Skólabúningar eru eitthvað sem mér þykir mjög þarft í bæði leikskólum og grunnskólum.
Á hverju hausti þegar skólinn byrjar sé ég hvað strákarnir mínir hafa stækkað alveg ótrúlega frá síðasta skólaári og þarf að fjárfesta í fötum til að þeir líti nú sómasamlega út, ekki með rifin hné og grasgrænu hreinlega á öllum flíkum. Við sörfum kauphallirnar og göngum búð úr búð til að finna réttu stærðirnar, litina og mynstrin. Þetta er eitthvað sem mínum drengjum þykir alveg hreint út sagt óþolandi. Sveittir og þreyttir í mátunarklefunum.
Þar sem frúin á heimilinu er heldur ekki fatafrík og á einstaklega erfitt með að tileinka sér stærðatöflur frá hinum ýmsu löndum og framleiðendum þá er þetta fremur óspennandi.
Á mínu heimili hefði skólabúningum verið tekið fagnandi bæði af foreldrum og börnum.
Nú í haust hefur Sæmundarskóli tekið upp skólabúninga og er þá í hópi með Áslandsskóla og Barnaskóla Hjallastefnunnar. Ekki veit ég hvort fleiri skólar eru með en það væri skemmtilegur leikur.
Flestir vilja vera í skólabúningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
33 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hæhæ, varð bara að segja mína skoðun.
Skólabúningar væru ef til vill hjálplegir fyrir marga og eflaust ekki fáir sem vilja þá.
En persónulega vil ég ekki skólabúninga og mér líður bara ekki vel í fötum sem ég villdi ekki sjálfur :S
Ég veit sammt vel hvað strákunum finnst afskaplega leiðinlegt að versla og þeir væru hæðstánægðir með þá breitingu þó þeim yngri finnist gaman að stundum spurja hvort hann sé ekki í flottum fötum, tók eftir því í gær ;)
En þar sem ekki er hægt að gefa álit sitt á hjólaslysinu þá ætla ég endilega að segja skoðunina hér. Það var gaman að lesa um þetta og sjá nýja hlið á málinu, mín hlið var algerlega sú að mér var illt allstaðar og að Kristrún hafi stolið skónum mínum :)
Flott bloggsíða og endilega halltu áfram að blogga.
Hilmar Örn Magnússon (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 12:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.