Var að koma

Ég var að koma frá Köben, eða reyndar kom ég heim síðasta sunnudag en vikan er búin að vera svo fljót að líða og allt í einu er kominn föstudagur. Fórum með vinnunni hjá kallinum og nutum þess að rölta og vera með góðu fólki, borða góðan mat og versla. Kíktum á Kristjaníu og það var spes upplifun. Hef ekki kíkt þangað áður en skilst að það sé ekki svipur hjá sjón miðað við hvernig það var. Annars er alltaf gott að skipta um umhverfi í smá stund og njóta.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hittirðu nokkuð hana Elsu Lund? Ég var að heyra að hún hefði veriði þarna í London, París og hinum norðurlöndunum......

ég skoðaði Kristjaníu fyrir nokkrum árum og gekk hratt í gegn, var ekki öruggari með mig en það. En það er gaman að hafa komið þarna.

Velkomin heim!

Arna (IP-tala skráð) 24.9.2007 kl. 15:09

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Hehe. Hitti ekki Elsu Lund, en um leið og við lentum á klakanum var hún í útvarpinu. Mér fannst Kristjanía bara vera eins og lítill útimarkaður á Mallorca

Svala Erlendsdóttir, 24.9.2007 kl. 16:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband