Jæja, þá fer skólinn að byrja hjá strákunum.
10 ára Sundkappanum mínum og skilmingameistara, kvíðir alveg hræðilega fyrir. Hann er nefnilega lesblindur og líka alveg óstjórnlega hægfara í flest öllu.
Lesblinduna tækluðum við með Davis leiðréttingu hjá henni Guðrúnu vinkonu í Gamla Bókasafninu og er það allt á uppleið. Svo fékk hann líka gleraugu og þá batnaði það enn meir.
Mest kvíðir hann fyrir gangavörðunum (eða skólaliðum eins og þeir heita núna). Þar sem minn maður er mjög lengi að öllu þá er hann líka lengi að koma sér út í frímínútur og lengi að koma sér inn aftur. Hótanir eins og "Ef þú kemur einu sinni enn svona seint úr frímínútum, ÞÁ......" og svo fær hann ekkert að vita hvað þetta hræðilega "ÞÁ" er. Og svo fær hann líka "Ef þú ert svona svakalega lengi að koma þér út þá skrifa ég þig í bókina og ÞÁ..." og svo fær aumingja barnið ekkert að vita hvað þetta "ÞÁ" er og kemur heim alveg miður sín og uppspólaður af stressi og það hægir enn meira á honum.
Ef það væri hægt að "gera" meira í skólanum annað en að sitja og lesa, þá væri lífið allt á uppleið
Svo er það hinn 14 ára Sientific fighting gormurinn. Er á loka sprettinum í grunnskóla og hlakkar til að fara í framhaldsskóla. Eina málið er að það er úr svo mörgu að velja.
Skólinn er bara skemmtilegur og ekkert annað, þó vinirnir megi nú ekkert endilega vita af því. Síðasta vetur tók hann meðvitaða ákvörðun um að lesa ekki fyrir próf til að vera bara eins og hinir í einkunnum.
Þessir tveir eru ólíkir eins og dagur og nótt en samt ótrúlega góðir vinir og bara góðir strákar yfir höfuð. En eitt eiga þeir sameiginlegt og það er að þeir eru mjög góðir skákmenn
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Ævintýraland Vinnan mín :-)
- Glætan Kaffihúsið hennar Sæunnar
- Gígjan.is Samband íslenskra kvennakóra
Bloggvinir
- ollasak
- ringarinn
- eddabjo
- jonaa
- gurrihar
- haugur
- meyfridur
- doralara
- toshiki
- annabjo
- zeriaph
- vonin
- steinunnolina
- bogi
- balduro
- saxi
- rosaadalsteinsdottir
- zoti
- birnamjoll
- snorribetel
- amal
- garun
- zordis
- kollajo
- aglow
- ragnhildur
- larahanna
- hronnsig
- stingi
- katlaa
- thelmaasdisar
- hofi
- slembra
- annaragna
- tigercopper
- valurinn
- kerfi
- gusg
- bestalitla
- wonderwoman
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
2 dagar til jóla
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.