó mæ god!! og allt í drasli hjá frúnni eins og fyrri daginn. Er fyrir löngu hætt að sjá draslið hjá mér en það rifjast svona upp fyrir mér þegar ég á von á gestum að það sé nú betra að taka til og hafa hreint og snyrtilegt á heimilinu svo ættingjar og vinir sendi ekki heilbrigðiseftirlitið á staðinn. Annars fékk ég góð ráð með jólatiltektina. Þar sem er ryk, stráir maður örlitlu glimmeri og þá halda allir að þetta sé englahár. Svo slekkur maður öll ljós og hefur bara kerti. Krúttó!

Ætla að bjóða frænkunum upp á ís, heimagerðan að sjálfsögðu, og margumtalaðar sörur sem ég gerði með systur minni. Var svo að hugsa um að splæsa í jólaöl. Well... hlakka til að hitta þær því þetta eru sannkallaðar hláturgusur þessar frænkur mínar og hafa alltaf frá einhverju skemmtilegu að segja. Held að það sé varla til venjuleg/eðlileg mynd af okkur því það er alltaf einhver með hláturgrettu og krumpin í keng.Cool 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband