Heimilið veður allt í nammi!

Usss..... Það er allt vaðandi í nammi hér á þessu heimili. Einhver var að koma frá útlöndum og missti sig í nammihillunum... Og gettu hver étur mest, jú að sjálfsögðu frúin sjálf. Ég sem var búin að ákveða að hætta í þessu nammiáti. Finnst ég oft vera eins og alkahólistar, ef þetta er fyrir framan mig þá að sjálfsögðu á ég að éta það. Verð bara að taka fyrir einn dag í einu nammilausan.

Annars keypti ég mér svona kraftgöngustafi í sumar og fór í góða göngutúra... tvo! En það er ómögulegt að láta þá hanga hér frammi á snaga ónotaða svo ég ætla að skella mér í göngu á eftir.

Fór í gær til vinkonu minnar í bústað á Flúðum og sá þar þessa líka fínu bók um allskonar safa úr grænmeti og ávöxtum. Las hana eins og bestu spennusögu og langar í hana.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband